Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 48

Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 48
Háskólinn í Reykjavík | Menntavegur 1 | 101 Reykjavík | S: 599 6200 | hr.is Forseti iðn- og tæknifræðideildar Iðn- og tæknifræðideild býður upp á tækninám á háskólastigi sem skilar nemendum vel undirbúnum út í atvinnulífið. Deildin er fjórða stærsta deild Háskólans í Reykjavík. Boðið er upp á nám á 9 námsbrautum; þrjár í tæknifræði, þrjár í iðnfræði (byggingar, rafmagns og orku- og véla) og byggingafræði sem og styttra diplómanám í rekstrarfræði og upplýsingatækni í mannvirkjagerð. Skipulag og uppbygging námsins byggir á nánu samstarfi við atvinnulífið þar sem megin markmiðið er að láta hugvit og verkvit mætast. Nánari upplýsingar veita Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar (hera@ru.is), Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti tæknisviðs (gisli@ru.is) eða Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri HR (esterg@ru.is). Umsóknum skal skilað á ráðningarvef Háskólans í Reykjavík, jobs.50skills.com/ru/is, eigi síðar en 8. maí 2022 ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi. Fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf forseta iðn- og tæknifræðideildar. Deildarforseti fer með faglega stjórn deildarinnar og skal eiga frumkvæði að stefnumótun innan hennar í samræmi við stefnu háskólans. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á rekstri og fjárhag deildarinnar. Deildarforseti heyrir undir sviðsforseta tæknisviðs og situr í framkvæmdaráði Háskólans í Reykjavík. LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI SEM HEFUR: – Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar – Lokið framhaldsnámi sem nýtist í starfi – Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum – Reynslu af kennslu – Góð tengsl og reynslu úr atvinnulífinu – Áhuga á þróun tæknináms á Íslandi HELSTU VERKEFNI: – Ábyrgð á stjórnskipulagi deildarinnar samkvæmt stefnu háskólans og að tryggja þátt starfsfólks og nemenda í stjórnun hennar – Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar í samráði við sviðsforseta – Stjórnun deildarinnar og upplýsingagjöf til starfsfólks og nemenda – Ráðning starfsfólks við deildina í samráði við sviðsforseta og mönnun námskeiða – Tryggja að skipulag námsbrauta sé áfram í samræmi við viðmið um æðri menntun og prófgráður – Uppfærsla og regluleg endurskoðun námsbrauta með hliðsjón af þörfum atvinnulífs og þróun sambærilegs náms erlendis – Stuðla að nýsköpun og hagnýtum verkefnum í góðu samstarfi við atvinnulífið – Ábyrgð á árlegu innra gæðamati deildarinnar ásamt skipulagi og þátttöku deildarinnar í ytra mati í samræmi við viðmið gæðaráðs háskólanna – Mótun framtíðarsýnar og stefnu deildar, í takt við stefnu háskólans og annarra deilda 2022 - 2025 Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is 16 ATVINNUBLAÐIÐ 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.