Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
EM U21 árs karla
D-riðill:
Portúgal – Ísland...................................... 1:1
Grikkland – Liechtenstein....................... 4:0
Staðan:
Grikkland 7 5 2 0 15:1 17
Portúgal 6 5 1 0 21:1 16
Ísland 6 2 2 2 7:5 8
Kýpur 5 2 1 2 12:7 7
Hvíta-Rússland 6 2 0 4 11:7 6
Liechtenstein 8 0 0 8 0:45 0
Lengjubikar karla
Úrslitaleikur:
Víkingur R. – FH...................................... 1:2
Lengjubikar kvenna
Undanúrslit:
Breiðablik – Afturelding.......................... 3:0
_ Breiðablik mætir Val eða Stjörnunni í úr-
slitaleik 1. apríl.
Undankeppni HM karla
Suður-Ameríka:
Brasilía – Síle ............................................ 4:0
Kólumbía – Bólivía ................................... 3:0
Paragvæ – Ekvador ................................. 3:1
Úrúgvæ – Perú ......................................... 1:0
_ Brasilía 42, Argentína 35, Ekvador 25 og
Úrúgvæ 25 eru komin á HM í Katar.
_ Perú 21, Kólumbía 20 og Síle 19 berjast
um sæti í umspili í lokaumferðinni.
Norður- og Mið-Ameríka, úrslitariðill:
Kostaríka – Kanada ................................. 1:0
Mexíkó – Bandaríkin................................ 0:0
Panama – Hondúras................................. 1:1
_ Kanada 25, Bandaríkin 22, Mexíkó 22,
Kostaríka 19, Panama 18, El Salvador 10,
Jamaíka 8, Hondúras 4.
_ Ekkert lið er öruggt á HM þegar tvær
umferðir eru eftir. Þrjú efstu fara á HM í
Katar og fjórða lið mætir sigurvegara
Eyjaálfu í umspili.
Afríka, fyrri úrslitaleikir um HM-sæti:
Lýðveldið Kongó – Marokkó................... 1:1
Kamerún – Alsír ....................................... 0:1
Malí – Túnis .............................................. 0:1
Egyptaland – Senegal.............................. 1:0
Gana – Nígería.......................................... 0:0
Vináttulandsleikir karla
Lettland – Kúveit ..................................... 1:1
Liechtenstein – Grænhöfðaeyjar............ 0:6
Noregur – Slóvakía .................................. 2:0
Malta – Aserbaídsjan............................... 1:0
Rúmenía – Grikkland............................... 0:1
Lúxemborg – Norður-Írland .................. 1:3
Andorra – St.Kitts og Nevis.................... 1:0
Bosnía – Georgía ...................................... 0:1
San Marínó – Litháen .............................. 1:2
Frakkland – Fílabeinsströndin............... 2:1
Danmörk
Köge – Bröndby....................................... 3:2
- Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn
með Bröndby.
50$99(/:+0$
Subway-deild karla
Grindavík – ÍR ...................................... 89:86
Njarðvík – Stjarnan ............................. 91:83
Staðan:
Þór Þ. 20 16 4 1967:1763 32
Njarðvík 20 15 5 1923:1719 30
Keflavík 20 13 7 1793:1721 26
Valur 20 12 8 1676:1602 24
Tindastóll 20 12 8 1767:1762 24
Stjarnan 20 11 9 1785:1736 22
Grindavík 20 11 9 1710:1706 22
Breiðablik 20 9 11 2145:2123 18
KR 20 9 11 1828:1855 18
ÍR 20 7 13 1757:1761 14
Vestri 20 4 16 1627:1825 8
Þór Ak. 20 1 19 1559:1964 2
1. deild karla
Sindri – Skallagrímur ........................ 106:93
Selfoss – Álftanes ............................... 107:85
Haukar – Höttur................................... 86:82
Fjölnir – ÍA ......................................... 107:90
Lokastaðan:
Haukar 27 25 2 2768:2130 50
Höttur 27 22 5 2727:2252 44
Sindri 27 18 9 2604:2338 36
Álftanes 27 16 11 2566:2344 32
Fjölnir 27 15 12 2545:2587 30
Selfoss 27 12 15 2378:2436 24
Skallagrímur 27 11 16 2308:2449 22
Hrunamenn 27 11 16 2404:2635 22
Hamar 27 4 23 2121:2598 8
ÍA 27 1 26 2042:2694 2
_ Haukar leika í úrvalsdeild 2022-23.
_ Höttur mætir Fjölni og Sindri mætir
Álftanesi í undanúrslitum umspils um eitt
sæti í úrvalsdeild.
1. deild kvenna
Undanúrslit, annar leikur:
KR – ÍR ................................................. 76:84
_ Staðan er 2:0 fyrir ÍR.
Hamar/Þór – Ármann.......................... 54:75
_ Staðan er 1:1.
NBA-deildin
Toronto – Cleveland......................... 117:104
Memphis – Indiana........................... 133:103
Milwaukee – Washington ................ 114:102
New Orleans – Chicago.................... 126:109
Denver – Phoenix ............................. 130:140
_ Phoenix, Memphis og Miami eru komin í
úrslitakeppnina.
