Fréttablaðið - 28.05.2022, Page 18

Fréttablaðið - 28.05.2022, Page 18
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun En þjóðir fólks eru ávallt áminntar um að frelsið er eitur í beinum svo margra sem vilja véla um hlutskipti almenn- ings. Sektin hefur vakið upp spurn- ingar um heilindi Borisar og hæfni hans til að gegna starfi sínu áfram. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Veisluhneyksli skekur Bretlandseyjar. Á hátindi kórónaveirufaraldursins bjó hinn almenni maður við strangar sóttvarna- reglur. Fólk mátti aðeins yfirgefa heimili sín til að kaupa í matinn. Blátt bann var lagt við mannamótum og var fólki meinað að kveðja ástvini sem lágu banaleguna. Á sama tíma var standandi partí í embættisbústað forsætis- ráðherra. Skýrsla sem birt var í vikunni varpar ljósi á umfang samkvæma í Downingstræti 10 á tímum samkomutakmarkana. Embættis- menn, starfsfólk og forsætisráðherra sóttu þar ítrekað veislur sem gjarnan stóðu langt fram eftir nóttu. Áfengisneysla var mikil og þegar vínið kláraðist var meira ferjað í gleð- skapinn í ferðatöskum. Fólk kastaði upp af drykkju, slagsmál brutust út og í ölæði var barnaróla í garði forsætisráðherra eyðilögð. Boris Johnson fékk nýverið sekt fyrir brot á sóttvarnalögum. Varð hann þar með fyrsti forsætisráðherra í sögu Bretlands sem gerist sekur um lögbrot í embætti. Sektin hefur vakið upp spurningar um heilindi Borisar og hæfni hans til að gegna starfi sínu áfram. „Annað hvort hefur hann ekki lesið reglurnar, ekki skilið þær eða talið að þær ættu ekki við um sig,“ sagði Theresa May, forveri Borisar í embætti. Þótt margir kalli nú eftir afsögn forsætis- ráðherrans sýnir hann ekki á sér fararsnið. Þingmenn Íhaldsflokksins eru á báðum áttum um hvort það komi þeim betur að líta fram hjá brestum leiðtogans, sem gjarnan gustar um, eða bera fram á hann vantraust. Mun samkvæmis-sektin hafa áhrif á stöðu Borisar? Svo kann að vera að annars konar sekt í fortíð gefi til kynna hvað framtíðin ber í skauti. Feykilegt fjör Í maí árið 1999 bauð þáverandi ritstjóri GQ- karlatímaritsins Boris Johnson til hádegis- verðar á Le Caprice, veitingastað vinsælum meðal fræga fólksins í London. Á meðan Boris slafraði í sig „bang bang“ kjúklingi gerði ritstjórinn honum atvinnutilboð. Boris, sem starfaði sem pólitískur pistlahöfundur, fengi pund á orðið fyrir að skrifa mánaðarlega í tímaritið þúsund orða dálk um bíla. „Hljómar sem feykilegt fjör,“ sagði Boris. Án þess að hugsa sig um sló Boris til. Ekki leið á löngu uns babb kom í bátinn. Blaðinu tóku að berast stöðumæla- sektir í tugavís. Svo virtist sem Boris hunsaði greiðsluskyldu í hvert sinn sem hann lagði bílunum sem hann prufukeyrði. Í fyrstu borgaði blaðið sektirnar þegjandi og hljóða- laust. En þegar fjármáladeildin kvartaði boðaði ritstjórinn Boris til fundar á ný. Þeir hittust á Claridge’s, einum fínasta veitingastað Lundúna. Bílablaðamaðurinn Boris kom á hjóli. Ritstjórinn spurði hvort hann gæti nokkuð lagt bifreiðunum löglega í framtíðinni. „Afsakið, stjóri. Óþekkur Boris.