Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 15
Hin mórauðu (ríkjandi) og hvítu (víkjandi) litarafbrigði melrakkans finnast
í þremur erfðasætum: A (Agouti), B (Black) og E (Extention). Erfðavís-
ar (gen) í A-sæti tjá fjölbreytileg litamynstur sem einkennast af ljósum
kvið og dökku baki, og A-genið erfist alltaf sem Aw í tófum. Erfðavísar
í E-sæti geta verið Ed sem er ríkjandi eða E sem er víkjandi.5 Ríkjandi
erfðavísirinn Ed hamlar tjáningu A og dýrið fær dökkan lit (áhrif frá B)
sem dreifist jafnt um allan skrokkinn. Víkjandi erfðavísirinn E hefur engin
áhrif á tjáningu gena í A-sæti.55 Því þarf bara eitt Ed (EdEd eða EdE) til
Litaerfðir
Litarfar
Colour morph
Arfgerð
Genetics
Afkvæmi (ef báðir foreldrar hafa sömu arfgerð)
Offspring (if both parents have the same gene types)
Arfhreint mórautt dýr / Homozygote blue AwAw BB EdEd Öll mórauð / All blue (Ed)
Arfblendið mórautt dýr / Heterozygote blue AwAw B- EEd Mórauð / Blue (-Ed), hvít / white (EE), bleik /beige (bb)
Arfhreint hvítt dýr / Homozygote white AwAw BB EE Öll hvít / All white (EE)
Arfblendið hvítt dýr / Heterozygote white AwAw B- EE Hvít / White (EE), bleik / beige (bb)
Bleikt dýr / Beige* AwAw bb E- Bleik / Beige (bb E-)
– Þýðir að ekki skiptir máli hvort genið er á móti, afkvæmin verða með sömu litum og lýst er.
– Does not matter which gene is paired with this one, the offspring will be as described.
* Erfðavísirinn b er mjög sjaldgæfur og afar sjaldgæft að báðir foreldrar séu með erfðavísinn.
* A rare ecotype as it is seldom that both parents carry it.
Erfðafræði feldlitar hjá melrökkum. – Fur colour genetics in Arctic foxes.5
að dýrið verði mórautt (dökkt og jafnlitað) en tvö E (EE) þarf til að dýrið
verði hvítt (sjá töflu). Erfðavísar í sæti B eru nær allir ríkjandi í melrökkum
en þó finnst víkjandi gen b sem veldur því að dökki liturinn verður ljós og
dýrið verður ljósbrúnt. Þessi litur tjáist því aðeins ef báðir foreldrar hafa
víkjandi b. Það er afar sjaldgæft en slík dýr finnast þó á öllum útbreiðslu-
svæðum tegundarinnar. Hérlendis kallast þessi litur bleikur og stundum
„landrover“. Tófur sem eru arfhreinar af víkjandi geni í E-sæti verða tvílit-
ar á sumrin og enn ljósari en bleiki refurinn á veturna, þó ekki al-hvítar.5
Mórauð tófa í sumarbúningi. Enn má sjá leifar af vetrarfeldi á skotti en hvítu hárin í andlitinu eru varanleg enda eru mórauð dýr afar breytileg að
lit þegar grannt er skoðað. – Arctic fox of the blue morph during summer. Remains of the winter coat can still be seen on the tail but the white
facial hair is permanent and reflects the variety of the blue colour but has nothing to do with age. Ljósmynd/Photo: Einar Guðmann.
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélagsRitrýnd grein / Peer reviewed
107