Fréttablaðið - 23.04.2022, Page 28

Fréttablaðið - 23.04.2022, Page 28
Þetta var þorrablót í einhverri kirkju á Man- hattan. Fólkið var í brjáluðu stuði og vildi bara heyra Rabbabara Rúnu. Valdimar Guð- mundsson Stórsöngvarann Valdimar þarf vart að kynna, en á tólf ára ferli hefur hann átt hvern slagarann á fætur öðrum. Hann minnist hápunkta og lágpunkta á viðburðaríkum ferli, og er fluttur úr miðborg- inni í Hafnarfjörðinn, hálfa leið heim til Keflavíkur. Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður slær upp heljarinnar afmælistón- leikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, þar sem hann lítur yfir áratug í tónlistinni. Raunar er áratugurinn orðinn tólf ár vegna frestana í heimsfaraldri. Kannski farið í kvikmyndagerð Aðspurður hvað hann væri að gera, ef tónlistin hefði ekki orðið ofan á, svarar Valdimar að hann væri sennilega bölvaður ónytjungur. „Ég var alltaf rosalega stefnulaus áður,“ segir hann. „Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera. Ég prófaði að fara í ensku í háskólanum en fann mig ekki í því,“ segir Valdimar hugsi. „Ég hef áhuga á bíómyndum, kannski hefði ég skoðað það eitt- hvað og endað í kvikmyndagerð. En hæfileikar mínir liggja í tónlistinni, í þessu og engu öðru,“ segir hann og hlær. Þykir vænt um lætin Valdimar segist eiga nokkur eftir- lætis lög frá ferlinum. „En mér þykir alltaf rosalega vænt um öll þessi lög, á sinn hátt. Yfirgefinn er lagið sem kom okkur á kortið á sínum tíma. Fólk fór að kalla á mig úti á götu: Læti! Mér þótti svolítið vænt um það,“ segir hann. Valdimar bætir við að Yfir borgina sé honum einnig mjög kært. „Það er vinsælasta lagið okkar og minnir mig á tímann þegar ég fór til Hollands að hitta Ásgeir, sem er stofnmeðlimur í hljóm- sveitinni. Við stofnuðum þetta band, Valdimar, og hann á mikið af þessum lagagrunnum. Þá fór ég til hans til Hollands, í tvö skipti, og við vorum allan daginn að pæla í laga- hugmyndum og reyna að móta ein- hver lög,“ segir hann. Valdimar segir að það sé svolítið fyndið að nefna tvö vinsælustu lögin sem uppáhaldslögin sín frá ferlinum, en það séu einfaldlega eftirlætislögin hans með hljómsveitinni. En svo minnist hann á Of seint, á nýjustu plötu sveitarinnar, sem eitt af þeirra bestu lögum. „Og lagið Ferðalag, sem Ásgeir samdi,“ bætir hann við. Birti yfir í Borgarfirðinum Aðspurður um eftirlætistónleika- upplifun sína frá ferlinum svarar hann að það sé skondið að hann sé nýbúinn að gera slíkan topp-tíu lista fyrir hlaðvarpið Listamenn, sem er eitt af hans hliðarverkefnum. „Það var móment, þegar manni fannst svona, hvernig á ég að orða það,“ segir Valdimar hikandi, og það er ljóst að hann vill velja orðin vel. „Þegar við hugsuðum: Við erum komnir með eitthvað hérna, á Bræðslunni árið 2011. Það voru tón- leikar í félagsheimilinu í Fjarðarborg í Borgarfirðinum, en ekki á sjálfri Bræðsluhátíðinni,“ segir hann. „Við spiluðum gigg á föstudagskvöldinu og ég man hvað stemningin var rosa- leg. Fólk var í svo miklu stuði og svo mikið til í lögin, og þekkti textana svo vel.“ Valdimar hlær. „Þau voru alveg: Já, þetta lag! Og já, þetta lag! Við fundum vel að eitthvað var í gangi,“ segir hann. Einnig nefnir hann útgáfutón- leika í Háskólabíói árið 2018, sem eina eftirminnilegustu tónleikana. Það voru stærstu tónleikar sem við höfðum haldið, þangað til við stígum á svið í Eldborg í kvöld. Ég geri ráð fyrir því að Eldborgartón- leikarnir nái inn á þennan topp-tíu lista,“ segir hann. Valdimar segist þó reglulega sinna rótunum í tónleikahaldi, sem meðal annars liggja inn á Paddy‘s í Kef lavík. „Það er alltaf gaman að koma þangað og fara í sveitta stemningu.