Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 79
Sýningin sýnir úrval af
abstraktverkum hins
fjölhæfa listamanns.
Og allt eru þetta verk
sem eru í einkaeign.
Glæpasagan er í raun
og veru mjög góð leið
til að segja frá per-
sónum og samfélags-
málum.
kolbrunb@frettabladid.is
Nýlega var sýningin Digte i træ
(Ljóð skorin í tré) með skúlptúrum
eftir Sigurjón Ólafsson opnuð á
Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
Sendiherra Íslands í Danmörku,
Helga Hauksdóttir, opnaði sýning-
una og sagði: „Sýningin sýnir úrval
af abstraktverkum hins fjölhæfa
listamanns. Og allt eru þetta verk
sem eru í einkaeign. Hér gefst, með
öðrum orðum, einstakt tækifæri
til að sjá þessi verk og á sama tíma
að kynnast betur listamanni sem
hefur skilið eftir sig mikilvæg spor
í listasögunni, bæði á Íslandi og í
Danmörku.“
Sýningin stendur fram til 11. sept-
ember. ■
Sýning á verkum Sigurjóns í Kaupmannahöfn
Birgitta Spur,
ekkja Sigurjóns
Ólafssonar,
virðir fyrir sér
sýninguna.
MYND/AÐSEND
Reimleikar er fimmta glæpa-
saga Ármanns Jakobssonar
um rannsóknarlögreglurnar
Kristínu, Bjarna og félaga.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Spurður um söguþráðinn segir
Ármann: „Í Reimleikum eru tveir
menn myrtir með stuttu milli-
bili og báðir sjá bláklædda konu
skömmu fyrir andlátið. Hjá líkun-
um finnast miðar með kveðjum frá
dæmdum morðingja í rammgerðu
fangelsi og lögreglan veit ekki af
neinum tengslum milli mannanna
tveggja.
Hér er lögreglan að fást við
morðingja sem virðist staðráðinn
í að koma mörgum mönnum fyrir
kattarnef en tilefnið er vandfundið.
Þar að auki er ég að leika ákveðinn
blekkingarleik við lesendur þar sem
sjónarhorn skiptir öllu máli. Vís-
bendingar um hið sanna eru fjöl-
margar en enn hefur engan grunað
neitt.“
Blaðamaður spyr hvort það
megi finna vísanir í þjóðfélagsmál
í sögunni. Ármann svarar: „Meðal
aðalpersónanna eru tvær konur
sem karlmenn hafa farið mjög illa
með. Önnur þeirra er andatrúar
og þannig dregst sérkennilegur
kvennaheimur andatrúarinnar inn
í málið. En það eru fleiri menningar-
kimar sem skipta máli fyrir lausn
gátunnar, til dæmis heimur fangans
og samskipti íþróttamanna koma
einnig við sögu – raunar hefur bókin
óhugnanlega mikil tengsl við ýmsa
viðburði hjá KSÍ sem ekki voru þó í
fréttum fyrr en ég hafði lokið við að
skrifa hana.“
Draugagangur og ofbeldi
Blaðamaður hefur áhuga á andatrú-
arþætti bókarinnar og spyr Ármann
hvort hann haldi að drauga-
gangur skipti máli fyrir Íslendinga
nútímans. „Ég held að hann skipti
máli og það eru sterk tengsl milli
draugagangs og of beldis sem eru
áhugaverð fyrir glæpasagnahöf-
unda. Auðvitað eru margir að leika
sér með þetta minni en ég held að ég
geri það á nýstárlegan hátt í þessari
bók, með því að beina sjónum frek-
ar að hinum andatrúuðu en sjálfum
öndunum.“
Ármann hefur í nokkur ár dvalið
með rannsóknarlögreglum sínum,
er einhver persóna þar honum
kærari en aðrar? „Þau eru öll mikil-
væg fyrir mig og þess vegna held
ég áfram með þessa ritröð, til þess
að ég og lesendur fáum að kynnast
þeim betur. Kristín og erfið æska
hennar eru áfram í sviðsljósinu en
kannski er það Marteinn Finnsson
sem hefur verið aukapersóna í fyrri
bókum sem lesendur ná að kynnast
aðeins betur núna. Hann átti líka
erfiða æsku sem veitir honum inn-
sýn í heim glæpamanna sem aðrir
hafa ekki.“
Stafurinn P
Hvað finnst honum svona skemmti-
legt við að skrifa glæpasögu?
„Glæpasagan er í raun og veru mjög
góð leið til að segja frá persónum og
samfélagsmálum. Hún er líka ögr-
andi að því leyti að þar eru ýmsar
reglur í gildi og að tefla þarf skák
við lesendur, ekki aðeins með því að
halda atburðarásinni leyndri heldur
fer líka fram leikur með sögusamúð
og sjónarhorn.“
Von er á sjöttu glæpasögu
Ármanns á næsta ári. „Það eina
sem er vitað um hana er að hún
mun hefjast á stafnum P,“ segir höf-
undurinn og gefur skýringu á því:
„Ég hef verið að ferðast öfugt um
stafrófsröðina mér til skemmtunar,
þær fimm fyrstu hefjast á Ú, U, T, S
og R, en líklega sleppi ég Q.“ ■
Enn hefur
engan
grunað neitt
Glæpasagan er
ögrandi, segir
Ármann. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
595 1000 www.heimsferdir.is
Albufeira
Clube Albufeira Garden Village
7. júní í 7 nætur 85.275
Flug & hótel frá
Frábært verð!
114.550
Flug & hótel frá
2 fullorðnir
aaa
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
LAUGARDAGUR 28. maí 2022 Menning 47FRÉTTABLAÐIÐ