“ Því næst bað Boris um launahækkun. Sektirnar héldu áfram að berast blaðinu. Fjármáladeildin neitaði að endingu að greiða þær. Ritstjórinn brá á það ráð að borga þær í laumi og láta sem þær væru kostnaður á vegum ritstjórnar Á þeim áratug sem Boris sinnti bílaumfjöll- un fyrir GQ vakti eitt athygli ritstjórans. Þrátt fyrir sektafargan fékk Boris aldrei hraðasekt. Ritstjórinn telur sig vita hvers vegna. Þegar bílarnir voru afhentir Boris við heimili hans í Islington-hverfi í Lundúnum voru eknir kíló- metrar bifreiðarinnar skráðir. Oftar en ekki, þegar bíllinn var sóttur, hafði kílómetra- staðan á mælinum ekkert breyst. Ritstjóri GQ lagðist nýverið í útreikninga. Honum telst til að Boris Johnson hafi kostað tímaritið 4.000 pund í stöðumælasektir. Hefði ritstjórinn ráðið Boris ef hann hefði í maí 1999 vitað hvaða mann Boris hefði að geyma? Ritstjórinn velkist ekki í vafa: Já. „Hann skrifaði meira en hundrað ótrúlega fyndna bíladálka fyrir mig; það var þess virði.“ n Þar höfum við það HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Allt skapandi fólk er ógn við stöðnun. Þannig hefur það verið um langt ára- skeið og þannig mun það áfram vera. Frelsi sköpunarinnar er eitt mikil- vægasta hreyfiafl í þeim samfélög- um sem vilja taka sig alvarlega hvað lýðræði og mannréttindi varðar. Í öllu því frelsi býr kraftur- inn að baki frjórri framþróun. Og þar er hættan einmitt komin fyrir afturhaldið og íhaldið sem vill helst af öllu loka samfélögin inni og þrengja að réttindum fólks. Á stundum hefur verið sagt að menn hneigist til íhaldssemi út af hugmyndaskorti. Líklega er nokkuð til í því. En það á ekki einasta við um menn, heldur og heilu samfélögin. Þau leyfa ekki hugmyndunum að njóta sín. Þau þrengja svo að blaðamönnum og rithöfundum, svo og lista- mönnum af öllu tagi, að allt það fólk er ýmist fangelsað eða drepið, ellegar það nær við illan leik að flýja land. Dæmin um atarna eru óhuggulega mörg. Og þeim fer ekki fækkandi. Lærdómur sögunnar er ekki meiri en svo. Allt skapandi fólk er enn þá mesta ógnin við afkimavæðingu íhaldssamra stjórnvalda sem vaða nú uppi um allar álfur, ekki síst í Evrópu og norðanverðri Ameríku þar sem umburðarlyndi gagnvart kvenfrelsi, ritfrelsi og ríku tjáningar- frelsi er á undanhaldi, að ekki sé talað um rétt- indi hinsegin fólks sem aftur er farið að fótum troða eftir að verulegur skammtur af víðsýni fékk að njóta sín um stund. En þjóðir fólks eru ávallt áminntar um að frelsið er eitur í beinum svo margra sem vilja véla um hlutskipti almennings. Varla er það dag- blað lesið sem ekki birtir fréttir af þeirri áráttu- hegðun afturhaldsaflanna að múlbinda þá sem vilja tjá sig frjálslega og óþvingað. Íslendingar eiga að venjast kröftugu listalífi. Það gerir Ísland að eftirsóttu og aðlaðandi landi. Það er mælikvarði á þroska samfélagsins og sýnir hvaðan það sækir afl sitt og þor. Íslendingar eiga líka að venjast frjálsum fjöl- miðlum. Og það er einmitt enn ein birtingar- mynd þess sem samfélagið hér á landi vill sýna umheiminum. Sköpunarkraftur mannfólksins helst hér á landi í hendur við þróttmikla náttúru sem hagar sér fullkomlega á sína vísu, hvort heldur er í veðri eða voða jarðskorpunnar. Og að sama skapi og við þurfum að hlúa að náttúrunni þurfum við að hampa skapandi fólki. n Ógnin við stöðnum SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.