Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Aðalfundur Geðhjálpar 2o22 Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í sal Geðhjálpar, Borgartúni 30 Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar laugardaginn 23. apríl kl. 14 Tilkynnt hefur verið um tilnefn- ingar til Blaðamannaverðlauna en Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir afhendingu verðlaunanna 1. apríl næstkomandi. Þrjár tilnefn- ingar eru í fjórum flokkum verð- launa, en þeir eru: Besta um- fjöllun ársins 2021, Viðtal árs- ins 2021, Rann- sóknarblaða- mennska ársins 2021 og Blaða- mannaverðlaun ársins 2021, að því er kemur fram á vef Blaða- mannafélagsins. Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er meðal þeirra sem eru tilnefndir í flokknum Viðtal ársins. Tilnefn- inguna hlýtur hún fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. „Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upp- lýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvern- ig unglingur er ginntur af barna- níðingi. Honum var haldið með hót- unum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt,“ eins og segir í umsögn dómnefndar. Aðrar tilnefningar í flokkunum fjórum dreifðust á blaðamenn Stundarinnar, RÚV, Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, Kjarnans og Fréttablaðsins. Stundin og Sýn hlutu flestar tilnefningar, í þremur flokkum hvor. Tilnefnt til blaða- mannaverðlauna - Morgunblaðið með tilnefningu um viðtal ársins Ásdís Ásgeirsdóttir Sunnudagur Viðtalið við Óla Björn birtist 11. september 2021. Freyr Bjarnason Margrét Þóra Þórsdóttir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kjör- inn formaður Starfsgreinasam- bands Íslandi á 8. þingi þess sem lauk á Akureyri í gær. Hann hlaut 70 atkvæði, 10 atkvæðum meira en mótframbjóðandi hans, Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Vilhjálmur átti fyrir fram ekki von á að munurinn milli þeirra yrði svo mikill. Endurspeglar klofninginn „Ég held að þetta endurspegli þann klofning sem hefur verið í hreyfingunni og er í samræmi við það sem ég hélt. Í raun og veru var þetta meiri munur en ég átti von á, þannig að ég er mjög ánægður með það traust sem þingfulltrúar sýndu mér í þessari kosningu,“ segir Vil- hjálmur. Á kjörskrá voru 135 manns, 130 kusu og var kjörsókn því 93%. Vil- hjálmur fékk tæplega 54% atkvæða og Þórarinn ríflega 46%. Þá var einnig kjörinn nýr varaformaður Starfsgreinasambandsins, Guðbjörg Kristinsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, og tekur hún við af Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, for- manni Afls, starfsgreinafélags, í því hlutverki. Geti haldið mannlegri reisn Spurður hvað hann hyggst leggja áherslu á sem formaður SGS segir hann sambandið vera það stærsta innan ASÍ með 72 þúsund félags- menn á bak við sig. Helsta verk- efnið liggi í því að tryggja að lág- markslaun á Íslandi dugi fyrir nauðþurftum og að fólk geti haldið mannlegri reisn. „Því miður er því eigi til að dreifa í dag og það er í mínum huga Sam- tökum atvinnulífsins, okkur í verka- lýðshreyfingunni og í raun og veru samfélaginu öllu til skammar að svo sé og það er verkefni sem við þurfum að einblína á,“ segir hann. Komandi kjarasamningar eru lausir í október og segir Vilhjálmur ljóst að erfiðar viðræður séu fram undan. Stjórnvöld, Seðlabankinn og verslun og þjónusta þurfi að koma að viðræðunum. „Við þurfum öll að taka höndum saman þannig að við náum að tryggja hagsæld fyrir alla, ekki bara suma, eins og mér hefur fund- ist hafa verið hér alltof lengi.“ Bítast ff mikið innbyrðis Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, hefur gegnt formennsku í sambandinu undanfarin 12 ár. Björn hefur marga fjöruna sopið í verkalýðs- málum, en 40 ár verða liðin 1. maí næstkomandi frá því hann hóf fyrst störf hjá stéttarfélagi og 30 ár eru frá því hann var kosinn formaður Einingar sem síðar varð Eining-Iðja. „Það fer of mikil orka og tími hjá okkur þessa dagana í að bítast innbyrðis og það er engum til hagsbóta nema andstæðingum verkalýðshreyfingarinnar og óvönduðum atvinnurekendum,“ sagði Björn þegar hann setti þingið í Hofi á Akureyri fyrr í vik- unni. Tryggja þurfi að lágmarks- laun dugi fyrir nauðþurftum - Vilhjálmur Birgisson kjörinn nýr formaður SGS með tíu atkvæða mun Morgunblaðið/Margrét Þóra Formaður Vilhjálmur Birgisson, nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands, í samtali við Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, formann Eflingar, og Aðalstein Á. Baldursson, formann Framsýnar á Húsavík, á þinginu í gær. Mótframbjóðandi. Þórarinn G. Sverrisson laut í lægra haldi. Guðmundur Helgi Þór- arinsson hélt for- mannsstólnum í VM, Félagi vél- stjóra og málm- iðnaðarmanna. Þetta varð ljóst eftir að nið- urstöður í kosn- ingu félagsmanna voru gerðar ljós- ar í gær en Guðmundur Helgi hlaut 566 atkvæði, eða 50,13% atkvæða, og mun gegna formennsku í félaginu næstu fjögur árin. Næstur var Guð- mundur Þórður Ragnarsson, sem hlaut 313 atkvæði, eða 27,72% at- kvæða. Guðmundur sagðist hafa fundið fyrir meðbyr í baráttunni, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég hef alltaf verið talsmaður samvinnu og við erum í miklu samstarfi með öðrum iðnfélögum og sjómanna- félögum. Við vinnum saman en erum ekki að sameina félögin.“ Kjörsókn var 31%, sem Guð- mundur segir að sé gott hjá stétt- arfélagi og besta kjörsókn í VM frá stofnun félagsins 2006. „Það vantar svolítið stéttavitund í okkur Íslend- inga,“ segir hann. Í efstu sæti í stjórn félagsins voru kosin þau Jónína Snæfríður Ein- arsdóttir, Einar Sveinn Krist- jánsson, Tinna Magnúsdóttir, Agnar Ólason og Pétur Freyr Jónsson. „Svo finnst mér gaman að nú er- um við loksins komin með tvær kon- ur í stjórnina, sem er mjög skemmti- legt í félagi sem er að meirihluta karlar,“ segir Guðmundur enn frem- ur. „Við erum í þessari sam- vinnuþróun, úti í miðri á, og vonandi komust við yfir ána á næstu fjórum árum og verðum búin að formgera okkar samstarf við iðnaðarsam- félögin undir merki Húss fagfélag- anna.“ Félagið úti í miðri á - Guðmundur Helgi endurkjörinn Guðmundur Helgi Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.