Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
101
Ritrýnd grein / Peer reviewed
0
10
0
0
20
0
0
30
0
0
40
0
0
50
0
0
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
F
jö
ld
i v
ei
d
d
ra
d
ýr
a
/
T
o
ta
l k
ill
ed
f
o
xe
s
Ár / Year
Grendýr / Denners Hlaupadýr / Runners Yrðlingar / Cubs Fullorðin dýr / Total adults
3. mynd. Veidd grendýr (rauðir punktar), hlaupadýr (svartir punktar) og yrðlingar (bláir punktar)
árin 1958–2019. Línurnar sýna þriggja ára hlaupandi meðaltal. Alls voru á tímabilinu skráð
203.452 veidd dýr, þar af 114.221 fullorðin (gráir punktar og línur) og 89.231 yrðlingur.
– Number of denning foxes (red dots), non-breeding foxes (black dots), and cubs (blue dots)
that were killed in Iceland in the period 1958–2019. Lines show 3-year running average. In this
period, a total of 203,452 foxes were killed, thereof 114,221 adults (grey dots and lines) and
89,231 cubs. Gögn/Data: Umhverfisstofnun / The Environment Agency of Iceland.
og skráðum yrðlingum fækkaði ekki
fyrr en eftir 2010 (3. mynd). Þess ber að
geta að hlaupadýr eru veidd allan ársins
hring og við mismunandi aðstæður. Þar
af leiðandi er eðlilegt að sjá sveiflur í
aflatölum um hlaupadýr og þarf það ekki
að endurspegla breytingar á stofnstærð.
Þótt greni séu friðuð með lögum (sjá 1.
innskotsgrein, bls. 104) á það ekki við
um veiðar grendýra því grenjavinnsla
fer fram með þeim hætti að fylgst er með
sömu þekktu grenjunum ár eftir ár og
nýrra er leitað þegar ástæða þykir til. Af
þeim sökum ættu tölur um veidd gren-
dýr að vera nokkuð stöðugar í saman-
burði við tölur um veidd hlaupadýr.
Stærð refastofnsins
Stofnmat fyrir árin 1979–2007 vann
Páll Hersteinsson og hafði íslenski
refastofninn þá verið í samfelldum vexti
í rúm þrjátíu ár. Samkvæmt útreikn-
ingum Páls var stofninn í sögulegu lág-
marki, innan við 1.300 dýr, í upphafi
stofnmælinganna en yfir 11 þúsund refir
haustið 2007.10 Árið 2014 var birt stofn-
mat sem náði fram til ársins 2010. Sam-
kvæmt því hafði refum fækkað um 30%
á árunum 2008–2010.23 Var þetta í fyrsta
skipti síðan mælingar hófust árið 1979
að fækkun mældist í íslenska refastofn-
inum. Í janúar 2018 var aftur birt mat á
stærð refastofnsins. Það náði til ársins
2015 og staðfesti fyrri niðurstöður en
gaf jafnframt til kynna að stofninn hefði
haldið áfram að minnka og náð lág-
marki árið 2012, en vaxið eftir það og
verið stöðugur í kringum 7 þúsund dýr
til ársins 2015.24 Í stofnmati sem birt var
í maí 2021 kom fram að stofninn hefði
rétt úr kútnum og að haustið 2018 hefði
refastofninn verið um 8.700 dýr (8.668,
CL= +/- 2.052 refir; 4. mynd).13
Í þessu stofnmati er gott samræmi
við áður birta stofnútreikninga allt til
ársins 2006, en ekki eftir það.10,13,23,24 Svo
virðist sem áður birt stofnstærð fyrir
árin 2007–2008 hafi verið ofmat, að lík-
indum vegna þess að ekki lágu fyrir næg
gögn til að nýta sem forsendur öruggs
mats á þeim tíma. Því er fall stofnsins
eftir 2008 heldur minna en áður hafði
verið talið. Að því sögðu er síðasta árið
(2018) líklega einnig ofmetið en þess ber
að geta að öryggismörkin eru víð vegna
óvissu í gögnunum.
Refir í friðlöndum
Af augljósum ástæðum er ekki hægt að
beita sömu aðferðum, þ.e. mælingum
og aldursgreiningu á hræjum veiddra
dýra, við vöktun refa á svæðum þar
sem veiðibann gildir. Annars staðar
á Norðurlöndum hefur tófan verið á
válista sem tegund − í bráðri hættu
(CR) − um áratugaskeið, þótt tegundin
hafi rétt talsvert úr kútnum á undan-
förnum árum.25 Í finnska tófustofninum
eru aðeins nokkur hlaupadýr og engin
tímgun hefur verið staðfest þar síðan
1996.26 Innan landamæra Svíþjóðar voru
skráð 36 pör með yrðlinga árið 2020 en
ekki lagt mat á heildarfjölda.27 Í Noregi
er talið að árið 2020 hafi verið um 300
dýr af tegundinni og hafði þá fjölgað
fjórfalt í stofninum frá 2008.28 Mikill
samgangur er milli melrakka í Noregi
og Svíþjóð og til að leggja mat á og vakta
skandinavíska tófustofninn er notast við
blöndu nokkurra aðferða. Þekkt greni
hafa verið kortlögð og eru þau heimsótt
árlega til að leggja mat á ábúðarhlut-
fall (fjöldi grenja í ábúð / fjöldi talinna
grenja). Þar sem ábúð er til staðar er
fjöldi yrðlinga skráður til að fá upp-
lýsingar um gotstærð. Saur og feldi er
safnað til erfðagreiningar og að auki sett
reglulega senditæki á nokkur dýr til að
fylgjast með ferðum þeirra. Í Noregi eru
uppeldisstöðvar þar sem villt dýr eru
höfð í haldi, þau pöruð og afkvæmum
þeirra síðan sleppt (eyrnamerktum)
á valda staði þar sem vitað er um laus
greni og dýrunum er tryggð fæða.28 Á
Svalbarða fer vöktun tófunnar einnig
fram með því að heimsækja þekkt greni