Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 759.000,-
L 206 cm Leður ct. 25 Verð 899.000,-
STAN Model 3035 rafmagn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftirspurn eftir steinull til ein-
angrunar var mikil á síðasta ári og
átti Steinull hf. á Sauðárkróki í
erfiðleikum með að anna eftir-
spurn. Til skoðunar er að auka
framleiðslugetu fyrirtækisins, en
ekki liggur fyrir hvort núverandi
verksmiðja verður stækkuð eða
hvort aðrar lausnir verða fundnar,
að sögn Stefáns Loga Haralds-
sonar fram-
kvæmdastjóra.
„Það er allt
sem segir okkur
að þörfin fyrir
einangrun eigi
eftir að aukast
með auknu
byggingamagni
og meiri kröfum
um umhverfis-
vænni bygging-
armáta. Við því
þurfum við að bregðast,“ segir
Stefán Logi. Varðandi stækkunar-
áform, segir hann mikilvægt að
kanna hvaða möguleikar séu til að
útfæra og útvíkka starfsemina á
Sauðárkróki á sem hagkvæmastan
hátt.
„Hér er fyrir hendi mikilvæg
þekking og meginhráefni eru á
svæðinu. Samlegðaráhrifin verða
væntanlega meiri með því að auka
framleiðsluna þar sem menn hafa
náð góðum tökum á tækninni.“
Stoppar stutt á lagernum
Þegar verksmiðjan tók til starfa
í ágúst 1985 var miðað við að árs-
framleiðslan gæti mest orðið um
átta þúsund tonn. Á síðasta ári
voru framleidd 9.600 tonn og var
árið það fimmta stærsta hjá fyrir-
tækinu, frá upphafi framleiðslu.
Þrátt fyrir mikla framleiðslu
stoppaði varan stutt í lager-
húsnæði fyrirtækisins, enda mikið
líf á byggingamarkaðnum hér inn-
anlands.
Hefðbundinn vaktavinnutími í
verksmiðjunni er frá sunnudags-
kvöldi til föstudagskvölds, en með
aukavöktum um helgar má segja
að unnið hafi verið nótt sem nýtan
dag á síðasta ári. Nú eru alls 40
fastráðnir starfsmenn hjá Steinull
hf. Tonnafjöldinn og samanburður
á honum milli ára segir þó ekki
allt því fyrirtækið framleiðir orðið
mun fleiri vörutegundir en á árum
áður, sem flækir aðeins fram-
leiðsluferlið og hefur einhver áhrif
á framleiðslugetu hverju sinni.
Uppsveifla í byggingariðnaði
„Á tímum kórónufaraldursins
virðist hafa verið uppsveifla í
byggingariðnaði hérlendis, bæði í
nýbyggingum og viðhaldsverk-
efnum,“ segir Stefán Logi. „Tölu-
vert virðist vera fram undan og
margt sem bendir til að menn ætli
að herða sig í byggingum á íbúðar-
húsnæði og bæta í. Mikilvægi
góðrar einangrunar verður stöðugt
meira frá umhverfissjónarmiðum
og mikil áhersla er á að nýta orku
til húshitunar sem best.
Einangrunartæknin hefur líka
tekið framförum og aðferðir
breyst. Þannig eru menn farnir að
einangra meira utanhúss en áður í
stað þess að einangra innan frá. Á
þann hátt gátu skapast ýmis
vandamál með kuldaskilum og
rakamyndun ásamt öðrum þekkt-
um vandamálum.“
Mest af framleiðslu Steinullar
fer á innanlandsmarkað, en 25-
30% hafa farið til útflutnings und-
anfarin ár, einkum til Færeyja og
Bretlands, og fer það að stærstum
hluta í skip frá Sauðárkróki. Uppi-
staðan í hráefni steinullarinnar er
svartur basaltsandur úr ósum
Héraðsvatna. Stefán Logi segir að
frá upphafi starfseminnar hafi ver-
ið tekin um 260 þúsund tonn af
sandi þaðan. Sandnámið hefur
ekki markað mikil spor eins og sjá
megi víða erlendis þar sem efnið
sé til dæmis brotið úr bergi, að
sögn Stefáns Loga.
Stríðið hefur áhrif
Stríðið í Úkraínu hefur víða bein
og óbein áhrif og nefnir Stefán
Logi að fyrir fyrirtækið hafi orðið
erfiðara að fá t.d. timbur, amm-
oníak og fleira, sem nýtt er í fram-
leiðsluna. Fyrir byggingamark-
aðinn í heild hefur verið mjög
erfitt að fá járn og timbur.
Aukin framleiðslugeta í skoðun
- Mikil eftirspurn eftir steinull á síðasta ári - Aukin þörf með auknum framkvæmdum og meiri
kröfum - 40 manna vinnustaður á Sauðárkróki - Mikilvæg þekking og meginhráefni á svæðinu
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Sauðárkrókur Steinullarverksmiðjan hefur starfað á Skarðseyrinni frá árinu 1985. Síðasta ár var með þeim stærstu í sögu fyrirtækisins.
Héraðsvötn Aðalhráefnið sem notað er til framleiðslu á steinull er basalt-
sandur, sem fenginn er í fjöruborðinu á Borgarsandinum, við vestari ós
Héraðsvatna. Hráefnistakan í fjöruborðinu er umhverfisvottuð.
Stefán Logi
Haraldsson
Stórsýningin Verk og vit, sem fram
fer í Laugardalshöll, hófst á fimmtu-
dag og er þetta í fimmta sinn sem
sýningin er haldin. Fyrstu tveir dag-
arnir eru ætlaðir fagaðilum en um
helgina býðst almenningi að heim-
sækja sýninguna. Síðasti sýningar-
dagur er á morgun, sunnudag.
Mikill fjöldi gesta sótti sýninguna
heim fyrsta daginn sem opið var. Við
opnunina fluttu ávörp Pawel Bartos-
zek, formaður skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkurborgar, og
Sigurður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður
Ingi Jóhannsson innviðaráðherra
flutti einnig ávarp og opnaði sýn-
inguna formlega.
Um 100 sýnendur taka þátt í sýn-
ingunni en hún er ætluð þeim sem
koma að byggingariðnaði, skipulags-
málum og mannvirkjagerð á ýmsum
stigum, s.s. sveitarfélögum, verktök-
um, iðnaðar- og þjónustufyrirtækj-
um, menntastofnunum, hönnuðum
og ráðgjöfum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýning Verk og vit í Laugardalshöll er ætluð þeim sem koma að bygging-
ariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á ýmsum stigum.
Líf, fjör og iðnaður
í Laugardalshöll
- Stórsýningin Verk og vit um helgina