Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 ✝ Ólafur Bjarna- son fæddist á Siglufirði 7. desem- ber 1947. Hann lést á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar í faðmi fjöl- skyldunnar 10. mars 2022. Foreldrar hans voru Bjarni Júlíus Ólafsson, f. 1. júlí 1905, d. 13. maí 1981, og Kristín Helga Jóhannsdóttir, f. 6. júlí 1909, d. 6. janúar 1994. Systkini Ólafs voru Friðrik Sverrir, f. 22. ágúst 1930, d. 12. kynntist Sigrúnu Þór Björns- dóttur. Ólafur kvæntist Sigrúnu 15. apríl 1979 en leiðir þeirra skildi 1993. Þau eignuðust eina dóttur saman, Svölu Júlíu, f. 8. desem- ber 1980. Sambýlismaður henn- ar er Gunnar Áki Halldórsson, f. 6. ágúst 1978. Börn þeirra: Sigrún Sara, f. 9. ágúst 2015, og Ólafur Þór, f. 24. maí 2019. Börn Gunnars af fyrra sambandi eru Diljá Birna, f. 5. apríl 2001, og Daníel Áki, f. 23. júní 2007. Útför Ólafs fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 26. mars 2022, kl. 14. Útförinni verður streymt. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat apríl 1931; Ásta, f. 26. febrúar 1932, d. 25. júlí 1992; Svala, f. 6. apríl 1937, d. 26. október 2018. Eftirlifandi bróðir Ólafs er Hörður, f. 13. apríl 1936. Ólafur ólst upp á Siglufirði sem barn en fluttist til Reykjavíkur í nám þar sem hann lærði pípulagnir og náði hann sér í meistararéttindi í þeirri grein. Að námi loknu flutti hann aftur til Siglufjarðar þar sem hann Ég trúi ekki að það sé komið að kveðjustund, elsku pabbi og það verði ekki fleiri stundir með þér. Held að maður sé aldrei tilbúinn að sleppa takinu þótt maður sé orðinn fullorðinn. Ég hefði ekki getað beðið um betri föður en þig elsku pabbi. Þú gerðir allt fyrir mig, sama hvað það var, þú varst alltaf til í að hjálpa mér við allt saman. Við vorum mjög náin alla tíð en það byrjaði strax við nokkurra mán- aða aldur þegar ég var erfið við að sofna. Þá tókst þú mig í fangið og ég sat hjá þér og við horfðum á bíómyndir saman, það varð svona okkar stund. Við horfðum saman á bíómyndir alla tíð og þá aðallega hryllingsmyndir sem okkur fannst skemmtilegast að horfa á. Seinna kynntir þú mig fyrir sjóstönginni sem varð okkar sport og stunduðum við það í um 14 ár saman. Þú varst lengur en ég í sportinu, stóðst þig alltaf einstaklega vel og varst í því út af félagsskapnum og ánægjunni sem það veitti þér. Við eignuð- umst marga vini þarna þar sem við ferðuðumst um landið vítt og breitt til að veiða. Þegar ég svo eignaðist Sig- rúnu Söru og þú fékkst titilinn afi þá held ég að þú hafir aldrei verið stoltari því þú ljómaðir í hvert skipti sem þú sást hana og gerðir allt sem hún bað þig um. Þú snerist í kringum litlu prins- essuna. Svo þegar þú greinist með krabbameinið, þá veit ég að þú hefðir aldrei farið í þessa að- gerð, geisla og allar lyfjameð- ferðir ef hún Sigrún hefði ekki verið komin í heiminn, því þú lifð- ir fyrir barnabörnin þín. Svo bættist nafni þinn við hann Ólaf- ur Þór og hann var engin und- artekning. Hann sogaðist að þér eins og systir hans og áfram snerist þú í kringum þau og gerðir allt fyrir þau. Þú átt örugglega eftir að halda áfram að hrekkja og bregða okk- ur eins og þér var einum lagið enda sagðir þú alltaf að þú mynd- ir halda því áfram eftir að þú værir farinn. Þótt