Fréttablaðið - 23.04.2022, Síða 78

Fréttablaðið - 23.04.2022, Síða 78
BMW hefur frumsýnt i7 rafbílinn með allt að 625 km drægi. Ekki er von á tengiltvinn­ útgáfum nýrrar 7­línu fyrr en á næsta ári. njall@frettabladid.is Ný kynslóð 7-línu í rafútgáfu er byggð á CLAR-undirvagni BMW en hann getur notast við allar gerðir mótora. Ekki er um miklar breyt- ingar að ræða frá útliti 7-línunnar sem fékk andlitslyftingu nýlega. Baklýst grillið er það sama, og bíll- inn er með sama ljósabúnaði og sást fyrst á honum. Fyrsta útgáfa rafbílsins verður xDrive60 með tvo rafmótora sem skila samtals 536 hestöflum og 745 Nm togi. Öflugri M70 útgáfa mun koma á næsta ári með 651 hestafl til að spila úr. Fyrsta útgáfa bílsins verður samt f ljót af stað en hröðun hans í hundraðið er 4,7 sekúndur og hámarkshraðinn 240 km á klst. Rafhlaðan verður 101.7 kWst og er aðeins 110 mm á þykkt. Hámarks- hraðhleðsla verður 195 kW sem þýðir að hægt er að hlaða 160 km drægi á aðeins 10 mínútum. Alvöru fjöðrun verður undir bílnum með tvöföldum klöfum að framan og fjölarma fjöðrun að aftan. Loft- púðar verða staðalbúnaður og hægt verður að lækka fjöðrunina í sportútfærslu. Loks verður bíllinn með fjórhjólastýringu sem beygir afturhjól um allt að 3,5 gráður til að auka grip í beygjum á meiri hraða. Mælaborðið er svipað og í iX en aftursætisfarþegar geta fengið niðurfelldan úr loftinu 31,3 tommu há skerpuskjá. Hægt verður að sérpanta bílinn með 2.000 watta Bowers & Wilkins hljóðkerfi. n BMW frumsýnir i7 rafbílinn Sama upp- setning er á mælaborði og í iX jepplingnum með tveimur bogadregnum skjám. BMW 7-línan fékk andlitslyftingu nýlega og er rafbíllinn með útlitið þaðan. njall@frettabladid.is Mercedes hefur frumsýnt EQS raf- bílinn í sjö sæta jepplingsútgáfu og eins og búist var við er hann ekkert breyttur frá þeim myndum sem þegar var búið að leka af bílnum. Hann mun fara í sölu seinna á þessu ári og þá fyrst með afturhjóladrif en einnig er von á fjórhjóladrifsútgáfu og svo Maybach lúxusútgáfu á seinni stigum. Bíllinn er á sama EVA2 undirvagni og EQS bíllinn og á margt sameigin- legt með þeim bíl, eins og rafhlöðu, rafmótora og annan rafbúnað. Aft- urhjóladrifsútgáfan verður með 355 hestafla rafmótor sem skilar 568 Nm togi og er drægi hans í þeirri útgáfu 660 km. Fjórhjóladrifsútgáfan verður einnig 355 hestöfl en togið fer í 800 Nm, en drægið niður 610 km. EQS SUV verður fáanlegur með allt að 22kW, þriggja fasa hleðslu- getu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustund. Hraðhleðslugeta bílsins verður 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægi á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á u.þ.b. 30 mínútum. n Jepplingsútgáfa EQS fær 660 km drægi Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið. njall@frettabladid.is Lexus hefur frumsýnt fyrsta raf- bíl merkisins sem byggður er sem slíkur frá grunni. Bíllinn heitir RZ 450e og er á milli NX og RX í stærð en með innanrými RX bílsins. Lexus RZ 450e kemur á sama undirvagni og Toyota bZ4X og er með sama hjólhaf og hann. Bíllinn kemur aðeins sem fjórhjóladrifsbíll og þá með sérstöku aksturskerfi sem Lexus kallar Direct4. Er það notað til að dreifa afli milli hjóla og auka þannig grip í beygjum. Sjá skynjarar víða um bílinn um að senda upplýs- ingar til kerfisins um hraða bílsins, miðflóttaafl, hversu mikið er lagt á stýri og svo framvegis. Að sögn Lexus er kerfið mun hraðvirkara en áður hefur sést. Bíllinn verður fáanlegur með stýri sem kallast One Motion Grip, sem einnig verður fáanlegt í Toyota bZ4X í framtíðinni. Er það tölvustýrt stýri sem breytir átaki stýrisins eftir hraða og á mjög litlum hraða er hreyfing þess enda á milli aðeins 150 gráður, svo að ekki þarf að sækja aftur stýrið heldur er nóg að snúa því einu sinni. Stýrið er þess vegna með öðru lagi en hefðbundið kringlótt stýri. Bíllinn kemur með 308 hestöfl til að spila úr en 201 hestafl er frá framdrifi og 107 að aftan. Togið er 435 Nm og upp- takið 5,6 sekúndur í hundraðið. Eins og í bZ4X er rafhlaðan 71,4 kWst en drægið verður rúmir 400 km. n Lexus RZ 450e rafbíllinn frumsýndur Eins og sjá má er stýrið hannað til að þurfa ekki marga snúninga eins og hefðbundin stýri. Lexus RZ 450e kemur aðeins í fjórhjóladrifsútgáfu. Bíllinn verður fáan­ legur með stýri sem kallast One Motion Grip sem einnig verður fáanlegt í Toyota bZ4X. Hringvegur (1) frá Bæjarhálsi að Hólmsá: Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ráðgjafi Vegagerðarinnar við umhverfismatið er verkfræðistofan EFLA. Haldinn verður opinn kynningarfundur í Norðlingaskóla, miðvikudaginn 27. apríl kl. 17-19 þar sem niðurstöður umhverfismatsins verða kynntar. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Vegagerðarinnar og Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Bílar FRéttaBLaðið 23. apríl 2022 laUGarDaGUr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.