Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 12
Náttúrufræðingurinn 104 Ritrýnd grein / Peer reviewed Landnámsmenn hafa áreiðanlega þekkt refi því melrakkabelgir urðu fljótt lögmætur gjaldmiðill hér á landi. Með mönnum komu húsdýr, meðal annars sauðfé, og fljótt kom rebbi sér í ónáð hjá bændum þegar hann lagðist á fé. Í fyrstu lögum Íslands, þjóðveldislögunum í Grágás sem giltu frá myndun samfélags á fyrsta þriðjungi 10. aldar og fram til um 1270, og lögbókunum sem konungur sendi Íslendingum, Járnsíðu og svo Jónsbók frá um 1281, eru ákvæði um að refir séu réttdræpir á hvers manns landi. Árið 1295 setti Alþingi lög þess efnis að hver sá sem ætti sex eða fleiri kindur á vetrarfóðrum skyldi drepa einn fullorðinn eða tvo unga refi á ári, ella greiða sekt sem var kölluð refatollur og jafngilti 4 kílóum af slægðum fiski. Ákvæði þetta var endurnýjað óbreytt árin 1485, 1680, 1789 og 1792. Árið 1872 voru sveitarfélög stofnuð og 1890 tóku þau við fjár- hagslegri ábyrgð refaveiða af bændum.51 Gert var að skyldu að vinna greni og þau jafnframt lögvernduð. Í upphafi 20. aldar varð refaskinn gríðarverðmætt. Á árunum 1920–1930 var hægt að fá allt að árslaun fyrir mórauðan feld. Hér ríkti sannkallað gullæði. Á þessum tíma var þögult samþykki um að sniðganga lögin um grenjavinnslu. Í staðinn var algengt að veiðimenn færu á grenin og tækju yrðlinga á lífi. Þeir voru síðan hafðir í haldi þar til um miðjan vetur þegar verðmæti feldarins var í sem mestum gæðum. Á árunum eftir seinna stríð voru stofnuð refa- bú og innfluttir refir (og minkar) notaðir til ræktunar í stað villtra refa. Sum þessara framandi dýra (bæði refir og minkar) sluppu út í náttúruna og eftir að verðgildi feldar af villtum ref féll voru þeir aftur orðnir til óþurftar. Sett voru lög um eyðingu refa og minka52 og voru báðar tegundir jafnréttdræpar því samkvæmt lögunum skyldi drepa alla refi sem sáust. Farið skyldi á öll þekkt greni einu sinni eða tvisvar á sumri og þau unnin. Leita skyldi að nýjum og óþekktum grenjum. Eitra skyldi á skilgreindum svæðum og tímum. Skotlaun veiðimanna voru hækkuð verulega og embætti veiðistjóra var sett á lagg- irnar árið 1958. Refagreni voru þó (og eru enn) strangfriðuð enda auðveldara að vinna greni þegar vitað er um staðsetn- ingu þeirra, og friðun grenjanna tryggði að ný refapör sóttu í að nýta þau eftir að búið var að fjarlægja óðalsdýrin hverju sinni. Þegar Páll hóf rannsóknir sínar og samstarf við veiðimenn voru refir enn skilgreindir sem meindýr og bar að útrýma þeim samkvæmt lögum sem þá voru í gildi.52 Árið 1994 voru refir, ásamt öðrum villtum spendýrum og fuglum, í fyrsta sinn friðaðir með lögum.53 Sú friðun breytti þó ekki miklu fyrir íslenska melrakkann því í 7. grein laganna er ákvæði um að ráðherra geti aflétt friðun tímabundið sé talið að villt dýr valdi tjóni,  að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Reglugerð um framkvæmd refa- og minkaveiða54 fylgdi listi yfir svæði þar sem ekki mátti veiða refi (meðferð skotvopna bönnuð). Fyrst þá varð friðun refa að veruleika, þó eingöngu á hinum friðlýstum svæðum sem þar voru talin upp. Svæðin voru alls 26 en fæst mikil- væg fyrir refastofninn nema friðland