Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 6

Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 6
Þessi skýrsla dregur skýrt fram að við höfum ekki lagt nægi- lega áherslu á þennan málaflokk alltof lengi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra AKRANES ÞAÐ ER STUTT Í GLEÐINA Heilbrigðisráðherra er ánægður með nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um geð- heilbrigðismál. Betri yfirsýn þurfi um fjárveitingar og stjórnvöld geti bætt sig í mála- flokknum. adalheidur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ný skýrsla Ríkis- endurskoðunar um stöðu geðheil- brigðismála dregur skýrt fram að ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á geðheilbrigðismál, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. „Þessi skýrsla dregur skýrt fram að við höfum ekki lagt nægilega áherslu á þennan málaflokk alltof lengi. Það er blessunarlega í betra horfi og ég vísa þá í stefnu í geðheil- brigðismálum og aðgerðaáætlun. Nú erum við að fara aðra umferð í því og getum bætt okkur að þessu leyti.“ Ein af helstu niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar er skortur á yfirsýn yfir málaflokkinn. Upplýsingar um tíðni og þróun geðsjúkdóma liggja ekki fyrir, ekki er haldin miðlæg skrá um biðlista og ekki hefur farið fram greining á þjónustu og mannaflaþörf Land- spítala. Þá liggja ekki fyrir upplýs- ingar um fjárþörf og raunkostnað þjónustunnar. Tölur um óvænt eða alvarleg atvik við veitingu geðheil- brigðisþjónustu eru ekki nægilega aðgengilegar né upplýsingar um fjölda kvartana til Embættis land- læknis. Engin skráning á beitingu þvingunarúrræða er fyrir hendi. Ríkisendurskoðun varð sjálf fyrir barðinu á þessari óreglu en í skýrslunni er gagnrýnt hve erfið- lega gekk að fá svör og upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu vegna úttektarinnar: „Mátti Ríkisendur- skoðun bíða mánuðum saman eftir svörum við tilteknum spurningum, þrátt fyrir ítrekanir. Ríkisendur- skoðun telur jafnframt sum svör ráðuneytisins hafa verið óskýr og illa rökstudd þegar þau loks bárust,“ segir í skýrslunni. Ráðherra segir verkefni geðheil- brigðismála skarast milli ráðu- neyta og ekki sé dregið skýrt fram það umfang fjármagns innan heil- brigðisráðuneytisins sem fari í geð- heilbrigðismál. Það falli vissulega undir skort á yfirsýn á málaflokk- inn. „Þetta er mjög víðfeðmur mála- f lokkur og undir hatti nokkurra ráðuneyta, það er þar sem við verðum að bæta okkur í þessari vinnu með geðheilbrigðismál,“ segir Willum Þór, spurður hvort geðheil- brigðismál hafi verið afgangsstærð innan heilbrigðiskerfisins. Hann segir geðheilbrigði þó lykilþátt í lýðheilsu. „Ég held að við höfum raunverulega bara sinnt því með svo afmörkuðum hætti,“ segir ráðherra. Í síðustu viku greindi Frétta- blaðið frá því að Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir meðferð í Hollandi fyrir ungan íslenskan dreng í sjálfsvígshættu. Hann hafði verið á biðlista eftir að komast á barna- og unglingageðdeild síðan í fyrra og á þeim forsendum sam- þykktu Sjúkratryggingar að greiða fyrir meðferðina ytra. Ráðherra segir þetta eðlilegt: „Við erum þó þannig verklega, að þar sem er ráðlagt að fara utan í ein- hverjum tilvikum, þá reynum við auðvitað að greiða leið fyrir þeirri þjónustu í gegnum Sjúkratrygg- ingar. Það er eðlilegt.“ Spurður hvort ekki væri skyn- samlegra að fullfjármagna geðheil- brigðisþjónustu segir Willum enda- laust hægt að auka fjárveitingar. „Við getum alltaf notað meira fjármagn, sérstaklega í heilbrigðis- þjónustunni og félagslegu þjónust- unni.“ n Ekki næg áhersla verið lögð á geðheilbrigðismálin hér Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra segir geðheil- brigðismál skarast milli margra ráðu- neyta. Það komi niður á yfirsýn um málaflokk- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR thorgrimur@frettabladid.is SPÁNN Neðri málstofa spænska þingsins samþykkti í á fimmtudag frumvarp sem setur samþykki í forgrunn skilgreiningar á nauðgun. Með frumvarpinu, sem gengur undir gælunafninu „Aðeins já þýðir já“, er gerð sú breyting að þolendur kynferðisofbeldis verða ekki lengur að sanna að ofbeldi eða hótun hafi verið beitt gegn þeim. Nauðgun er skilgreind sem kynlíf án samþykkis. „Frá og með deginum í dag er Spánn frjálsara og öruggara land fyrir allar konur,“ sagði spænski jafnréttisráðherrann Irene Mont- ero. „Við munum skipta út of beldi fyrir frelsi og við munum skipta út ótta fyrir löngun.“ Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokksins hefur talað fyrir frumvarpinu frá árinu 2018. Nauðg- unarlög Spánar urðu þá mjög umtöl- uð eftir að myndband fór í dreifingu af fimm karlmönnum nauðga 18 ára gamalli stúlku í Pamplona. Dómarar töldu ekki um nauðgun að ræða þar sem konan hefði þagað og ekki veitt mótspyrnu. Hæstirétt- ur dæmdi mennina hins vegar fyrir nauðgun. Efri deild spænska þings- ins á eftir að kjósa um frumvarpið. Þjóðarflokkurinn og hægripopúl- istaflokkurinn Vox hafa mælt gegn því að það verði að lögum. n Ný nauðgunarlög eru nú í farvatninu á Spáni Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, fagnar lögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA bth@frettabladid.is AKUREYRI Oddvitar stjórnmála- f lokka á Akureyri lýsa áhyggjum af því að þeir sem minna megi sín á Akureyri muni ekki fá málstað hjá nýjum meirihluta. L-listinn, sem vann kosningasigur og er með þrjá menn, Sjálfstæðis- f lokkur og Miðflokkur hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir muni ná saman um að skipa meirihluta. „Það er morgunljóst að á Akureyri verður ekki hugað að neinni félags- hyggju næstu fjögur árin,“ segir Hrafndís Bára Einarsdóttir, oddviti Pírata. Hrafndís Bára segir að L-listinn klifi alltaf á því fyrir kosningar að þeir þurfi ekki að hlíta „boðvaldi að sunnan“ af því að um sérakureyrskt framboð sé að ræða. En nú sýni L- listinn að hann sé bara fyrir útval- inn hóp af Akureyringum. „Og þar eru þeir sem verr standa ekki með á kortinu,“ segir Hrafndís Bára. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, tekur undir með að hægri áherslur kunni að verða ráðandi. Hún segist óttast að velferðarmál, umhverfis- og skipu- lagsmál verði ekki sem skyldi. „Mér þykir líklegt að mjög mikil áhersla verði á íþróttir og of mikil áhersla miðað við önnur mál,“ segir Hilda Jana. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þeir hópar sem minna mega sín muni ekki hafa málsvara.“ n Óttast hægri áherslur útvalinna á Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, odd- viti Samfylking- ar á Akureyri 6 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.