Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.04.2022, Qupperneq 22
Við Snorrabrautina er að finna Bruggstofuna, nýjan stað á gömlum grunni, þar sem ætlunin er að vera með ýmiss konar viðburði og er riðið á vaðið með vínylplötu­ markaði í dag í tilefni af alþjóðlega hljómplötuversl­ anadeginum. bjork@frettabladid.is Emmy Winks er umsjónar­ maður Bruggstofunnar en á þeim níu árum sem hún hefur búið á landinu hefur hún farið fyrir fjöl­ mörgum börum, nú síðast BrewDog og ætti því að kunna til verka. Aðspurð hvað hafi dregið hana til landsins stendur ekki á svari hjá Emmy: „Heitu pottarnir og hita­ veitan. Hvað get ég sagt? Ég er í fiskamerkinu og elska vatn,“ segir hún og hlær. Eftir að hafa búið í Hlíðunum um  árabil rann henni blóðið til skyldunnar þegar henni bauðst að taka þátt í uppbyggingu fjölskyldu­ væns staðar í hverfinu. „Þegar ég bjó í Hlíðunum var ekki einu sinni kaffihús þar, hvað þá bar, það var enginn staður í hverfinu fyrir fólk að sækja. Það er alveg hundleiðin­ legt.“ Barn- og hundavænn staður Emmy segir staðinn sérstaklega hugsaðan fyrir íbúa Norðurmýrar og Hlíða en bendir jafnframt á nálægðina við miðborgina og Sund­ höll Reykjavíkur, því sé tilvalið að líta við eftir sundsprett. „Staðurinn er bæði barn­ og hundavænn enda höfum við fengið töluvert af heim­ sóknum fólks á göngu með hundana sína,“ segir Emmy og bendir á að búið sé að koma upp bjórgarði við staðinn þar sem sólin skíni allan daginn á góðviðrisdögum. Það var fyrir fjórum vikum að staðnum Honkýtonk var breytt í Bruggstofuna. „Þetta er svona alls­ herjar hverfisstaður í dag,“ segir Emmy. „Við erum með gott kaffi innan um fallega hönnun. Hér verður  pop­up veitingastaður og erum við þessa stundina í samstarfi við ástralska fyrirtækið Arctic Pies sem framleiðir bragðmiklar bökur í bæði kjöt­ og vegan útgáfum." Íslendingar elska tónlist Í dag laugardag er alþjóðlegur hljómplötuverslanadagur, Record Store Day og segir Emmy þau hafa viljað fagna því. „Við erum með plötuspilara á barnum og elskum tónlist. Okkur langaði að bjóða fólki að taka þátt í vínylplötumark­ aði og verðum með á bilinu 10 til 15 bása. Fólk er að selja það sem gengur af í safni þeirra. Íslendingar elska tónlist.“ Emmy segir alla tegund tónlistar verða í boði á markaðnum. „Allt frá teknói að gamalli íslenskri tónlist.“ Talið berst að auknum vinsældum vínylplötunnar og nefnir Emmy að kærasti hennar sé í pönkhljóm­ sveit og tekið hafi sjö mánuði fyrir bandið að fá vínylplötu, úr fram­ leiðslu og til landsins. „Markað­ urinn er orðinn svo stór. Í tilefni plötuverslanadagsins er vanalega pressað nýtt upplag af klassískum plötum eins og til dæmis með Bítl­ unum en vegna anna var það ill­ mögulegt í ár.“ Pop-up brönsseðill Emmy segir hlustunarstöðvar verða á staðnum í dag og plötu­ snúður, en einnig sé í bígerð aðstaða fyrir lifandi tónlist. „Fyrstu tónleikarnir verða 13. maí næst­ komandi og svo er ætlunin að vera reglulega með viðburði á staðnum.“ Í dag verður pop­up brönsseðill á Bruggstofunni á milli klukkan 12 og 15. „Við ætlum að bjóða upp á egg benedict með avókadó, huevos ranchos og f leira. Það er því tilvalið að fá sér í gogginn og kaupa sér svo plötur. n Vínylplötumarkaður á nýjum hverfisstað Emmy Winks hér ásamt Sigurði Snorrasyni, eiganda RVK Brewing Company, sem stendur að Bruggstofunni. Fréttablaðið/Valli Þegar ég bjó í Hlíð- unum var ekki einu sinni kaffihús þar, hvað þá bar, það var enginn staður í hverfinu fyrir fólk að sækja. Það er alveg hundleiðinlegt. Skjálfta í bíó Kvikmyndin Skjálfti sem byggð er á sögu Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, hefur slegið í gegn hérlendis og erlendis. Ekki er að undra enda um að ræða átakanlega fjölskyldu­ sögu sem á erindi við alla og er hald­ ið uppi af frábærum leikurum