Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 76

Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 76
kylfingur.is KPMG hefur endurnýjað styrktar- samning við Ólafíu Þórunni Krist- insdóttur atvinnukylfing. KPMG hefur verið einn aðalstuðningsaðili Ólafíu Þórunnar síðastliðin ár og er það í takt við stefnu félagsins á alþjóðavettvangi að styðja við afrekskylfinga í golfi. Ólafía Þórunn hefur verið við æfingar í Þýskalandi og dvelur þar ásamt eiginmanni og syni. Hún mun ferðast þaðan til að taka þátt í mótum í Evrópu. Nú um helgina, 27. til 29. maí, leikur hún á Mithra Ladies Open sem fram fer á Nax- helet-golfvellinum í Belgíu. „Við hjá KPMG erum stolt af því samstarfi sem við höfum átt með Ólafíu Þórunni undanfarin fimm ár. Nú er hún komin út á keppnis- völlinn aftur eftir fæðingarorlof og það verður spennandi að sjá hana í keppnum sumarsins. Við óskum henni góðs gengis í sumar,“ segir Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG. „Ég er þakklát KPMG fyrir að hafa áframhaldandi trú á mér til að sýna hvað í mér býr úti á golfvellinum. Stuðningur KPMG gerir mér kleift að halda áfram að keppa í golfi og næstu misseri er það verkefnið – að ferðast á golfmót með Maroni syni mínum og Thomasi manni mínum. Markmið mitt er alltaf að standa mig vel, gera sjálfa mig og alla sem standa mér nærri stolta,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. n KPMG endurnýjar samning sinn við Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Á Evrópumóti stúlkna- landsliða etja kappi fremstu áhugakylfingar Evrópu, 18 ára og yngri kylfingur.is „Við munum nota tækifærið til að hvetja ungar stúlkur til golfiðk- unar,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds, en Evrópumót stúlknalands- liða fer fram á Urriðavelli 5. til 9. júlí. „Undirbúningur gengur vel og það er í sjálfu sér allt að verða klárt. Þetta gekk mjög vel síðast og við hlökkum til að taka á móti stúlkunum í ár. Það er mjög gaman að fá efnilegustu kylfinga Evrópu hingað til okkar og við lofum frábærri skemmtun.“ Á mótinu etja kappi fremstu áhugakylfingar Evrópu, 18 ára og yngri. Evrópska golfsambandið (EGA) sér um framkvæmd mótsins í góðu samstarfi við Golfsamband Íslands (GSÍ) og auðvitað Golf- klúbbinn Odd (GO). Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar taka höndum saman um verkefni af þessari stærð- argráðu en, eins og Þorvaldur vísar í, fór Evrópumót kvenna fram á Urr- iðavelli árið 2016. EM stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991. Fyrst um sinn á tveggja ára fresti en frá árinu 1999 hefur mótið farið fram árlega. Mótið á Urriðavelli verður það 27. í röðinni frá upphafi. Það hlýtur að vera mikil viður- kenning fyrir klúbbinn og völlinn að EGA leiti aftur til GO. „Jú, það er mikil viðurkenning fyrir íslenskt golf og það öfluga starf sem unnið hefur verið á Íslandi, að okkur sé falið verkefni á borð við þetta. Það er einnig mikil viður- kenning fyrir Urriðavöll og okkar starfsfólk sem hefur haldið gæðum vallarins á háu stigi í mörg ár. Við búum að góðri reynslu og þekkingu til að takast á við þetta skemmtilega og krefjandi verkefni.