Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 64
Unga fólkið í verkefninu Margar hendur vinna létt verk vill aðstoða ykkur í sumar. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman starfrækt sumarvinnuflokka sem sinna uppbyggingu og fegrun starfsstöðva fyrirtækisins og nágrennis. Jafnframt taka flokkarnir að sér ýmis samstarfsverkefni með nágrönnum okkar vítt og breitt um landið. Við bjóðum fram vinnu sumarvinnuhópa og verkstjórn í verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum, ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí og má nálgast umsókn og allar nánari upplýsingar á landsvirkjun.is/margarhendur Hafðu samband ef þú ert nágranni okkar og vilt fá vinnuhóp í heimsókn í sumar. SamfélagSverkefni Viltu aðstoð frá góðum granna? Sigrún Helga Lund, töl fræðing ur hjá Íslenskri erfðagrein ingu, og Arn dís Anna K. Gunn ars dótt ir, þingmaður Pírata, gengu í hjónaband með sjálfum sér í fertugsafmælisveislu sinni á liðnu ári. Vinkonurnar, sem eru fæddar sama dag, héldu upp á sameiginlegt fertugsafmæli með pompi og prakt og segir Sigrún að hugmyndin að athöfninni, sem Kamilla Einars- dóttir rithöfundur stjórnaði, hafi komið á fyrsta skipulagsfundi. „Á fyrsta fundi sagði Arndís að hún ætlaði aldrei að gifta sig svo engu þyrfti að spara til fyrir atburð aldarinnar. Þar með var fræinu sáð.“ Peppaði upp stemninguna Vinkonurnar höfðu báðar verið einhleypar lengi þegar kom að veislunni sem haldin var í upphafi síðasta árs í einni Covid-glufunni. „Endalaus leiðindi í allt of langan tíma kölluðu á eitthvað extra. Allir okkar gleðipinnar og ömmur þeirra voru í þörfinni fyrir gott partí og Babies-ball í vændum,“ segir Sigrún og á þá auðvitað við hljómsveitina Babies. „Hvað væri betri leið til að peppa upp stemmningu fyrir besta ball ársins? Gleðin er gjöf sem gefur.“ Amma fékk áfall Veislan fór fram í Iðnó þar sem fjöl- menni var mætt til að fagna afmæli vinkvennanna. „Brúðkaupslaginu með Todmobile var blastað yfir allt Iðnó og mannfjöldinn myndaði gjá í gegnum dansgólfið eins og Móses hefði klofið mannhafið. Metsölu- höfundur sem minnti okkur á að tilfinningar væru fyrir aumingja lét okkur heita því að elska okkur sjálfar og virða ævidagana á enda,“ segir Sigrún, þegar hún er beðin að lýsa athöfninni. „Eilífðarunglingurinn Sigrún klæddist kórkjól sem ég notaði sautján ára í Menntaskólakórnum við Hamrahlíð. Arndís reddaði sér í Gyllta kettinum þá um morguninn.“ Aðspurð um viðbrögðin svarar Sigrún: „Amma hennar Arndísar fékk taugaáfall. Restin trylltist úr púkaskap og gleði.“ n Í raun ekkert skrítið Berglind Guðmundsdóttir matar- bloggari með meiru giftist sjálfri sér á eyjunni Salina á Ítalíu árið 2019. Berglind fór ein til Sikileyjar árið 2019 og einn áfangastaðurinn var eyjan Salina. „Þetta er lágstemmd og falleg eyja með dásamlegu fólki. Um leið og ég steig á eyjuna hugsaði ég: „Hér væri yndislegt að gifta sig!“ Það var bara eitthvað við hana sem öskraði á brúðkaup. Ég hafði gantast aðeins við börnin mín fyrr um árið þegar þau voru að spyrja hvort ég ætlaði aldrei að giftast aftur, að kannski myndi ég bara giftast sjálfri mér,“ segir Berglind í léttum tón og segist hafa hugsað með sér að kannski myndi hún bara láta verða af því núna. „En svo var það bara of skrítið til að láta verða af því. Ég var þarna í nokkra daga og missti af ferjunni síðasta daginn og þá hugsaði ég með mér: „Ég á ekki að fara héðan fyrr en ég giftist sjálfri mér. Svo ég bara kýldi á það.“ Fannst ég verða að gera þetta Berglind segist hafa verið að vinna í sjálfri sér frá skilnaði árið 2015 og upplifði að hún væri að komast á góðan stað. „Á stað þar sem maður upplifir innri ró og er sáttur í sjálf- um sér. Ég get nú ekki sagt að mig hafi á þeim tímapunkti langað að vera konan sem giftist sjálfri sér en þetta var hugmynd sem kviknaði og mér fannst ég bara verða að gera þetta. Ég hef alltaf staðið með þess- ari ákvörðun því það er í raun ekk- ert skrítið við að giftast sjálfum sér. Í því felst bara að þú lofir að hugsa vel um þig, tala fallega til þín, elska þig og standa með þér í gegnum súrt og sætt. Ég held að daginn sem þú ert tilbúinn að giftast sjálfum þér þá sértu tilbúinn í hjónaband með öðrum.