við vissum í hvað stefndi vonaðist maður allt- af eftir lengri tíma með þér en ég er samt svo þakklát fyrir tímann okkar saman og að ég gat verið hjá þér þegar þú sofnaðir svefn- inum langa og fórst yfir í sum- arlandið. Ég elska þig pabbi minn og þín verður sárt saknað. Svala Júlía Ólafsdóttir. Ég kynntist Óla á unga aldri þegar hann og Sigrún systir fóru að slá sér saman. Óli reyndist mér alltaf vel og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa manni. Óli var ekki bara hjálpsamur heldur var hann einnig einstaklega barn- góður. Það sýndi hann í verki þegar við Jakob eignuðumst börnin okkar, hann var alltaf til staðar og mikill vinur þeirra. Ekki má gleyma að nefna ómetanlega aðstoð hans í bakarí- inu en þar greip hann í ýmis verk þótt þau hafi ekki endilega verið í hans sérgrein. Hann mætti 2-3 tímum fyrir sinn vinnutíma í bak- aríið og byrjaði oftar en ekki daginn á því að aðstoða okkur Jakob við að skera brauð, taka til sendingar eða sinna þeim verk- um sem þurfti þann morguninn. Óli var alltaf glaður og hafði gaman af því að hrekkja fólk og gerði það óspart í bakaríinu. Hann var oftar en ekki með alls kyns fígúrur á sér, hvort sem það voru gervimýs, rottur eða ein- hvers konar skordýr sem hann kom fyrir á ýmsum stöðum til að gera starfsfólki bilt við. Þó svo að Sigrún systir og Óli hafi slitið samvistir hélst Óli allt- af innan fjölskyldunnar. Það eitt og sér segir meira en nokkur orð um manngerð hans. Óli eyddi flestum áramótum með okkur fjölskyldunni og er það okkur sérstaklega minnisstætt því hann hafði svo gaman af flugeld- um. Hann mætti til veislu með ógurlegt magn flugelda meðferð- is og var fyrstur út þegar byrja átti að skjóta upp, rétt fyrir mið- nætti. Ég gæti setið og skrifað ótal minningar um Óla, einstakan karakter sem sárt verður sakn- að. Elsku Óli, takk fyrir dýrmæt- an vinskap og alla hjálpina í gegnum tíðina. Elsku Svala, Gunni, Sigrún og Óli, við samhryggjumst ykkur innilega. Óli skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni en jafn- framt yndislegar minningar sem hægt er að ylja sér við. Elín og Jakob. Í dag kveðjum við „ÓB“ eins og við kölluðum hann svo oft. Hann laut að lokum í lægra haldi fyrir krabbameininu sem hann var búinn að berjast við af miklu æðruleysi eins og honum einum var lagið. Þegar Óli þurfti að koma suður í geisla og við hittum á hann þá upplifði maður aldrei að hann væri veikur. Þegar mað- ur spurði hann hvernig hann hefði það var svarið alltaf „ég er bara góður“. Óli var einstaklega góður mað- ur með mikið jafnaðargeð. Hann hafði dálæti á lestri og bíómynd- um, þá einna helst hrollvekjum. Hann hafði gaman af sjóstöng og stundaði það sport af krafti í mörg ár með Svölu frænku. Óli gat verið alveg einstaklega hrekkjóttur, maður vissi aldrei hverju maður átti von á þegar hann var nærri. Óli var barngóð- ur með eindæmum og þegar hann varð afi þá var hann kom- inn með hlutverk sem hann naut sín hvað best í. Hann sá ekki sól- ina fyrir litlu gullmolunum sín- um. Samverustundir með Óla um áramót eru ofarlega í huga okkar en þá var sérstaklega gaman að vera í kringum hann þar sem hann elskaði flugelda og sprengdi alltaf mjög mikið upp. Elsku Óli, þín verður sárt saknað. Hvíl í friði kæri