Fréttablaðið - 23.04.2022, Page 29

Fréttablaðið - 23.04.2022, Page 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 23. apríl 2022 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is Hafsteinn Valur Guðbjartsson sem rekur 4F klæðist úlpu úr sportvörulínunni sem nú er fáanleg í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4F gæða sportfatnaður á miklu betra verði fæst nú í Smáralind 4F er alþjóðleg sportvöruverslun sem var opnuð í Smáralind 2. apríl. Verslunin býður upp á alhliða sport- og útivistarfatnað á mun lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi fyrir vörur í sama gæðaflokki. 4F er með um 350 verslanir víðs vegar um Evrópu. 2 Grænertu- og basilíkupestó er fagurgrænt og sumarlegt og passar með ýmsum mat. FRÉTTABLAÐIÐ/gETTy jme@frettabladid.is Grænertu- og basilíkupestó er einstaklega gott út á pasta á björtu sumarkvöldi. Pestóið tekur enga stund með matvinnsluvél og hægt er að forsjóða grænerturnar í sigti ofan í sama potti og pastað sýður í. Pestópasta 150 g frosnar grænar baunir 2 hvítlauksgeirar 25 g ólífuolía 10 g smjör handfylli af basilíku (eða önnur fersk kryddjurt að eigin vali) 30 g Parmigiano Reggiano ostur 20 g Pecorino Romano ostur Salt og pipar og nýkreistur sítrónu- safi eftir smekk Öll innihaldsefni fara í blandara, fyrir utan helminginn af olíunni. Púlsið saman uns blandan verður að mauki. Á meðan blandarinn er í gangi skal afganginum af olíunni hellt rólega út í þar til pestóið verður að þykkri sósu. Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa. Til að stytta sér leið má einnig mauka ertur og smá hvítlauk í mortéli og blanda út í uppáhaldspestóið úr búðinni. Blandið heitu soðnu pasta og pestói saman. Geymið nokkra desílítra af pastavatni til bæta út í pastað ásamt parmesanosti. Grænertu- og basilíkupestó er einnig tilvalið ofan á brauð eða sem ídýfa. n Sumarlegt og gott pestópasta UM VATNS DROP ANN va tn sd ro pi nn .is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.