Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 80

Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 80
Rúrí heldur myndlistarsýn- ingu á Hlöðuloftinu, Korpúlfs- stöðum. Yfirskrift sýningar- innar er tilvitnun úr Völuspá, Vituð þér enn – eða hvað? Sýningarstjóri er Pari Stave. kolbrunb@frettabladid.is „Kveikjan að þessari sýningu er innrásin í Úkraínu. Ég hef í verkum mínum fjallað talsvert mikið um af leiðingar stríðsátaka og kjarn- orkuógnina sem mín kynslóð upp- lifði og sá fyrir sér í æsku. Upplifun æskunnar lifir oft lengi með manni,“ segir Rúrí. Erfiðasta ferðin Á sýningunni eru tvö eldri verk hennar, Elegy frá árinu 2000 og Safn frá árinu 1987. „Verkið Safn eða Museum er innsetning sem fjallar um hugsanlega framtíð. Það saman- stendur af hlutum sem ég safnaði og eru menningarleifar eða manngerðir hlutir. Ég kom þeim fyrir í fimmtán kistum sem eru númeraðar og lægsta númerið er 105. Hugsunin er sú að þessir hlutir séu það eina sem er eftir af miklu stærra safni og það eina sem gefi til kynna að mannkynið hafi einhvern tíma verið hér. Hvers konar sögu myndu verur sem kæmu síðar að þeim lesa úr því?“ segir Rúrí. Hitt verkið er myndbandsverk sem hún gerði í kjölfar Bosníu stríðsins. „Ég fór til Bosníu, Serbíu og Króatíu í lok stríðsins, í ársbyrjun 1998. Páll Steingrímsson, heitinn, maðurinn minn, var með mér og tók upp fyrir mig vídeó og ég ljósmyndaði. Úr því efni gerði ég þetta myndbandsverk, Elegy, sem Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlist við. Þetta er harm- ljóð um það sem maður sér við lok styrjaldar.“ Spurð hvernig tilfinning það hafi verið að koma á svæði þar sem stríði er nýlokið segir Rúrí: „Þetta er erf- iðasta ferð sem ég hef farið, ég horfði á örbirgð, vonleysi og eyðileggingu. Það var ekkert annað að sjá. En samt var mér sýnd ótrúleg gestrisni af fólki sem átti minna en ekki neitt. – Mennskan lifir.“ Aftur í miðaldir Um stríðið í Úkraínu sem er kveikja sýningarinnar segir hún: „Við vitum mætavel hvað hefur gerst í sögunni og að of beldi skilar aldrei góðum árangri. Það að hefja svona stríð í dag er eins og að hverfa aftur í miðaldir í aðferðafræði. Það er sorglegt að horfa á okkur falla til baka á þennan hátt sem mannkyn og vera ekki enn búin að læra að rökræða og semja í stað þess að fara fram með ofbeldi. Ég gat ekki annað en gert athuga- semdir við það sem er að gerast og geri það best með sýningu.“ Sýningarstjórinn Pari Stave er nýráðinn forstöðumaður Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands á Seyðisfirði. Hún var áður yfirmað- ur nútíma- og samtímalistadeildar Metropolitan Museum of Art í New York. Sýningin er opin frá 23. apríl til 15. maí. Sýningaropnun er í dag, laugar- daginn 23. apríl frá 14.00-18.00. Sýn- ingin er síðan opin á laugardögum og sunnudögum frá 13.00-18.00. Laugardaginn 14. maí er hún opin frá 15.00-18.00. n Mennskan lifir Kveikjan að sýningunni er innrásin í Úkraínu. Fréttablaðið/Valli kolbrunb@frettabladid.is Í tilefni af 120 ára afmæli Halldórs Laxness, í dag 23. apríl, hefur verið opnaður nýr vefur um skáldið og verk hans og nefnist hann Skálda- tími. Höfundur alls efnis á vefnum er Pétur Már Ólafsson bókmennta- fræðingur og útgefandi hjá Bjarti & Veröld. Á vefnum eru hátt í þrjátíu greinar, pistlar, fyrirlestrar og kynningar á verkum skáldsins en einnig for- málar að sjö skáldsögum Halldórs sem ættu að greiða lesendum leið að þessum fjársjóði, ekki síst þeim yngri, sem þekkja kannski síður til verka hans. Á upphafssíðu vefjarins skalda- timi.is segir að þegar Pétur Már Ólafsson hóf störf hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli árið 1991 hafi hann fljótt séð að næst hjarta útgefandans, Ólafs Ragnarssonar, stóðu verk Nób- elsskáldsins og framgangur þeirra. Pétur Már tók saman efni fyrir fjölmiðla um Laxness fyrir níræð- isafmæli skáldsins í apríl árið 1992. Næsta áratug eða svo þróaðist þetta síðan út í rannsóknir á verkum Hall- dórs og að miðla fróðleik um verkin, meðal annars með því að skrifa formála að skáld- verkum sem gefin voru út í kilju og halda fyrirlestra og erindi heima og erlendis. Á vefnum segir Pétur Már: „Það var alla tíð mark- mið okkar Ólafs heitins Ragnarssonar að gera skáld- skap Halldórs Laxness sem aðgengi- legastan fyrir nýjar kynslóðir og ber efnið á skaldatimi.is vonandi þess merki. Á undanförnum árum hefur mér fundist sem ungt fólk hafi fjarlægst sagnaheim Halldórs. Ég ákvað því í tilefni af 120 ára afmæli hans árið 2022 að safna þessu efni mínu saman um hann og senda út í kosmosið í von um að það opni einhverjum dyr að verkum Nóbels- skáldsins og dýpki kannski skilning annarra á þeim.