Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 78
Guðspjall Maríu er með stærstu verkum sem ég hef skrifað en líka ansi flókið verk- efni. kolbrunb@frettabladid.is Einar Magnússon sýnir málverk í Artak105 gallerí Skipholti 9. Sýn- ingin verður opin til 31. maí. Í lands- lagsverkum sínum rýnir Einar í sögu Íslands. Myndlistarferill Einars hófst árið 2011 eftir erfið veikindi. Þá byrj- aði hann í fyrsta sinn á ævinni að mála en hann hafði áður starfað sem sjómaður og rekið eigin fiskverslanir. Fyrir nokkrum árum fluttist Einar á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi og hefur umbreytt her- bergi sínu í stúdíó og málar þar. ■ Rýnir í sögu Íslands Einar rýnir í sögu Íslands. MYND/AÐSEND Glæný óratoría eftir Huga Guðmundsson, Guðspjall Maríu, verður frumflutt á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Hugi er eitt fremsta sam- tímatónskáld þjóðarinnar og hefur, auk þess að hljóta fjölda viðurkenninga og verð- launa, til að mynda tvívegis verið tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs. „Verkið varð til að frumkvæði Harð- ar Áskelssonar sem leitaði til mín og bað mig um að gera stórt verk fyrir Hallgrímskirkju þar sem hann starf- aði þá. Ég ákvað að leita í hugmynd sem ég hafði gengið með lengi, sem var að semja tónlist við Guðspjall Maríu, sem er rit frá fimmtu öld sem segir frá nánu vináttusambandi Maríu Magdalenu og Krists. Þar er hún í raun einn af lærisveinum hans en það er í mikilli mótsögn við skýr- ingar margra guðfræðinga í gegnum tíðina þar sem hún er frekar útmáluð sem skækja eða vændiskona. Ég uppgötvaði síðan að hand- ritið er mjög illa farið og því erfitt að nota það beint sem eina sam- hangandi heild. Ég fékk því með mér til halds og trausts konu sem ég hef unnið mikið með sem heitir Nila Parly og mann hennar, Niels Brunse, sem er mikill bókmennta- maður og Shakespeare-þýðandi og fékk þau til að fylla upp í eyður. Ég Óratoría um Maríu Magdalenu Verkið varð til að frumkvæði Harðar Áskels- sonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI kolbrunb@frettabladid.is Sumarsýning í Nýp sýningarrými 2022, Nýp, Skarðsströnd, Dala- byggð, verður opnuð í dag, laugar- daginn 28. maí, og stendur til 15. september. Brák Jónsdóttir mynd- listarmaður hefur unnið verk sér- staklega fyrir rýmið að Nýp. Sýn- ingartexti er unninn af Joe Keys. Með verkinu Sé, vefur Brák Jónsdóttir saman þræði veru- leika og ímyndunar við rannsókn á umhverfi sínu. Vísanir verksins í heim vísinda, safna, geymslu og myndlistar varpa ljósi á dvöl lista- mannsins að Nýp í aðdraganda að vinnslu verksins, sem er unnið sér- staklega fyrir Nýp sýningarrými. Gler spilar stórt hlutverk í innsetn- ingunni; horft er inn um það, út um það, gegnum það. Brák Jónsdóttir (f. 1996) lauk námi við LHÍ vorið 2021 og er sjálf- stætt starfandi myndlistarmaður. Verkefni hennar fjalla gjarnan um samband fólks og náttúru. Hún vinnur með staði þar sem menn- ing og náttúra mætast og valdið sem þar birtist. ■ Veruleiki og ímyndun Brák Jónsdóttir vann verkin sérstak- lega fyrir sýningarrýmið. MYND/SVEINN RAGNARSSON. hafði ákveðna hugmynd um það hvernig ég vildi byggja verkið upp og þau unnu með mér í því og settu síðan textann saman úr uppruna- lega handritinu, öðrum forntextum eftir kvenhöfunda og einnig sömdu þau þrjú kórvers þar sem horft er á atburðarásina utan frá. Einsöngvar- inn í verkinu er María Magdalena en kórinn bregður sér í f lest önnur hlutverk, eins og lærisveina og guð- spjallamanns.“ Mótunartími hjá Herði Verkið verður f lutt í Hallgríms- kirkju þann 6. júní sem hluti af Listahátíð. Flytjendur eru Schola Cantorum, Oslo Sinfonietta og norska sópransöngkonan Berit Nor- bakken. Hörður Áskelsson stjórnar. Verkið verður f lutt í Kaupmanna- höfn síðar í júní, þar sem það verður einnig tekið upp til útgáfu og í Osló í september. „Ég er uppalinn hjá Herði í Mót- ettukórnum, minn mótunartími var þar að syngja ýmis stór tónverk kirkjutónbókmenntanna. Ég tel að það heyrist glöggt að Guðspjall Maríu er skrifað úr þeirri hefð og ætti því líka að höfða til þeirra sem jafnan sækja slíka tónleika,“ segir Hugi. Einstök manneskja Einn kafli verksins er tileinkaður Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara sem féll frá árið 2020. „Í verkinu eru nokkur millispil þar sem blásturs- hljóðfærin fá stuttan einleik, eins konar hugleiðingar. Hugmyndin að þeim köflum kviknaði um það leyti sem Hallfríður féll frá og hún var mér ofarlega í huga þegar ég skrifaði flautusólóið. Ég var svo lánsamur að hafa fengið að starfa töluvert með henni og hún var einstakur flautu- leikari og manneskja,“ segir Hugi. Spurður hvað sé fram undan segir hann: „Guðspjall Maríu er með stærstu verkum sem ég hef skrifað en líka ansi flókið verkefni að koma á legg, því það er samstarf margra aðila frá einum þremur löndum. Það er því enn þá töluverð vinna í því þótt tónlistin sé tilbúin fyrir nokkru. Annars er ég að leggja loka- hönd á nýja plötu með Kammersveit Reykjavíkur með kammerverkum eftir mig, en það er gríðarstórt verk- efni sem hefur tekið langan tíma og ég hlakka mikið til að komi út núna í haust. Og svo er alltaf töluvert af pöntunum sem bíða, bæði smáum og stórum.“ ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is 46 Menning 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.