“ Þorrablót í kirkju á Manhattan Þó hafa ekki allir tónleikar á ferl- inum verið jafn ánægjulegir. „Árið 2010 var fyrsta platan okkar nýkom- in út og Yfirgefinn ekki enn orðið hittari. Þá fórum við til New York og spiluðum fyrir Íslendingafélag í borginni. Það var mikil stemning þar, en fólkið þekkti ekkert lögin okkar og var ekki að mæta til að hlusta á okkur spila,“ segir hann. „Þetta var þorrablót í einhverri kirkju á Manhattan, rétt hjá Central Park. Fólkið var í brjáluðu stuði og Hunsaður á þorrablóti á Manhattan Valdimar Guð- mundsson lítur yfir áratug í tónlist og tvö ár til í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Nína Richter ninarichter @frettabladid.is vildi bara heyra Rabbabara Rúnu. Við vorum með nokkur þannig lög, og vorum að henda í nokkur lög með Valdimar. Við vorum ekki ball- band og þannig ekkert sérstaklega góðir,“ segir Valdimar. „Þetta var stór salur og allt fullt af borðum þarna inni. Það endaði á því að einhver gestur var farinn að spila á gítar úti í horni, á meðan við vorum að spila, og allt fólkið var komið þangað. Þetta var með verri giggum. Það var vont að tapa svona fyrir trúbador,“ segir hann og skelli- hlær. Langt í næstu plötu Hvað framhaldið varðar segir Valdi- mar að ný plata sé í vinnslu, og ferlið hafi byrjað á Stöðvarfirði í fyrra. „Við fórum þangað með nýjar hug- myndir og það eru nokkur efnileg lög þaðan komin. En ég held að það sé ekki stutt í næstu plötu. Það eru allir mjög bissí. Ég held að það sé mjög bjartsýnt að ætla sér eitthvað fyrr en á næsta ári,“ segir hann. Þessa dagana er Valdimar starf- andi með kántrískotnu folk-tríói sem heitir Lón. Textar sveitarinnar eru á ensku og sveitina skipa Valdi- mar og Ásgeir auk Ómars Guð- mundssonar. „Okkur langaði að prófa eitthvað í þessum dúr. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Bon Iver og Sufjan Stevens. Það er skemmti- legt að prófa að vera bara þrír saman. Það er meira „intimate“,“ útskýrir hann. Lón eftir jólatónleika „Þetta band var stofnað þegar Covid var að byrja. Ómar Guðmundsson var hljómsveitarstjóri á jólatón- leikum sem ég hélt árið 2019. Við þrír gerðum jólalag úr því sam- starfi, sem hljómar allt öðruvísi en Lón-lögin. En þá fór okkur að langa að gera svona akústíska folk-plötu. Allt datt niður í Covid, og engin gigg fram undan hjá okkur. Við fórum í bústað við Þingvallavatn til að gera músík,“ segir Valdimar. Aðspurður hvers vegna þessi tón- listarstefna varð fyrir valinu, svarar hann að kannski sé fólk meira til í kántrí-skotna folk-tónlist en áður. „Eurovision-lagið er bullandi kántrí lag, og ég er að heyra mikið af skemmtilegu stöffi í útvarpinu núna, frá nýjum og gömlum, sem er meira kántrí-skotið en áður. Ég held að það sé alveg smá bylgja,“ segir hann. Lágstemmt eftir Covid Aðspurður hvort að þetta sé aftur- hvarf til ársins 2010, fæðingarárs banda á borð við Of Monsters and Men, þegar stórar folk-sveitir voru vinsælar, svarar Valdimar að þar hafi sándið verið stærra. „Það var svona kántrí-indí-rokk. Núna er þetta lágstemmdara og þægilegra.“ Hugsanlega séu þar Covid-áhrif að verki. „Fólk er búið að vera að róast heima hjá sér, var ekki á leið í ein- hver partí. Tónlistin sem er að koma út er samin í Covid,“ segir hann. Valdimar segir að Covid-áhrifin í lagasmíðum eigi eftir að koma í ljós, hvort að eitthvað eigi eftir að breyt- ast. „Ég ímynda mér að þetta hafi áhrif á listamenn, hvað þeir semja um. Að minnsta kosti fyrir mitt leyti, líðan og tilfinningar hafa auð- vitað áhrif á það hvað maður semur og hvað maður vill gefa af sér.“ Hann bætir við að þrátt fyrir allt sé stúdíó- vinna mikil einangrun í sjálfu sér. Kannski sé bara eðlilegt að semja músík í einangrun. Fluttur í Fjörðinn fagnandi Söngvarinn stendur í stórræðum þessa dagana. Hann fékk af henta lykla að nýrri íbúð í gær, en hann er f luttur ástamt kærustu sinni og ungum syni þeirra í nýtt bæjar- félag. „Við vorum þarna í 101 í mið- bænum og okkur leið vel þar, og líður enn mjög vel í Reykjavík. En íbúðin var orðin allt of lítil, þegar Lilli var mættur, og við urðum að stækka við okkur.“ Þannig hafi Hafnarfjörður verið góður kostur fyrir nýja heimilið. „Það er heimabær Önnu, unnustu minnar og barnsmóður. Allt mitt fólk er í Kef lavík og við vildum helst vera á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Ef við hefðum farið til Kef la- víkur væri maður á götunni allan daginn.“ Valdimar kveðst hæstánægður með nýja heimilið. „Núna er bara hálftíma rúntur að kíkja til Kefla- víkur. Og þetta er fín íbúð og stór.“ Hann segist vonast til að sjá sem f lesta í Eldborgarsal í kvöld. „Það eru nokkrir miðar eftir!“ bætir hann við. n 28 Helgin 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.