vinur. Elsku Svala, Gunni, Sigrún Sara og Ólafur Þór, við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Lýdía, Stefanía (Steffý) og Þórdís. Okkur í Sjóstangafélagi Siglu- fjarðar langar að minnast fallins félaga, Ólafs Bjarnasonar. Óli gekk í félagið upp úr aldamótum og var það eftirminnilegt að þau feðgin, Óli og Svala, gengu sam- hliða í félagið og unnu bæði ný- liðaverðlaun hvort í sínum flokknum. Voru þau nokkuð dug- leg að keppa og fóru m.a. á öll mót um nokkurra ára skeið með góðum árangri. Óli kom í stjórn SjóSigl fljótlega og var í stjórn félagsins í um áratug. Hann hætti að veiða 2016 vegna heilsu- brests en hafði alltaf geysilegan áhuga á sjóstönginni og fylgdist með okkur og vorum við í góðum samskiptum allt til enda. Óli var vel liðinn og skemmtilegur kepp- andi og vildi nánast allt fyrir aðra gera. Við í félaginu vottum fjöl- skyldu Óla samúð og þökkum fyrir árin. Stöfuð segl í geislum glitra, gamnar liði bylgjuraust; er sem stýri leiki laust. Brenneyjar í tíbrá titra. Tjaldur siglu leggst við naust. (Guðmundur Friðjónsson) Fyrir hönd SjóSigl, Þiðrik Unason, formaður. Ólafur Bjarnason ✝ Lilja K. Bene- diktsdóttir fæddist 30. nóv- ember 1933. Hún lést 17. mars 2022. Foreldrar hennar voru Benedikt Jó- hannsson og Mar- grét Unnur Jón- asdóttir. Systur hennar voru Hall- dóra Jóhanna og Svava. Hún hóf sambúð með Árna Þorsteinssyni og áttu þau fimm börn, Jóhann, Ásu, Halldóru, Elín- borgu og Unnstein. Barnabörnin eru sex og barnabarna- börnin fimm. Útförin fer fram frá Skeggjastaða- kirkju í dag, 26. mars 2022, kl. 14. Við vorum svo lánsöm að fá að dvelja hjá ömmu og afa á Bakkafirði á sumrin þegar við vorum yngri. Amma var alltaf þolinmóð við okkur, góð og hlý. Hógvær, tranaði sér ekki fram, en óskaplega bros- og hlátur- mild. Það var gaman að ferðast með ömmu, hún tók vel eftir og tók mikið af myndum. Hún var búin að ferðast um allt Ísland með fjölskyldunni, oft með felli- hýsið í eftirdragi. Hún kunni vel við þann ferðamáta. Á ferðalög- um vildi hún ekki eyða miklum tíma í að sitja og slaka á. Hún vildi vera á ferðinni, nýta tím- ann og sjá sig um. Hún hafði sérstaklega gaman af því að skoða kirkjur og hefur án efa farið inn í flestar kirkjur lands- ins. Amma kunni ótrúlega mörg örnefni, enda bæði athugul og minnug. Hún hefði eflaust blómstrað í námi, hefði hún haft tækifæri til þess. Þegar hún var komin á átt- ræðisaldur fór hún í sína fyrstu utanlandsferð, þær urðu svo nokkrar á næstu árum. Það var gaman að fá að sjá önnur lönd með hennar augum, og hún var sérstaklega hrifin af skrautleg- um minjagripum. En henni fannst alltaf gott að koma heim, sjá fjallið sitt, Gunnólfsvíkur- fjall, og hlusta á kríuna, sem mátti aldrei hallmæla. Blessuð krían. Það er ein sterkasta og besta æskuminning okkar að liggja á dýnu og bedda við rúmið hennar ömmu, hlusta á tifið í vekjara- klukkunni hans afa, lesa Fjöru- lalla og Hönnu Maríu með lykt- ina af jurtakreminu, sem amma bar alltaf á sig fyrir svefninn, í nösunum. Við áttum bestu ömm- una og við munum sakna hennar og minnast með þakklæti og kærleika. