Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 12

Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 12
Gleymdu þér í góðum félagsskap! Á námskeið Endurmenntunar eru öll velkomin! Skoðaðu úrvalið á endurmenntun.is Eftir meira en tveggja mánaða bið var loks hægt að hífa flak flugvélarinnar TF-ABB upp úr Þingvallavatni. kristinnhaukur@frettabladid.is Flugslys Flak Cessna flugvélarinn- ar TF-ABB, sem fjórir menn fórust með í Þingvallavatni í febrúar, var híft upp úr Þingvallavatni í gær- kvöldi. Vegna íss var ekki hægt að hífa vélina upp fyrr. Mikill undir- búningur var fyrir aðgerðina sem gera þurfti varlega. Fyrst var rafeindabúnaður vélar- innar fjarlægður úr henni og hífður sérstaklega upp. Huga þurfti að því að hann myndi ekki þorna, rann- sóknarhagsmuna vegna. Það er Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem tekur við f lakinu og öllum gögnum úr því. Um klukkutíma seinna, um klukkan 20, var byrjað að hífa sjálft f lakið upp. En samkvæmt köfurum sem farið höfðu niður að því, virtist það vera nokkuð heillegt. Gerð var vettvangsrannsókn á flakinu á staðnum áður en það var flutt til Reykjavíkur í frekari skoðun Rannsóknarnefndarinnar. Ekki er vitað hversu langan tíma rann- sóknin mun taka. n TF-ABB hífð upp úr Þingvallavatni Aðgerðin var vandasamt verk sem krafðist mikils undir- búnings. Fréttablaðið/ Valli 12 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.