“ n Nýr vefur um Halldór Laxness Pétur Már Ólafsson bókmennta- fræðingur. Fréttablaðið/anton brink Halldór Laxness Verkið Safn samanstendur af hlutum sem Rúrí safnaði. Sunnudaginn 1. maí 2022 er boðað til aðalsafnaðarfundar Hallgrímssafnaðar í Hallgrímskirkju að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Hallgrímskirkju Aðalfundur Hallgrímssafnaðar Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2022 í Verslunar- skóla Íslands, rauða sal og hefst kl. 20:00. Dagskrá: 1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað 2. Skýrsla stjórnar HRFÍ 3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félag- skjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar 4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar 5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil 6. Lagabreytingar 7. Formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður rafrænna kosninga til stjórnar- manna kosnum skv. 10.gr 8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara 9. Kosning siðanefndar 10. Önnur mál Kosningar 2. stjórnarmanna og 1. varamanns fara fram með rafrænum hætti og standa frá kl. 18:00 miðvikudaginn 18. maí 2022 til kl. 18:00 miðvikudaginn 25. maí 2022, sbr. 10. gr. laga HRFÍ. Til að greiða atkvæði skal farið inn á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is) og finna þar tengill fyrir kosningar 2022. Kosningin fer fram í gegnum Valmund, kosningakerfi Advania hf. Til þess að kjósa með rafrænum hætti þarf félagsmaður að hafa nettengdan snjallsíma eða tölvu og rafræn skilríki eða íslykil. Jafnframt þarf félagsmaður að vera á kjörskrá, sbr. 5. gr. laga HRFÍ. Til að kjósa fer félagsmaður inn á heimasíðu HRFÍ og smellir þar á tengil fyrir kosningar þar sem hann auðkennir sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir auðkenningu birtast kjörseðlar. Við atkvæðagreiðslu til stjórnar skal kjó- sa að hámarki tvo einstaklinga, en mögulegt er að kjósa einn einstakling eða taka ekki afstöðu. Við atkvæðagreiðslu varamanns skal kjósa einn einstakling, en mögulegt er að taka ekki afstöðu. Mögulegt er að endurtaka atkvæðagreiðslu en ný atkvæðagreiðsla ógildir þá fyrri þannig að einungis síðast framkvæmda atkvæðagreiðsla gildir. Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna og reglur sem um þær gilda eru á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is). Stjórn Hundaræktarfélags Íslands AðAlfundur Landssambands sumarhúsaeigenda. Verður haldinn, fimmtudaginn 28. apríl í húsnæði Eignaumsjónar, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík (jarðhæð) kl. 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum verður erindi frá Dóru Hjálmarsdóttur, verkfræðingi vegna gróðurelda. Stjórnin. kolbrunb@frettabladid.is Sumarsýning Safnahúss Borgar- fjarðar nefnist Hennar voru spor. Sýningarstjóri er Katrín Jóhannes- dóttir, textílkennari við Hússtjórn- arskólann í Reykjavík. Sýningin er úr safnkosti Byggðasafns Borgar- fjarðar, Listasafni Borgarness og Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Um sýninguna segir Katrín: „Hugsunin með sýningunni er því að setja fram í dagsljósið fallega muni, vandaða og oft með áhrifa- ríka sögu að baki – í fögru umhverfi sem gestir sýningarinnar taka á einhvern hátt þátt í og ekki síður að þetta sé sýning sem gestir finni þörf hjá sér fyrir að skoða aftur og sjái þá jafnvel eitthvað nýtt í hvert skipti.“ Sýningin stendur til 19. ágúst. n Alltaf eitthvað nýtt Sumarsýning Safnahúss Borgar- fjarðar er hafin. Mynd/aðsend 48 Menning 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttAbLAðiðmenninG FréttAbLAðið 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.