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Unnur Margrét og Árni Leó. Elsku amma mín hefur nú kvatt þennan heim og mikið rosalega sakna ég hennar strax. Ég var svo heppin að fá að eyða sumrunum með ömmu og afa á Bakkafirði og þess vegna höfum við amma alltaf verið svo nánar, þótt fjarlægðin hafi verið mikil. Amma var alltaf svo góð og þol- inmóð, hún bað ekki um neitt en vildi gera allt fyrir aðra. Hún vildi ekki láta mikið fyrir sér fara og það mátti alls ekki hafa neitt fyrir henni þótt í seinni tíð hafi ég oft sagt við hana að hún væri alveg búin að vinna sér það inn. Amma var bara af þessari kynslóð, hún vildi hugsa um aðra og það gerði hún vel. Amma hafði t.d. stanslausar áhyggjur af því að ég drykki ekki mjólk og jafnvel þótt ég væri orðin fullorðin reyndi hún enn að gefa mér mjólk og lét yf- irleitt eins og hún kæmi af fjöll- um þegar ég sagðist ekki drekka mjólk. Amma sagði líka að ég ætti alltaf að fá mér hafra- graut á morgnana því ég fyndi svo oft til í maganum og þegar ég hef tíma til þess að fá mér hafragraut á morgnana hugsa ég alltaf að ég sé að gera það fyrir ömmu. Amma sagði alltaf að hún væri svo rík og átti þá við börnin sín og barnabörnin og nú í seinni tíð barnabarnabörn- in. Hún bað aldrei um annað en myndir af börnunum í jólagjöf en var samt skemmtilega kröfu- hörð þegar kom að myndum því myndirnar þurftu að vera góðar. Ég er nafna hennar ömmu en samt kallaði hún mig aldrei ann- að en Björkina sína og þótt ég hafi aldrei verið hrifin af Bjark- arnafninu verð ég alltaf Björkin hennar ömmu. Elsku amma mín, lífið verður ekki eins án þín en ég mun passa upp á að segja stelpunum mínum margar sögur af lang- ömmu á Bakkafirði. Þín eilífðarömmustelpa, Lilja Björk. Lilja K. Benediktsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GARÐAR KARLSSON, Mánabraut 15, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn þriðjudaginn 29. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshöfn, kt. 680312-0950, reikn. 0152-15-200073. Sigurður Garðarsson Erla Gunnarsdóttir Þorsteinn Garðarsson Birna Guðjónsdóttir Emma Katrín Garðarsdóttir Hermann G. Jónsson Ásdís Garðarsdóttir Sigríður Garðarsdóttir Jóhannes G. Brynleifsson Kristinn Karl Garðarsson Þóra Skúladóttir og afkomendur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSAMUNDA KRISTJÁNSDÓTTIR, Rósa, Roðasölum 4, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 19. mars. Útför verður frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 31. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, kt. 590406-0740, reikn. 0130-26-410420. Stefán Arndal Kristín Gunnarsdóttir Pétur Júlíus Halldórsson Auður S. Arndal Vignir Örn Guðnason Elísabet S. Arndal Hafþór Þórarinsson Hlíf S. Arndal Jón Sigurðsson Sigrún G. Arndal Sveinn Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, rithöfundur og alþingismaður, Túngötu 43, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 23. mars. Útför hennar verður auglýst síðar. Hörður Hauksson María Guðfinnsdóttir Þorvaldur Sverrisson Aðalheiður Ámundadóttir Helga Sverrisdóttir Bjarni Ármannsson Halla Sverrisdóttir Egill Axelsson barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HANNESDÓTTIR handavinnukennari, lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 13. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg R. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.