57+36!)49,
FH er deildabikarmeistari karla í
fótbolta árið 2022 eftir 2:1-sigur á
Víkingi úr Reykjavík á Víkingsvelli
en sigurmarkið kom á síðustu sek-
úndunni.
Eftir jafnan fyrri hálfleik var
staðan 1:0, Víkingi í vil en Helgi
Guðjónsson skoraði eina mark fyrri
hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Erlingi
Agnarssyni. Helgi mætti þá sem
réttur maður á réttum stað og klár-
aði vel af stuttu færi.
Nikolaj Hansen fékk besta færi
Víkinga til að bæta við öðru markinu
en hann setti boltann rétt fram hjá
úr nánast alveg eins færi og Helgi
skoraði úr, aftur eftir sendingu frá
Erlingi. FH fékk líka sín færi í fyrri
hálfleiknum en tókst ekki að nýta
þau sem skyldi.
Hafnfirðingar byrjuðu af krafti í
seinni hálfleik og það tók þá einungis
sex mínútur að jafna metin. Það
gerði Matthías Vilhjálmsson þegar
hann skallaði í netið af stuttu færi
eftir flotta fyrirgjöf frá Guðmundi
Kristjánssyni. Það stefndi allt í að
úrslitin myndu ráðast í vítakeppni
en Ástbjörn Þórðarson skoraði sig-
urmark FH á síðustu sekúndunni
þegar hann mætti á fjær og skoraði
fram hjá Þórði Ingasyni eftir send-
ingu frá Ólafi Guðmundssyni og þar
við sat. johanningi@mbl.is
Sigurmark á
lokasekúndunum
- FH er deildabikarmeistari 2022
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Meistarar Hafnfirðingar fagna deildarbikarmeistaratitlinum í leikslok.
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gær í gegnum
niðurskurðinn á Joburg Ladies Open-golfmótinu í Jóhannesarborg í Suð-
ur-Afríku en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún lék á einu höggi
yfir pari í gær, 74 höggum, en hafði leikið fyrsta hringinn í fyrradag á 77
höggum. Hún er samtals á fimm höggum yfir pari vallarins og er í 48.-59.
sæti af 132 keppendum sem hófu leik en 71 kona komst áfram. Guðrún leik-
ur því tvo seinni hringina í dag og á morgun.
Guðrún áfram um helgina
Breiðablik leikur til úrslita um
deildabikar kvenna í knattspyrnu,
Lengjubikarinn, eftir þægilegan
3:0-sigur gegn Aftureldingu í und-
anúrslitum keppninar á Kópavogs-
velli í Kópavogi í gær. Helena Ósk
Hálfdánardóttir og Karen María
Sigurgeirsdóttir skoruðu mörk
Breiðabliks í leiknum og þá varð
Afturelding fyrir því óláni að
skora sjálfsmark. Breiðablik mæt-
ir annaðhvort Val eða Stjörnunni í
úrslitaleik hinn 1. apríl en Valur
og Stjarnan mætast á á Hlíð-
arenda í dag í hinu undan-
úrslitaeinvíginu.
Breiðablik leikur
til úrslita
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Sókn Blikinn Hildur Antonsdóttir
sækir að Aftureldingu í gær.
Brynjólfur Willumsson skoraði
mark íslenska U21-árs landsliðs
karla í knattspyrnu þegar liðið
gerði jafntefli gegn Portúgal í 4.
riðli undankeppni EM 2023 í Por-
timao í Portúgal í gær.
Leiknum lauk með 1:1-jafntefli
en Brynjólfur kom íslenska liðinu
yfir strax á 17. mínútu.
Valgeir Lundal átti þá frábæran
sprett þar sem hann fór fram hjá
hverjum Portúgalanum á fætur
öðrum. Bakvörðurinn prjónaði sig
inn í vítateig portúgalska liðsins og
átti fast skot með vinstri fæti sem
Celton Biai í marki Portúgals varði.
Frákastið datt fyrir Brynjólf sem
skoraði af stuttu færi úr teignum í
tómt markið. Goncalo Ramos jafn-
aði hins vegar metin fyrir Portúgal
á 33. mínútu með laglegu ein-
staklingsframtaki en hann fór illa
með varnarmenn íslenska liðsins
áður en hann stýrði boltanum í net-
ið úr teignum og þar við sat.
Íslenska liðið er með 8 stig í
þriðja sæti riðilsins eftir 6 leiki, 9
stigum minna en topplið Grikk-
lands og 7 stigum minna en Portú-
gal sem er í öðru sætinu.
AFP
Fyrirliði Brynjólfur Willumsson, til vinstri, skoraði mark Íslands í gær.
