Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 10
Reyndar var búið að
spá því að fjölgunin
yrði enn þá meiri svo
þetta er minni hvellur
en fólk átti von á.
Sunna Kristín
Símonardóttir,
félagsfræðingur
Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi er sex deilda leikskóli sem var opnaður
árið 2006. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsu-
stefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og
nærsamfélagsins.
Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar
Hjá okkur er lögð áhersla á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska
þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi
á Íslandi þar sem heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt
starf og rekstur heilsuleikskóla.
Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast
þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsu-
stefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga.
Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufars-
áætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum
fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA
Sex deilda heilsuleikskóli, Kór í Kópavogi
HEILSUEFLANDI UMHVERFI
Taktu þátt í að byggja upp heilsueflandi leikskóla i Kópavogi
Við leitum að öflugu starfsfólki í eftirfarandi störf:
– Sérkennslustjóri
– Deildarstjórar
– Leikskólakennarar
– Leiðbeinendur
– Fagstjóri í sköpun
Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is og um starfsemi
Skóla ehf. á skolar.is
Fæðingarárgangurinn 2021
er sá fjórði fjölmennasti hér á
landi hingað til, en einungis
fæddust hér fleiri börn árin
2009, 2010 og 1960. Félags-
fræðingur segir Covid lík-
lega skýringu en að aukin
fæðingartíðni sé ólíkleg til
frambúðar.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Á síðasta ári fæddust
4.879 börn á Íslandi. Það er fjölgun
miðað við árið á undan þegar 4.512
börn fæddust hér á landi.
Fæðingarárgangurinn 2021 var
sá fjórði fjölmennasti en einungis
fæddust hér f leiri börn árin 2009,
2010 og 1960. Þetta kemur fram á
vef Hagstofu Íslands.
Árin 2009 og 2010 má segja að hafi
verið um margt óvenjuleg á Íslandi
vegna bankahrunsins árið áður og
það sama má segja um árið 2021
vegna Covid-19 faraldursins.
Sunna Kristín Símonardóttir
félagsfræðingur segir aðspurð að
líklega megi tengja aukinn fjölda
fæðinga hér á landi á síðasta ári við
faraldurinn.
„Þetta er sérstaklega áhugavert af
því að í mörgum löndunum í kring-
um okkur hefur Covid í raun og veru
orðið til þess að fæðingartíðni lækki
enn þá meira, en á sumum stöðum
eins og á Íslandi virðist þetta hafa
þau áhrif að hún eykst,“ segir Sunna.
Hún segir engar rannsóknir hafa
verið gerðar á aukinni tíðni fæðinga
í kjölfar Covid en uppi séu hinar
ýmsu getgátur. „Það sem við vitum
er að konur eru að eignast börn síðar
en þær gerðu áður fyrr og kannski
opnaðist þarna einhver gluggi til að
eignast barn eða bæta við barni,“
segir Sunna.
„Við vorum meira heima við og
margir hófu að líta inn á við, dytta
að heimilinu, við ferðuðumst minna
og vorum ekki jafnupptekin í þessu
daglega amstri og það að eignast
barn gæti verið hluti af því og því
að líta inn á við,“ bætir Sunna við.
Árið 1960, er 4.916 börn fæddust
hér á landi, var fjöldi lifandi fæddra
barna á hverja konu 4,27 börn.
Fæðingartíðni hefur undanfarin ár
farið minnkandi og árið 2009 var
hún 2,22 börn á hverja konu.
Á síðasta ári var fæðingartíðnin
1,82 börn á hverja konu, sem var þó
meira en árið áður þegar hún var
1,72 börn. Samkvæmt Hagstofunni
er yfirleitt miðað við að frjósemi
þurfi að vera um 2,1 barn til að við-
halda mannfjölda til lengri tíma.
Sunna segist telja að þrátt fyrir
að fæðingum hafi fjölgað á síðasta
ári sé fæðingartíðni líklega ekki að
aukast til frambúðar. „Reyndar var
búið að spá því að fjölgunin yrði
enn þá meiri svo þetta er minni
hvellur en fólk átti von á,“ segir hún.
Spáð hafði verið að yfir fimm þús-
und börn myndu fæðast á síðasta
ári.
Hún segir að undanfarin ár hafi
borið meira á því að konur taki
meðvitaða ákvörðun um að eignast
færri eða engin börn, þá séu konur
einnig að verða eldri þegar þær
eignist börn.
Spurð að því hvernig hægt sé að
auka fæðingartíðni að nýju til að
viðhalda mannfjölda, segir Sunna
réttu leiðina ekki þá að grípa til
aðferða sem skerði frelsi kvenna eða
að tala konur inn á það að eignast
fleiri börn.
„Þetta snýr frekar að jafnrétti og
því að horfa á þau samfélagslegu
kerfi sem við höfum skapað til að
hjálpa foreldrum að sinna hlut-
verkinu. Skólakerfið, leikskóla og
fæðingarorlof, svo dæmi séu tekin,“
segir Sunna Kristín Símonardóttir. ■
Aðeins þrisvar fæðst fleiri á Íslandi en í fyrra
Á síðasta ári fæddust 4.879 börn á Íslandi. Fleiri börn fæddust árin 1960, 2009 og 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
10 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