Fréttablaðið - 23.04.2022, Page 8
Rannsóknarhópur á vegum
Háskóla Íslands og Land-
spítala hefur rannsakað áhrif
umhverfis, lífsstíls, svefns og
heilsu á öndunarfæri þjóðar-
innar í yfir þrjátíu ár. Nú hefst
nýr áfangi rannsóknarinnar.
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Markmið þessar-
ar rannsóknar er að finna þætti sem
gera okkur áhættumat auðveldara
þannig að það megi meðhöndla
áhættu áður en hún er orðin að
sjúkdómi,“ segir Þórarinn Gíslason,
prófessor við Háskóla Íslands og
fyrrverandi yfirlæknir lungna- og
svefndeildar Landspítala.
Þórarinn fer ásamt Bryndísi Bene-
diktsdóttur, prófessor og heimilis-
lækni, fyrir rannsóknarhópi fyrir
hönd HÍ og Landspítala sem hefur
rannsakað áhrif umhverfis, lífs-
stíls, svefns og heilsu á öndunarfæri
þjóðarinnar í yfir þrjátíu ár.
Rannsóknin heitir Evrópurann-
sóknin Lungu og heilsa (ECRHS)
og að henni kemur stór hópur vís-
indamanna víða um Evrópu og í
Ástralíu. Rannsóknin hófst árið
1990 meðal fólks sem þá var á aldr-
inum 20-44 ára, meðal annars sem
viðbragð við fjölgun astmatilfella
í heiminum, en vísbendingar voru
um að umhverfisþættir ættu þar
hlut að máli. Þátttakendur eru tugir
þúsunda karla og kvenna.
Þórarinn segir styrkinn í rann-
sókn eins og Lungu og heilsu felast
í því að með endurteknum rann-
sóknum sé hægt að greina orsaka-
sambönd og draga áreiðanlegri
niðurstöður, frekar en í rannsókn-
um sem framkvæmdar eru á einum
tímapunkti.
Unninn hefur verið fjöldi fræði-
greina úr niðurstöðum rannsókn-
arinnar. Segir Þórarinn þær meðal
annars sýna að ekki sé hægt að
draga ályktanir um hópa eins menn
freistuðust meira til að gera áður.
„Einstaklingsbreytileikinn er
meiri en áður var talið,“ segir Þór-
arinn. „Það er ekki lengur talað um
karla á þessum aldri eða konur á
þessum aldri, það er meiri munur á
milli hvers og eins,“ bætir hann við.
„Annað sem gerir rannsóknina
áhugaverða er að afkomendur þátt-
takenda hafa verið rannsakaðir á
sama hátt og upplýsingum um for-
eldra þeirra hefur verið safnað.
Þannig getum við séð hvernig lífs-
stíll og umhverfi foreldra hefur
áhrif á heilsu næstu kynslóða,“ segir
Þórarinn.
Niðurstöður hafa til dæmis leitt
í ljós að ef faðir reykir fyrir getnað
barns, einkum ef hann byrjaði
að reykja fyrir 15 ára aldur, eru
afkomendur hans mun líklegri til
að glíma við minnkaða lungnastarf-
semi, astma og ofnæmi. Þetta gildir
jafnvel þótt faðirinn hefði hætt að
reykja fimm árum fyrir getnað.
Einn af þeim þáttum sem íslenski
hópurinn hefur skoðað er svefn.
Þegar allir þátttakendur voru skim-
aðir fyrir kæfisvefni í þriðja fasa
rannsóknarinnar fyrir um tíu árum
kom í ljós að hann reyndist mun
algengari en áður var talið. Fimm-
tán prósent reyndust vera með með
kæfisvefn á meðal- eða háu stigi.
Þórarinn segir að nú sé stórt tæki-
færi í því að fylgja þátttakendum
eftir. Niðurstöðurnar verði verð-
mætar. „Þær gætu til dæmis hjálpað
okkur að draga ályktun um það
hvort að ástæða sé til þess að skima
fyrir kæfisvefni,“ segir hann.
„Í sannleika sagt eru ekki margir
aðrir staðir í heiminum sem ná að
fylgja svona rannsóknum þetta vel
eftir, Íslendingar eru áhugasamir að
leggja þessu lið og við fáum sérstak-
lega góða svörun,“ segir Þórarinn. n
Afkomendur þátttak-
enda hafa verið rann-
sakaðir á sama hátt og
upplýsingum um
foreldra þeirra hefur
verið safnað.
Þórarinn
Gíslason,
prófessor
Auglýsing
um framlagningu kjörskrár vegna
kosningar til kirkjuþings
Kosning til kirkjuþings fer fram frá kl. 12:00 hinn 12. maí 2022 til
kl. 12:00 hinn 17. maí s.á. Kosningin verður rafræn.
Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra
ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og
djákna og 17 leikmenn.
Kjörstjórn hefur, á grundvelli 9. gr. starfsreglna nr. 8/2021
um kjör til kirkjuþings, samþykkt kjörskrá vegna kosnin-
ganna. Á kjörskrá eru þeir sem uppfylltu skilyrði kosningarrét-
tar hinn 1. apríl 2022, sbr. 3.-6. gr. starfsreglnanna.
Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri kirkjan.is/kirk-
juþing/kjörskrá hvort nafn hans sé á kjörskrá. Við aðgang að
vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta, s.s. rafræn
skilríki eða Íslykill. Kjörskrá liggur enn fremur frammi á pappír,
kjósendum til sýnis, á Biskupsstofu og skrifstofum prófasta,
sbr. 4. og 5. mgr. 9. gr. starfsreglnanna.
Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar
en þremur sólarhringum áður en kosning hefst. Athugasemdir
skulu sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is
Reykjavík, 20. apríl 2022
f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
Anna M. Karlsdóttir, formaður.
Fríar forskoðanir
fyrir laseraðgerðir
út apríl
Tímapantanir 414 7000
/Augljos
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
• Kveikja eldmóð og sýna seiglu
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 20. júní 8.45-17.00 4 dagar í röð
10 til 12 ára 13. júní 9.00-13.00 átta virka dagar í röð
13 til 15 ára 13. júní 13.30-17.00 átta virka dagar í röð
16 til 19 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 30. maí 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
Komum sterk inn í sumarið
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_040722
Einstaklingsbreytileikinn
meiri en áður var talið
Að rannsókninni kemur stór hópur vísindamanna víða um Evrópu og í Ástralíu. Rannsóknin hófst árið 1990 meðal
fólks sem þá var á aldrinum 20-44 ára. Þátttakendur eru tugir þúsunda karla og kvenna. Fréttablaðið/Getty
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
8 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið