Fréttablaðið - 28.05.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 28.05.2022, Síða 16
stafstrú er auðvitað ógn við konur sama í hvaða formi hún birtist eða í hvaða landi hún birtist,“ segir hún og nefnir sem dæmi nýlega aðför í Bandaríkjunum gegn þungunarrofi. Milljónir við hungurmörk Skert mannréttindi eru langt því frá eina ógnin sem steðjar að íbúum Afganistan. Í vetur stóð landið á barmi hungursneyðar og alvar- legur matar- og birgðaskortur hafði áhrif á líf milljóna Afgana. Með mannúðaraðstoð tókst að afstýra allra verstu hörmungunum en Sam- einuðu þjóðirnar áætla að fjöldi þeirra sem muni standa andspænis fæðuóöryggi í sumar og haust séu 18,9 milljónir, nærri helmingur 40 milljón íbúa Afganistan. Afganar telja einn stærsta hóp flóttamanna á alþjóðavettvangi en áætlað er að um 5,7 milljón Afgana séu á flótta í öðrum löndum og 3,4 milljónir innanlands. Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna áætl- ar að 24 milljónir Afgana þarfnist bráðrar mannúðaraðstoðar. 78 afganskir f lóttamenn þáðu boð Íslenskra stjórnvalda um vernd í kjölfar valdatöku Talibana og alls hafa um 106 Afganar fengið alþjóð- lega vernd hér á landi frá ágúst 2021. Í mars heimsótti Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar SÞ, Afganistan og biðlaði til heims- byggðarinnar að gleyma landinu ekki í skugga stríðsins í Úkraínu. Brynja Huld tekur í sama streng og segir ólík viðhorf gagnvart f lótta- mönnum frá Úkraínu og öðrum löndum vekja upp spurningar um kerfislæga kynþáttafordóma. „Vandinn liggur að hluta til í því að Afganistan er fjær, bæði í menningarlegu og landfræðilegu samhengi. Afganistan er einhvern veginn orðin gleymda krísan og það er erfitt að ná henni aftur upp á yfir- borðið. Það er rosalega erfitt að sjá einhverja lausn,“ segir hún og bætir við að fjármunir hafi verið frystir, enginn vilji fjármagna ríkisstjórn Talibana og engin alþjóðleg sendi- ráð séu eftir í landinu. Hryðjuverk og rafmagnsleysi Talibanar eru langt því frá eini öfga- hópurinn innan Afganistan. ISIS-K, armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hefur hreiðrað um sig í landinu og eldað grátt silfur við Talibana með ítrekuðum hryðjuverkaárásum. Í Kabúl hefur ISIS-K undanfarið beint spjótum að raforkukerfi borgarinn- ar og sprengt upp háspennulínur. „Það hefur valdið því að Kabúl hefur að meira og minna verið raf- magnslaus og var alveg rafmagns- laus þar til núna um miðjan maí. Þá var allt í einu komið betra rafmagn, en viku seinna þá sprengdu þeir upp tvær stöðvar,“ segir Árni Arn- þórsson, aðstoðarrektor American University í Kabúl. Fimm hundruð bjargað Undanfarna mánuði hefur Árni staðið að umfangsmiklum björgun- araðgerðum fyrir nemendur háskól- ans og áætlar hann að alls hafi tekist að koma um 500 manns úr Afgan- istan til yfir fimmtíu landa. Árni fór sjálfur til Kúrdistan í Írak í janúar og febrúar til að aðstoða um hundrað nemendur sem eru staddir þar. „Það er ekkert auðvelt. Fólk er náttúrlega jafn misjafnt þar eins og annars staðar, sumir virðast geta höndlað pressuna betur en aðrir. Við höfum lent í einni tilraun til sjálfsmorðs, við höfum verið með fólk sem að hefur gert og sagt ýmis- legt sem er afskaplega ljótt og hræði- legt og það er búið að saka mig um allan andskotann sem hægt er að hugsa sér,“ segir Árni, spurður um hvernig fólki hafi farnast. Mórallinn hræðilegur Þótt American University sé ekki lengur með viðveru í Afganistan eru enn margir nemendur og starfs- menn staddir þar. Boðið hefur verið upp á fjarnám undanfarið en raf- magnsskortur f lækir hlutina og stundum getur fólk aðeins unnið í tölvum í 1-2 klukkutíma á dag. „Þetta gerir hlutina rosalega erfiða. Það má segja að undanfarna mánuði sé smám saman búið að drepa niður vonina og drepa niður lífið. Eins og við myndum segja: mórallinn er hræðilegur,“ segir Árni. Brynja Huld segir einnig erfitt að halda í vonina: „Staða landsins eins og hún er í dag er skelfilega vonlaus, því miður. Auðvitað er ég mikið að einblína á konur en það er líka verið að hefta fjölmiðlafrelsi og fólk er að hverfa í mannránum, það eru aftökur, gífurlegt hungur, landið er í rauninni ekki fúnkerandi.“ n Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Rúmir níu mánuðir eru síðan Afganistan féll aftur í hendur Talibana. Gífurleg aftur- för hefur orðið hvað varðar mannréttindi og stór hluti Afgana lifa við hungurmörk. Þann 15. ágúst 2021, á sama tíma og vestrænt herlið var í óða önn að yfirgefa Afganistan eftir tuttugu ára hersetu, lögðu Talibanar undir sig höfuðborgina Kabúl. Þúsundir f lúðu land í kjölfarið og síðan þá hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á Afganistan. Talibanar hafa kerfisbundið brotið aftur mann- réttindi og lýðræðisleg réttindi og landið stendur mjög höllum fæti. „Það er búið að vera ömurlegt að fylgjast með þróun mála í Afgan- istan undanfarna níu mánuði síðan Talibanar tóku yfir. Það er alveg hægt að segja að allar verstu spár eru að annaðhvort búnar að rætast eða eru að rætast og þá sérstaklega fyrir konur og kvenréttindi,“ segir Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur. Ein af birtingarmyndum aftur- haldsins sem Talibanar hafa boðað sást þegar ríkisstjórn þeirra ákvað nýlega að kvenkyns fréttaþulir þurfi framvegis að hylja andlit sitt í sjón- varpi. Á kvörðunin var tekin í kjöl far tilskipunar Talibana í byrjun maí um að allar konur þurfi hér eftir að klæðast chadori, búrkum sem hylja líkamann frá toppi til táar. Ekki til neitt milt kvenhatur Þegar Talibanar voru síðast við völd í Afganistan árin 1996-2001 voru réttindi kvenna gífurlega skert. Konur máttu ekki ganga í skóla, ekki vinna og ekki yfirgefa heimili sitt án karlmanns. Talibanar hafa lofað umbótum frá fyrri stjórnar- háttum og jafnvel þótt ástandið sé enn ekki orðið jafn slæmt og á 10. áratugnum er ljóst að kvenrétt- indi hafa verið skert til muna. Þær mega nú til að mynda ekki ferðast í f lugvél án fylgdar karlmanns og stúlkur eldri en 12 ára mega ekki ganga í skóla. Konur sem fylgja ekki þessum reglum og ættingjar þeirra geta átt yfir höfði sér harða refsingu. Þá þykir Brynju orðræða Talibana um milda útgáfu sjaría laga nokkuð þversagnakennd enda sjaría strang- asta túlkunin á Íslam, bókstafstrú sem boðar mikla kvennakúgun. „Talibanar hafa sagt ætla að inn- leiða milda útgáfu af sjaría. Hvernig er milt kvenhatur? Það er það sem er að gerast í Afganistan. Bók- Gleymda krísan Afganskar konur klæddar í cha- dori sækja sér mannúðarað- stoð í höfuð- borginni Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmála- fræðingur Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Árni Arnþórs- son, aðstoðar- rektor Ameri can University í Kabúl 16 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.