Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ákjósanlegt væri að flytja ferskan eldislax beint á markaði erlendis í gegnum flugvöllinn á Egilsstöðum. Þetta segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum. Hann var gestur í hlaðvarpi Dag- mála fyrir skemmstu þar sem farið var yfir stöðu atvinnumála í Fjarða- byggð. „Við höfum verið að skoða það með Austurbrú hvernig við getum búið völlinn þannig úr garði að hann geti tekið við fraktvélum. Til þess að við getum flogið beint með laxinn ferskan annaðhvort til Asíu eða beint inn á austurströnd eða vesturströnd Bandaríkjanna,“ segir Jens Garðar. Hann viðurkennir að í fyrstu hafi hann talið það einfalt úrlausnarefni að koma fiski um borð í fraktvélar á vellinum en að málið sé mun flóknara en svo. Aðeins tveir aðilar vottaðir „Það eru aðeins tveir aðilar sem eru vottaðir til þess að meðhöndla flugfrakt á Íslandi og í öðru lagi þá þarftu ákveðið vöruhús þar sem vör- urnar fara í gegnum ákveðna skanna sem þarf að kaupa,“ segir hann og fjárfesting í slíkum búnaði hlaupi á 300 til 400 milljónum króna. Þá segir hann að einnig væri ákjósanlegt ef flugbrautin á Egilsstaðaflugvelli yrði lengd um 400 metra en í dag er hún 2.000 metrar að lengd. Til sam- anburðar má nefna að flugbrautir á Keflavík eru allt að ríflega 3.000 metrar á lengd. Gætu byrjað að flytja strax Spurður út í það hvenær það gæti orðið arðbært fyrir fiskeldisfyrir- tækin á Austurlandi, sem nú eru í sameiningarferli, að hefja flutning á ferskum afurðum í gegnum flugvöll- inn fyrir austan segir Jens Garðar að hráefnið sé nú þegar til staðar. „Við erum nú þegar að fljúga fiski í gegnum Keflavík. Við værum þá ekki að aka með hann suður. Ef sam- göngur styrkjast á svæðinu þá myndi það opna enn frekar á það að taka þetta í gegnum Egilsstaði,“ seg- ir hann en bætir við. „Þetta er hins vegar ákvörðun Isavia og stjórn- valda og þingmanna kjördæmisins sem þarf að leggja lóð á vogarskál- arnar til þess að þetta klárist allt saman.“ Morgunblaðið leitaði til Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, fram- kvæmdastjóra Isavia innanlands- flugvalla, og grennslaðist fyrir um hvaða uppbygging væri á teikniborð- inu á flugvellinum á Egilsstöðum. Eiganda eða þjónustunotanda að fjármagna uppbygginguna „Á Egilsstaðaflugvelli hefur verið ráðist í þá framkvæmd að endurnýja yfirlagsmalbik á núverandi flug- braut og akbrautum. Hvað varðar fraktflug þá hafa ekki átt sér stað viðræður en það er ekkert í raun því til fyrirstöðu að nýta Egilsstaðaflug- völl sem fraktflugvöll nú þegar ef hentug vél er fengin í verkið. Hvað varðar mögulegar framkvæmdir á vellinum vegna innviða eða aðstöðu fyrir hugsanlegt fraktflug þá er það eigandans, þ.e. íslenska ríkisins, eða mögulega þjónustunotanda að svara til um slíkt og þá fjármögnun þess. Við hjá Isavia gerðum hins vegar ár- ið 2020 ítarlega valkostagreiningu fyrir völlinn og þar er m.a. farið yfir kosti samsíða akbrautar á Egils- staðaflugvelli til að auka afkastagetu vallarins,“ segir Sigrún Björk í skrif- legu svari til blaðsins. Fjórir alþjóðaflugvellir Á Íslandi eru fjórir skilgreindir al- þjóðaflugvellir. Auk Keflavíkurflug- vallar eru það Egilsstaðaflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Reykjavík- urflugvöllur. Eru þeir allir vottaðir samkvæmt reglugerð 75/2016. Vilja flytja laxinn ferskan beint í gegnum flugvöllinn fyrir austan Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugstöðin Egilsstaðaflugvöllur er ein 2.000 metra löng flugbraut en heppilegt væri að lengja hana um 400 m. - Kallar á uppbyggingu á flugvellinum - Gæti aukið líkur á farþegaflutningum til og frá landinu Jens Garðar Helgason Sigrún Björk Jakobsdóttir Egilsstaðaflugvöllur » Er einn af fjórum millilanda- flugvöllum á Íslandi og opinn allan sólarhringinn. » Stendur á Egilsstaðanesi á bakka Lagarfljóts. » Flugstöðin var upphaflega reist á árunum 1963-1968. » Endurbyggð og stækkuð á árunum 1987-1999. 22 FRÉTTIR Viðskipti | Athafnalíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 26. mars 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.62 Sterlingspund 169.53 Kanadadalur 102.27 Dönsk króna 18.979 Norsk króna 14.875 Sænsk króna 13.635 Svissn. franki 138.09 Japanskt jen 1.056 SDR 177.21 Evra 141.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.3093 Auður, fjármálaþjónusta Kviku, fagnaði nýlega þriggja ára starfs- afmæli sínu. Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir Auði hjá Kviku, segir í samtali við Morgunblaðið að viðskiptavinir Auðar séu í dag um 15 þúsund og að staða innlána sé um 30 milljarðar króna. „Viðtökurnar hafa verið góðar og vöxtur innlána hefur aukist jafnt og þétt á þeim tíma sem liðinn er frá því að við hófum að veita þessa þjónustu,“ segir Hilmar Freyr. Hann segir jafnframt að tilkoma Auðar hafi haft talsvert áhrif á þau kjör sem fólki býðst á innlánin sín hjá öðrum bönkum, það er að þau vaxtakjör hafa hartnær tvöfaldast frá því að Auður mætti á sjónarsvið- ið. „Fjármálakerfið á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið þungt í vöfum en grundvöllur Auðar og þeirra kjara sem þjónustan býður við- skiptavinum byggist á því að það er lítil yfirbygging, segir Hilmar Freyr. Spurður hvort vaxtalækkanir Seðlabankans við upphaf Covid-- faraldursins hafi haft áhrif á stöðu innlána segir hann það ekki vera. „Sú óvissa sem skapaðist í kjölfar faraldursins varð frekar til þess að fólk færði sig yfir í áhættuminni fjár- málaafurðir, eins og innlán hjá Auði. Svo vaxtalækkanirnar urðu ekki til þess að einstaklingar tækju sparnað- inn sinn út, þvert á móti,“ segir hann. Frá því að Auður hóf að bjóða inn- lánsreikninga hefur þjónusta hennar víkkað út og nú er boðið upp á fleiri og fjölbreyttari innlánsreikninga, þar á meðal bundna reikninga og græna framtíðarreikninga. „Við erum með ýmsa hluti á teikni- borðinu,“ segir Hilmar Freyr að- spurður hvort til standi að víkka þjónustuna enn frekar út. Fjármál Hilmar Kristinsson, verk- efnastjóri yfir Auði hjá Kviku banka. Um 30 milljarðar í innlánum hjá Auði - Stefna á aukið vöruframboð á næstu misserum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.