Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 79
Sýningin sýnir úrval af abstraktverkum hins fjölhæfa listamanns. Og allt eru þetta verk sem eru í einkaeign. Glæpasagan er í raun og veru mjög góð leið til að segja frá per- sónum og samfélags- málum. kolbrunb@frettabladid.is Nýlega var sýningin Digte i træ (Ljóð skorin í tré) með skúlptúrum eftir Sigurjón Ólafsson opnuð  á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Sendiherra Íslands í Danmörku, Helga Hauksdóttir, opnaði sýning- una og sagði: „Sýningin sýnir úrval af abstraktverkum hins fjölhæfa listamanns. Og allt eru þetta verk sem eru í einkaeign. Hér gefst, með öðrum orðum, einstakt tækifæri til að sjá þessi verk og á sama tíma að kynnast betur listamanni sem hefur skilið eftir sig mikilvæg spor í listasögunni, bæði á Íslandi og í Danmörku.“ Sýningin stendur fram til 11. sept- ember. ■ Sýning á verkum Sigurjóns í Kaupmannahöfn Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, virðir fyrir sér sýninguna. MYND/AÐSEND Reimleikar er fimmta glæpa- saga Ármanns Jakobssonar um rannsóknarlögreglurnar Kristínu, Bjarna og félaga. Kolbrún Bergþórsdóttir Spurður um söguþráðinn segir Ármann: „Í Reimleikum eru tveir menn myrtir með stuttu milli- bili og báðir sjá bláklædda konu skömmu fyrir andlátið. Hjá líkun- um finnast miðar með kveðjum frá dæmdum morðingja í rammgerðu fangelsi og lögreglan veit ekki af neinum tengslum milli mannanna tveggja. Hér er lögreglan að fást við morðingja sem virðist staðráðinn í að koma mörgum mönnum fyrir kattarnef en tilefnið er vandfundið. Þar að auki er ég að leika ákveðinn blekkingarleik við lesendur þar sem sjónarhorn skiptir öllu máli. Vís- bendingar um hið sanna eru fjöl- margar en enn hefur engan grunað neitt.“ Blaðamaður spyr hvort það megi finna vísanir í þjóðfélagsmál í sögunni. Ármann svarar: „Meðal aðalpersónanna eru tvær konur sem karlmenn hafa farið mjög illa með. Önnur þeirra er andatrúar og þannig dregst sérkennilegur kvennaheimur andatrúarinnar inn í málið. En það eru fleiri menningar- kimar sem skipta máli fyrir lausn gátunnar, til dæmis heimur fangans og samskipti íþróttamanna koma einnig við sögu – raunar hefur bókin óhugnanlega mikil tengsl við ýmsa viðburði hjá KSÍ sem ekki voru þó í fréttum fyrr en ég hafði lokið við að skrifa hana.“ Draugagangur og ofbeldi Blaðamaður hefur áhuga á andatrú- arþætti bókarinnar og spyr Ármann hvort hann haldi að drauga- gangur skipti máli fyrir Íslendinga nútímans. „Ég held að hann skipti máli og það eru sterk tengsl milli draugagangs og of beldis sem eru áhugaverð fyrir glæpasagnahöf- unda. Auðvitað eru margir að leika sér með þetta minni en ég held að ég geri það á nýstárlegan hátt í þessari bók, með því að beina sjónum frek- ar að hinum andatrúuðu en sjálfum öndunum.“ Ármann hefur í nokkur ár dvalið með rannsóknarlögreglum sínum, er einhver persóna þar honum kærari en aðrar? „Þau eru öll mikil- væg fyrir mig og þess vegna held ég áfram með þessa ritröð, til þess að ég og lesendur fáum að kynnast þeim betur. Kristín og erfið æska hennar eru áfram í sviðsljósinu en kannski er það Marteinn Finnsson sem hefur verið aukapersóna í fyrri bókum sem lesendur ná að kynnast aðeins betur núna. Hann átti líka erfiða æsku sem veitir honum inn- sýn í heim glæpamanna sem aðrir hafa ekki.“ Stafurinn P Hvað finnst honum svona skemmti- legt við að skrifa glæpasögu? „Glæpasagan er í raun og veru mjög góð leið til að segja frá persónum og samfélagsmálum. Hún er líka ögr- andi að því leyti að þar eru ýmsar reglur í gildi og að tefla þarf skák við lesendur, ekki aðeins með því að halda atburðarásinni leyndri heldur fer líka fram leikur með sögusamúð og sjónarhorn.“ Von er á sjöttu glæpasögu Ármanns á næsta ári. „Það eina sem er vitað um hana er að hún mun hefjast á stafnum P,“ segir höf- undurinn og gefur skýringu á því: „Ég hef verið að ferðast öfugt um stafrófsröðina mér til skemmtunar, þær fimm fyrstu hefjast á Ú, U, T, S og R, en líklega sleppi ég Q.“ ■ Enn hefur engan grunað neitt Glæpasagan er ögrandi, segir Ármann. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Albufeira Clube Albufeira Garden Village 7. júní í 7 nætur 85.275 Flug & hótel frá Frábært verð! 114.550 Flug & hótel frá 2 fullorðnir aaa Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is LAUGARDAGUR 28. maí 2022 Menning 47FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.