“ Hvað eigið þið von á mörgum hingað til lands í tengslum við mótið? „Það má búast má við vel á annað hundrað kylfingum ásamt þjálfara- liðum og fylgdarliði frá 20 ríkjum í álfunni. Þannig þurfum við ansi marga sjálf boðaliða en sem betur fer erum við í Oddi mjög lánsöm með okkar félagsmenn. Félags- andinn kom berlega í ljós árið 2016 þegar fleiri tugir félagsmanna lögðu okkur lið. Ég er sannfærður um að þeir taki einnig með stolti á móti þessum frábæru kylfingum í sumar og muni aftur fylkja liði til að gera umgjörðina eins veglega og hægt er. Þá munum við nota tækifærið, í góðu samstarfi við GSÍ, til að hvetja ungar stúlkur til golfiðkunar. Á annan í hvítasunnu, 6. júní, verðum við með kynningardag hér á svæð- inu – Stelpugolf. Þá verður kynning á golfi fyrir stúlkur 6-18 ára milli 11 og 14. Boðið verður upp á SNAG-golf og pútt fyrir 6-11 ára og grunnat- riði kennd stúlkum, 12 ára og eldri. PGA-kennarar og PGA-nemar munu sjá um kennsluna, að sjálfsögðu að kostnaðarlausu. Þá verður stúlkna- landslið Íslands á svæðinu, öllum til hvatningar og þær munu sýna okkur hvernig á að leika golf.“ Á sjálfan kvenréttindadaginn, sunnudaginn 19. júní, verður lauf- létt mæðgnamót á Par 3 vellinum, Ljúflingi. Um er að ræða skemmti- mót þar sem mæður og dætur eða ömmur og ömmustelpur leika saman í liði með Texas Scramble fyrirkomulagi. „Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum við að auka veg stúlkna í golfi á Íslandi. Golfklúbburinn Oddur hafði síðast þegar ég vissi hæsta hlutfall kvenna meðal félagsmanna golf klúbba á Íslandi, eða um 43 prósent, svo kvennastarf er okkur hugleikið,“ segir Þorvaldur. Kylfingi lék forvitni á að vita hvað veldur þessum áhuga kvenna á starf- inu í Urriðavatnsdölum. „Já, það er fyrst og fremst kvenna- nefndin okkar sem hefur verið mjög öflug mjög lengi. Þær eru með púttmótaröð yfir vetrartímann og fjöldann allan af viðburðum yfir sumartímann. Við erum mjög hepp- in með okkar konur.“ Þorvaldur segir því miður langan biðlista eftir fullri félagsaðild eins og víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en enginn biðlisti er eftir svokallaðri Ljúflingsaðild. „Ljúflingsaðild veitir fullt aðgengi að Ljúf lingi en afslátt af f latar- gjöldum á Urriðavöll. Margir hafa nýtt sér þessa aðild, sumir hverjir á meðan þeir eru á biðlista eftir fullri félagsaðild en aðrir vilja eingöngu Ljúflingsaðildina. Það eru um 200 að jafnaði á biðlista og alla jafna tveggja ára bið.“ Þorvaldur segir félagsstarfið í klúbbnum vera gott og að hann finni fyrir auknum áhuga á starfinu með uppbyggingu í Urriðaholtshverfi. „Við búum við ákveðið aðstöðu- leysi þar sem engin æfingaaðstaða er á okkar svæði yfir vetrartímann. Það hefur verið í deiglunni í mörg ár hjá okkur að byggja upp vetraræf- ingaaðstöðu en okkur hefur enn ekki tekist að koma því verkefni af stað. Þannig er okkar barna- og unglingastarf minna í sniðum en víða annars staðar. Við erum í góðu samstarfi við GKG en okkar krakkar eru með æfingatíma yfir veturinn í íþróttamiðstöð þeirra. Í staðinn fá nágrannar okkar að nota glæsilegt æfingasvæðið hér á svæðinu, básana sem við köllum Lærling.“ n Efnilegustu kylfingar Evrópu keppa á Urriðavelli Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli í júlí og undirbúningur gengur vel. MYND/AÐSEND kylfingur.is Mikil spenna var á lokahring B59 Hotel-mótsins í k vennaf lokki en leikið var á Garðavelli á Akra- nesi 20. til 22. maí. Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss sigraði á fimm höggum yfir pari Garðavallar, fimm höggum betur en Kristín Sól Guðmundsdóttir úr GM. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR hafnaði í þriðja sæti, einu höggi á eftir Kristínu Sól. Heiðrún Anna var með fimm högga forskot á Jóhönnu Leu og sex högga forskot á Kristínu Sól fyrir lokahringinn en tapaði sex höggum á fyrstu sex brautunum. Þannig voru þær allar efstar og jafnar á sjö höggum yfir pari þegar þær stigu upp á 7. teig. Kristín Sól tók forystuna þegar hún fékk fugl á 10. braut á meðan Jóhanna Lea fékk par og Heiðrún Anna skolla. Heiðrún Anna fékk fugl á 11. braut en hinar fengu par. Heiðrún Anna setti í f luggír á lokakaflanum og fékk þrjá fugla á síðustu sex holunum og tryggði sér sigur. „Ég byrjaði lokahringinn ekki vel og setti mikla spennu í þetta en mér gekk vel á seinni níu svo þetta bjargaðist,“ segir Heiðrún Anna en hún stundar nám við Arlington- háskólann í Texas og leikur golf með skólaliðinu. Hvernig kann hún við sig í Banda- ríkjunum og hvernig finnst henni að vera komin heim? „Ég er mjög ánægð. Ég er að klára þriðja árið og golfið hefur að mestu gengið vel. Ég lenti í 2. sæti á Sun Belt Conference mótinu í apríl og var einu höggi frá efsta sætinu. En það er líka mjög gaman að koma heim og leika á mótaröðinni. Ég tók mér smá frí á meðan ég var í prófum úti og svo í einhverja daga eftir að ég kom heim en síðan hef ég verið að æfa á fullu og ætla að keppa stíft á mótaröðinni í sumar.“ n Fuglafjör tryggði Heiðrúnu sigurinn Heiðrún Anna Hlynsdóttir kylfingur.is Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG sigraði á fyrsta móti GSÍ- mótaraðarinnar, B59 Hotel-mótinu á Akranesi sem fram fór 20. til 22. maí. Sigurður Arnar lék samtals á 207 höggum (67-72-68) eða á níu höggum undir pari Garðavallar, þremur höggum betur en Axel Bóasson úr GK. Ingi Þór Ólafson úr GM hafnaði í þriðja sæti, tveimur höggum á eftir Axel. Aron Snær Júlíusson úr GKG, sem deildi öðru sætinu með Sigurði Arnari fyrir lokahringinn, hafnaði í 4. sæti á þremur höggum undir pari. GSÍ-mótaröðin samanstendur af sex mótum í sumar en þar á meðal eru Íslandsmótið í holukeppni og Íslandsmótið í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum í ágúst. Stiga- meistari GSÍ verður krýndur 20. ágúst að loknum Korpubikarnum. Í stuttu spjalli við Kylfing að móti loknu sagði Sigurður Arnar að hann hefði unnið mótið á f löt- unum. „Ég var að pútta mjög vel. Völlurinn er í mjög góðu standi og nokkrar f latir eru virkilega f lottar. Mót vinnast á stutta spilinu,“ sagði Sigurður Arnar. Sigurður hefur verið að reyna fyrir sér á Ecco-mótaröðinni (Nor- dic Golf Tour) í vor en hann segist ætla að spila hér á landi í sumar. „Ég tek sumarið hérna heima og fer svo aftur á Ecco-mótaröðina í ágúst og september reikna ég með. Ég stefni svo á úrtökumót fyrir Evrópumóta- röðina síðar í haust.“ Sigurður Arnar er nýorðinn tví- tugur en hann er með skýr mark- mið. „Ég er með þriggja ára áætlun um að komast inn á Áskorendamótaröð Evrópu. Ég vil feta í fótspor Axels og f leiri stráka sem hafa komist inn á Áskorendamótaröðina. Það hefur verið mjög gaman að ferðast og spila með bæði Axel og Aroni Snæ félaga mínum úr GKG. Þeir eru toppgæjar sem ég lít upp til og get lært mikið af,“ segir hinn efnilegi Sigurður Arnar Garðarsson. n Sigurður Arnar sigraði á fyrsta móti ársins Sigurður Arnar Garðarsson, kylfingur Þorvaldur Þor- steinsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds GOLF kylfingur.is FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.