Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 20
Náttúrufræðingurinn 112 Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 112–121, 2021 Humlur eru félagsskordýr sem stofna til tiltölulega fáliðaðra búa – með nokkrum tugum upp í nokkur hundruð einstaklinga í hverju – og byggir hver drottning einungis eitt bú á ári. Framan af sumri eru afkomendurnir ókynþroska kvendýr. Þau taka fljótlega við rekstri búsins, sjá um drottninguna og annast umönnun ungviðisins í búinu sumar- langt.2 Í lok sumars klekjast í búinu karl- dýr og tilvonandi drottningar næsta árs (e. gyne). Kynin makast, ókynþroska kvendýr og karldýr drepast og búið leysist upp.3 Tilvonandi drottningar lifa áfram, taka til við að safna fitu- forða fyrir veturinn og leita að hentugu fylgsni neðanjarðar þar sem þær liggja í dvala fram á vor. Árið 2016 birtist yfirlitsgrein um humlufánu Íslands þar sem greint var frá því sem þekkt var um landnáms- sögu og útbreiðslu þeirra sex tegunda sem staðfestar hafa verið hér á landi.4 Í greininni er auk þess að finna ýtarlegar upplýsingar um líffræði og ýmiss konar aðlögun tegundanna. Þar kemur fram að móhumlan Bombus jonellus (Kirby) (1. mynd a) er útbreidd um land allt og er tegundin talin hafa lifað öldum saman á Íslandi. Húshumlan B. lucorum (L.) (1. mynd b) fannst fyrst í Reykjavík 1979. Síðan hefur hún náð að breiðast út um allt land og er nú (2021) algeng í öllum landshlutum. Tvær humlu- tegundir hafa aldrei farið út fyrir suð- vesturhluta landsins, garðhumla, B. hor- torum (L.), og rauðhumla, B. hypnorum (L.) (1. mynd c). Garðhumla var fyrst staðfest hér á landi 1959.5 Hún hvarf að mestu á níunda áratugnum en eftir 2009 tók stofninn að rétta úr kútnum.6 Rauðhumla var fyrst staðfest í námunda við Keflavíkurflugvöll árið 2008. Síðan hefur tegundin náð umtalsverðri útbreiðslu suðvestanlands. Ryðhumla, B. pascuorum (Scopoli), fannst fyrst í Hveragerði 2010 og hefur einnig náð útbreiðslu á Akureyri. Sjötta tegundin, B. pratorum (L.), sem við leggjum til að verði nefnd engjahumla, fannst sumarið 2010 á Eskifirði.4 Frá árinu 1994 hefur ein tegund til viðbótar, B. terrestris (L.), Ásætumítlar á humludrottningum á Íslandi Guðný Rut Pálsdóttir og Karl Skírnisson MEÐ AUKNUM FJÖLDA humlutegunda hérlendis hefur athygli almennings í æ meira mæli beinst að mítlum sem eru oft áberandi á humludrottningum á ferð að vori og hausti þegar þær koma úr vetrardvala eða eru á leið í dvala. Spurningar kvikna oft í framhaldinu um hvaða dýr hér séu á ferðinni og hvort þau hafi skaðleg áhrif á fluguna. Þessar spurningar voru kveikjan að því að ráðist var í þessa fyrstu athugun, með það að markmiði að greina mítlana til tegundar, kanna lífsferil þeirra og möguleg áhrif á humlur og bú. Tengsl humla og ásætumítla eru margvísleg. Ýmist eru mítlarnir sníkjudýr, stunda nytjastuld (e. kleptoparasites) innan búsins eða samskipti tegund- anna flokkast sem gistilífi (e. commensalism) eða samhjálp (e. mutualism). Mítlarnir éta frjókorn, blómasafa og byggingarefni humlanna inni í búunum en geta á sama tíma gert gagn með því að hreinsa búin og taka til, fjarlægja til dæmis úrgang frá lirfum og halda skaðlegum sveppagróðri og ýmsum óæskilegum lífverum í skefjum. Ásætumítlum (Acari) var safnað af 53 drottningum þriggja algengra humlu- tegunda (Bombus spp.) á Íslandi vorið 2017. Flestar drottninganna voru fangaðar á Reykjavíkursvæðinu. Allar drottningarnar báru ásætumítla, allt upp í fjórar tegundir hver. Tvær tegundir ásætumítla voru áður þekktar hér á landi en þrjár nýjar eru staðfestar í fyrsta sinn í þessari rannsókn. Ein tegundanna sem fannst, Pneumolaelaps marginepilosa, er talin stunda hreinan nytjastuld inni í búunum. Þegar á heildina er litið flokkast samskipti hinna tegundanna fjögurra við humlurnar líklega undir samhjálp og hafa því óveruleg áhrif á humlubúin. INNGANGUR Humlur, Bombus (Latreille, 1802), mynda sérstaka ættkvísl innan býflugna- ættarinnar (Apidae). Að minnsta kosti 258 tegundir eru þekktar í heiminum1 og gegna þær mikilsverðu hlutverki sem frjóberar við frævun blómplantna. Útbreiðslan er að mestu leyti bundin við tempruð landsvæði, einkum fjall- lendi ofan skógarmarka, en sums staðar á norðurhveli nær útbreiðslan inn á heimskautssvæðin.2,3 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.