Hornstranda. Mætti ætla að þessar breytingar og friðun hefðu áhrif á rannsóknir og vöktun íslenska melrakkans, sem eru að miklu leyti byggðar á veiðigögnum. Svo varð þó ekki, veiði jókst til muna eftir að villidýralögin tóku gildi − enda var í reglugerðinni viðauki um að vinna skyldi greni um allt land, utan friðlýstra svæða. Lög og reglugerðir stofnbreytingar refa innan friðlanda fyrir og eftir friðun og athuga hver þró- unin var á landsvísu á sama tíma. Einungis eru til gögn frá tveimur svæðum sem mikilvæg geta talist með tilliti til áhrifa af friðun refa á stofn- breytingar, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og friðlandinu á Hornströndum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er 170 km2 að stærð og liggur að sjó. Refaveiðar hafa alfarið verið bannaðar í þjóð- garðinum frá stofnun hans árið 2001.37 Þar eru þekkt að minnsta kosti 27 refa- greni og hafa allt að fimm þeirra verið í ábúð árlega frá því talningar hófust árið 1989. Tíu árum eftir friðun reyndist ekki marktækur munur á ábúðarhlutfalli refagrenja fyrir og eftir friðun.38 Vöktun refa í þjóðgarðinum stendur enn yfir. Meiri stöðugleiki virðist hafa ríkt hvað varðar hlutfall grenja í ábúð eftir friðun en hlutfallið hefur þó að jafnaði heldur lækkað eftir 2015 (Róbert A. Stefánsson, óbirt gögn). Friðlandið á Hornströndum er um 660 km2 að stærð og þar hafa refir verið friðaðir með veiðibanni síðan 1995 (5. mynd).54 Ekki hefur verið lagt mat á stofnstærð refa fyrir og eftir friðun en fyrir liggja veiðitölur frá 1958 til 1994 sem hægt er að nota sem vísitölu um stofnstærð, stofnbreytingar og ábúðar- þéttleika.20 Skráningar á grenjaleit og -vinnslu eru mjög nákvæmar frá þessum tíma. Nokkuð hefur verið fylgst með ref- unum á Hornströndum frá friðun. Því eru til nothæf gögn sem gefa til kynna ábúðarþéttleika og breytingar í stofn- inum frá því fyrir og eftir friðun. Sumrin 1992 og 1993 var farið með staðkunnugum grenjaskyttum á öll þekkt greni innan friðlandsins sem tilheyrðu gamla Grunnavíkurhreppi. Ferðirnar voru farnar á vegum Veiði- stjóraembættisins, og var markmiðið að staðsetja grenin með GPS-tækni. Sumrin 1998 og 1999 var farið í sam- bærilegar ferðir, þá á vegum Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Náttúrustofu Vestfjarða, á þau greni sem tilheyrðu þeim hlutum gamla Sléttuhrepps og Grunnavíkurhrepps sem voru innan friðlandsins. Jafnframt því að staðfesta staðsetningu þeirra var athugað hvort grenin væru í ábúð, fjöldi yrðlinga talinn og nokkrir tugir þeirra eyrnamerktir. Gögnin voru meðal annars notuð til að áætla þéttleika refa á svæðinu og bera saman við gögn úr veiðiskýrslum sem til voru þaðan fyrir tímabilið 1958–1994.21 Ekki hefur verið farið í heildarúttekt á öllu svæðinu síðan en þess í stað hefur verið farið reglulega á hluta Hornstranda til að meta ábúð, gotstærð og fæðu á grenjum. Veiðigögn benda til þess að refastofn- inn á Hornströndum hafi sveiflast í takt við landið í heild meðan veiðar voru þar leyfðar, sérstaklega á tímabili fækk- unar. Á tímabili fjölgunar (1980–1995) var samfelld fjölgun á landinu í heild en jafnframt fjölgun komu fram miklar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.