Jafnt hjá Íslandi og
Portúgal í Portimao
Mario Matasovic fór mikinn fyrir
Njarðvík þegar liðið vann 91:83-
sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik, Subway-
deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarð-
vík í 20. umferð deildarinnar í
kvöld en Matasovic skoraði 25 stig
og tók tíu fráköst. Njarðvíkingar
eru áfram með í baráttunni um
deildarmeistaratitilinn en liðið er í
öðru sæti deildarinnar með 30 stig,
tveimur stigum minna en Þór frá
Þorlákshöfn. Njarðvík mætir ÍR á
útivelli og Keflavík á heimavelli í
lokaleikjum sínum og þarf að vinna
báða leikina, og treysta á að Þór
tapi gegn annaðhvort Tindastól eða
Grindavík, til þess að tryggja sér
deildarmeistaratitilinn. Stjarnan er
sjötta sætinu með 22 stig, líkt og
Grindavík, og í harðri baráttu um
heimavallarréttinn í úrslitakeppn-
inni en liðið mætir Vestra á heima-
velli og Breiðabliki á útivelli í loka-
leikjunum.
_ Þá reyndist Elbert Matthews
hetja Grindavíkur þegar liðið vann
nauman sigur gegn ÍR í HS Orku-
höllinni í Grindavík en Leiknum
lauk með þriggja stiga sigri
Grindavíkur, 89:86.
Matthews tryggði Grindvík-
ingum sigur með þriggja stiga
körfu á lokasekúndum leiksins en
hann var stigahæstur Grindvíkinga
með 35 stig. Grindavík er áfram í
sjöunda sæti deildarinnar með 22
stig og öruggt með sæti í úr-
slitakeppninni þar sem liðið er með
betri innbyrðisviðureign á bæði
Breiðablik og KR. ÍR-ingar eru í tí-
unda sætinu með 14 stig, fjórum
stigum minna en Breiðablik og KR,
og hafa að litlu að keppa en takist
liðinu að vinna lokaleiki sína gegn
Njarðvík og Vestra, og Breiðablik
og KR tapa sínum leikjum, fer ÍR í
úrslitakeppnina.
Njarðvík áfram
með í baráttunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvenna Mario Matasovic átti stór-
leik fyrir Njarðvíkinga í gær.
_ Ítalska karlalandsliðið og ítalska
knattspyrnusambandið hafa fengið á
sig mikla gagnrýni eftir ósigur gegn
Norður-Makedóníu á heimavelli, 0:1, í
umspilinu fyrir heimsmeistaramótið í
Katar í fyrrakvöld. Ítalir sem urðu Evr-
ópumeistarar í sumar missa þar með
af öðru heimsmeistaramótinu í röð en
þeir voru heldur ekki með á HM í Rúss-
landi 2018. Í kjölfar þess voru þeir
ósigrandi í 36 landsleikjum í röð.
Aleksandar Trajkovski skoraði sig-
urmark Norður-Makedóníumanna í
uppbótartíma leiksins og þeir mæta
nú Portúgal í úr-
slitaleik um HM-
sæti á þriðjudags-
kvöldið.
_ Sóknarmenn-
irnir Albert Guð-
mundsson og
Andri Lucas Guð-
johnsen verða
ekki með íslenska karlalandsliðinu
þegar það mætir Finnlandi í vin-
áttulandsleik í Murcia á Spáni í dag.
Þeir eru báðir í hópnum sem hefur bú-
ið sig undir leiki gegn Finnum og
Spánverjum síðustu daga en Albert er
veikur og Andri hefur glímt við meiðsli
sem verða þess valdandi að hann
missir af þessum leik. Arnar Þór Við-
arsson landsliðsþjálfari sagði á frétta-
mannafundi í gær að aðrir í hópnum
væru heilir og tilbúnir í leikinn í dag.
_ Sænska knattspyrnufélagið Örebro
staðfesti í gær komu varnarmannsins
Axels Óskar Andréssonar frá Riga í
Lettlandi. Axel skrifaði undir þriggja
ára samning við Svíana en rætt var ít-
arlega við hann um félagaskiptin í
blaðinu í gær.
_ Skíðamót Íslands gat ekki hafist í
Ólafsfirði í gær eins og til stóð en
keppni í sprettgöngu karla og kvenna
var frestað til mánudags vegna veð-
urs. Dagskrá helgarinnar er annars
óbreytt en mótið hefst þá á svigkeppni
karla og kvenna á Dalvík klukkan tíu í
dag. Mótið stendur yfir á mánudag en
auk sprettgöngunnar verður þá keppt í
fleiri göngugreinum
og í samhliðasvigi.
_ Haukur Heiðar
Hauksson, knatt-
spyrnumaður frá
Akureyri, hefur lagt
skóna á hilluna, þrí-
tugur að aldri, eftir
þrálát meiðsli und-
anfarin ár. Hann kom heim úr atvinnu-
mennsku í Svíþjóð í árslok 2018 og
hefur spilað með uppeldisfélaginu KA
frá þeim tíma. Haukur varð sænskur
meistari með AIK 2018 og áður Ís-
lands- og bikarmeistari með KR-ingum
þegar hann lék með þeim á árunum
2012 til 2014. Hann var í landsliðshópi
Íslands í lokakeppni EM í Frakklandi
árið 2016 og lék sjö A-landsleiki á ferl-
Eitt
ogannað