“ Berglind tók þetta alla leið þó hún bendi á að eina sem þurfi sé hugs- unin um að maður elski sjálfan sig. Kjóll og fimm evru hringur „Ég fór og fann hvítan kjól, keypti mér fimm evru hring og meira að segja morgungjöf frá mér til mín,“ segir hún í léttum tón. „Svo ætlaði ég að fara inn í fallegu kirkjuna þarna á Salina en hún var lokuð. Ég settist þá bara á torgið fyrir framan kirkjuna og játaðist sjálfri mér. Það kom mér á óvart hversu falleg stund þetta var og svei mér þá ef það komu ekki nokkur tár. Bara yndisleg stund. Svo fagnaði ég með góðum mat og Pro- secco. Daginn eftir fór ég svo með ferjunni til Palermo – gift sjálfri mér.“ Annarra álit skiptir engu Fjölmargir fylgjendur Berglindar á Instagram sendu henni hamingju- óskir þegar hún tilkynnti um brúð- kaupið. „Vinkona mín spurði samt hissa hvort það væri hægt að giftast sjálfum sér, sem ég skil vel. Svo var gert skemmtilegt grín að þessu í áramótaskaupinu sem ég hafði mjög gaman af. Auðvitað fannst fólki þetta skrítið enda er allt skrítið sem er öðruvísi en hið hefðbundna. Ég fékk ein skilaboð sem voru eitthvað á þá leið: „Ef þú ert svona frábær, af hverju þarftu þá að giftast sjálfri þér?“ En ég held að þetta hafi verið það eina neikvæða sem ég heyrði – og fannst það bara fyndið – því ef maður elskar sig og er með báða fætur á jörðinni þá skiptir álit ann- arra engu máli. Ég fer mínar leiðir burtséð frá því hvað öðrum finnst. Það er besta leiðin til að lifa,“ segir hún kát að lokum. n Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari með meiru giftist sjálfri sér á eyjunni Salina á Ítalíu árið 2019. mynd/aðsend Sigrún Helga Lund, töl fræðing ur hjá Íslenskri erfðagrein ingu, og Arn dís Anna K. Gunn ars dótt ir, þingmaður Pírata, gengu í hjónaband með sjálfum sér í fer- tugsafmælisveislu sinni á liðnu ári. mynd/aðsend Markaðurinn tekur við sér Þó svo að hinn risastóri brúð- kaupsiðnaður sé ekki kominn með klærnar í þessi sóló brúðkaup eru þónokkur fyrir- tæki víðs vegar um heiminn farin að sjá markað í hug- myndinni. Lúxushótelið Rosewood Mayakoba við Riviera Maya ströndina í Mexíkó býður upp á fjögurra daga pakka sem kallast „Marry Oneself Journey.“ Slík brúðkaupsveg- ferð fer fram í Rosewood Spa hluta hótelsins sem er stað- sett á lítilli eyju þar sem njóta má kyrrðar og allra mögu- lega lúxus-spameðferða auk heilunarserimónía, stjórnað af shaman. Í þessum pakka er aðaláherslan heilun en sam- kvæmt heimasíðu hótelsins er markmiðið sjálfsskoðun í beinni tengingu við grunn- frumefnin vatn, vind, jörð og eld. Lokahnykkur meðferðar- innar er svo brúðkaupið sjálft þar sem skilyrðislausri ást og samþykki brúðarinnar á sjálfri sér er fagnað undir hand- leiðslu shamans. Á vefsíðunni imarriedme. com má finna ýmsan varning fyrir þann sem er að skipu- leggja brúðkaup með engum öðrum en sjálfum sér. Þar má til að mynda kaupa giftingar- hringinn í sérmerktum kassa og stuttermaboli með áletrun í takti við stóra daginn. Staðfesting á sjálfsást Þó að sjálfsbrúðkaupin verði vinsælli eru þau þó hvergi í heiminum bindandi gagn- vart lögum. Einfaldlega er um táknræna athöfn að ræða og oft er hún meira til gamans gerð. Ekki er þó alltaf um létt grín að ræða því margar kon- ur hafa lýst athöfninni sem valdeflandi og sem ákveðinni staðfestingu á sjálfsást og tryggð. Þær lofa því þá að svíkja ekki sjálfar sig og hefur loforðið líklega ákveðna merkingu í huga hverrar og einnar. Sjálfsbrúðkaupin eru frá- brugðin hefðbundnum brúð- kaupum þó oftar en ekki sé um að ræða brúðarkjól, köku og einhvers konar veislu. Hið augljósa er að enginn er brúð- guminn en eins þarf sá sem stjórnar athöfninni engin rétt- indi, enda brúðkaupið ekki lagalega bindandi – það þýðir jafnframt að halda má það hvar sem er í heiminum. Þeir sem giftast sjálfum sér þurfa svo auðvitað ekkert að skilja finni þeir sér annan maka. Ég held að daginn sem þú ert tilbúinn að giftast sjálfum þér þá sértu tilbúinn í hjóna- band með öðrum. Þeir sem giftast sjálf- um sér þurfa svo auð- vitað ekkert að skilja finni þeir sér annan maka. Lokahnykkur með- ferðarinnar er svo brúðkaupið sjálft. Hétu að elska sig sjálfar 32 Helgin 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.