í fal­ legum heildarramma. Upplifunin að sjá slíkt verk í kvikmyndahúsi með alvöru hljóðgæðum er auðvitað ein­ stök og því um að gera að drífa sig í bíó á meðan enn gefst færi á. Góðum sólgleraugum Nú þegar sumarið er gengið í garð og sólin að hækka á lofti mælum við sérstaklega með því að allir séu með góð sólgleraugu. Sólarljós getur haft skaðleg áhrif á augun líkt og húðina og því er mikilvægt að velja sólgler­ augun vel og að hafa í þeim góða vörn gegn UV­útfjólubláum geislum. Hægt er að fá hjálp við valið í gler­ augnaverslunum en lággæða sól­ gleraugu geta jafnvel valdið meiri skaða en það að ganga ekki með sól­ gleraugu. n Við mælum með Ekki sér fyrir endann á klúðrinu í kringum Íslandsbankaútboðið. Forysta ríkisstjórnarinnar reynir nú allt hvað af tekur að firra sig ábyrgð á klúðrinu. Um páskana lágu þau undir feldi og leituðu í ofboði að bakara til að hengja fyrir smið. Í ljós hefur komið að bakarinn er Bankasýsla ríkisins. Hún skal bera ábyrgðina og verður lögð niður. Formenn ríkisstjórnarflokkanna geta hins vegar ekki vikist undan því að ábyrgðin er þeirra. Áður en endalok Bankasýslunnar voru tilkynnt var henni ætlað að ljúka sölu á öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árslok 2023. Mark visst þarf að draga úr umsvifum ríkisins á íslenskum fjár­ málamarkaði. Nú hefur sleifarlag stefnt því markmiði í voða. Aðeins 1 prósent stuðnings­ manna Vinstri grænna og 5 prósent stuðningsmanna Framsóknar­ flokksins eru ánægð með söluna. Næstum helmingur Sjálfstæðis­ manna er óánægður með söluna og innan við 1/3 þeirra er ánægður! Bankasala fjármálaráðherra fær þannig falleinkunn í hans eigin flokki. Fjórir af hverjum fimm Íslending­ um vilja sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka banka­ söluna. Nær 40 prósent Sjálfstæðis­ manna vilja rannsóknarnefnd. Þessu hafnar ríkisstjórnin. Ljóst að traust almennings á framkvæmd bankasölunnar er ekki Þjóðþrifamáli klúðrað með sleifarlagi n Í vikulokin til staðar. Einnig er ljóst að yfirklór ríkisstjórnarinnar mun ekki endur­ reisa það traust sem til þarf. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin njóta ekki trausts til að selja eignir ríkisins. Fyrir vikið lítur út fyrir að umsvif íslenska ríkisins á fjármálamarkaði verði áfram þau mestu á Vestur­ löndum á versta tíma. Reynslan sýnir að hönd ríkisins er nábleik er hún kemur nálægt rekstri fjármála­ fyrirtækja, eða kannski náblá? n Ólafur Arnarson Bakar- inn er Banka- sýsla ríkisins. Guðmund- ur segir fullorðna fólkið ekki hafa þekkt heiminn sem hann og vinir hans lifðu og hrærð- ust í á sínum tíma. bjork@Frettabladid.is Unglingsárin hafa verið Guðmundi Arnari Guðmundssyni yrkisefni í tveimur kvikmyndum, fyrst Hjarta­ steini og nú Berdreymi. Í skrifum sínum sækir Guðmundur í ungl­ ingsár sín og fjallar um tímabilið út frá sjónar­ hóli unglinganna, ekki eins og við fullorðna fólkið sjáum þau. Guðmundur segir fullorðna fólkið ekki hafa þekkt heiminn sem hann og vinir hans lifðu og hrærðust í á sínum tíma. Heim sem einkennd­ ist bæði af ofbeldi og einelti en einnig ríkri samstöðu og hollustukerfi innan hópsins. Það er gangur lífsins að börn þroskist frá for­ eldrum sínum og sennilega myndu einhverjar viðvörunarbjöllur fara af stað ef fréttist af ungl­ ingi sem þætti foreldrar sínir alltaf toppurinn. En á tímum umbreytinga og umróts, freistinga og aukins frelsis, er mikilvægara en nokkurn tíma að fylgjast með lífi barnsins sem er að berjast við að vera ekki lengur barn. Ekki bara spyrja hvað unglingurinn er að gera eða klukkan hvað hann kemur heim, heldur aðallega hvernig líður honum – í alvörunni. n Hinn huldi heimur 22 Helgin 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðHeLGin Fréttablaðið 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.