Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 26
Náttúrufræðingurinn
118
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Hugtakið ferjun (e. phoresy) er notað um tengsl lífvera þar sem far-
þegi (e. phoront), til dæmis humlumítill, festir sig tímabundið við
aðra lífveru, svonefnda ferju, til dæmis humlu, og ferðast áfastur
henni milli staða án þess þó að lifa á henni sníkjulífi. Sníkjulífi felur
aftur á móti í sér að sníkjudýrið lifir á eða inni í annarri lífveru, svo-
nefndum hýsli. Þar lifir sníkjudýrið á kostnað hýsilsins, langoftast
með því að ræna hann næringu eða valda honum öðrum skaða
og óþægindum. Skilin milli ferjunar og sníkjulífis geta orðið óljós,
svo sem þegar fjöldi stórvaxinna mítla sem hangir utan á humlu er
orðinn svo mikill að flughæfni flugunnar (ferjunnar) skerðist vegna
þyngdaraukningar og skertrar hreyfigetu. Hér skiptir fjöldi farþega
á hverjum tíma máli.
Orðið phórēsis, sem stendur að baki alþjóðaorðinu um ferjun (e.
phoresy, fr. phorésie, þ. Phoresie o.s.frv.), er grískt og dregið af
sögninni phérō, að bera. Ferjun gegnir margvíslegu hlutverki í við-
gangi tegunda þar sem þessi aðferð hefur þróast, svo sem að auka
útbreiðslu farþegategundarinnar, flytja hana til nýrra búsvæða og
einnig að koma í veg fyrir innræktun. Það gera sumir ásætumítlar
með því að sleppa taki sínu á hárinu sem gripið hafði verið utan um
í búi humlunnar og láta sig falla niður í blóm sem flugan heimsækir
til að safna þar næringu og bera í leiðinni frjókorn milli blóma. Í
blóminu getur mítillinn nefnilega skipt um ferju. Hann festir sig þá
við flugu úr öðru búi, fylgir henni heim á leið og ber þannig nýtt
erfðaefni inn í búið séu fleiri hans líkar þar fyrir.
Ferjun, farþegar og ferjur
Farþegar eru flokkaðir eftir sérhæfingu. (1) Ósérhæfðir farþegar
nýta líkamsparta sem þegar eru til staðar, til dæmis klóskæri á
haus eða króka á fótum, til að halda sér í ferjuna. Þessir líkams-
partar eru svipaðir útlits hjá öllum lífsstigum tegundanna (gyðlum
jafnt sem fullorðnum karl- og kvendýrum) og hafa margvíslegan
annan tilgang en að festa sig við ferjuna, svo sem við fæðuöflun
eða hreyfingu. Dæmi um ósérhæfða farþega eru stórvöxnu tegund-
irnar, ránmítlarnir P. fucorum, P. longisetosus og P. marginepilosa,
sem hafa öflug klóskæri til að grípa utan um hár sem standa út
úr búk humlanna.18 Ljósmynd náðist af mítli sem hélt fast um hár
humlu (6. mynd). (2) Hjá sérhæfðum farþegum er sérstakt gyðlustig
nýtt til ferjunarinnar, flökkustigið. Það er að útliti frábrugðið öðrum
lífsformum tegundarinnar, og er lagað sérstaklega að ferjuninni,
svo sem með öflugu fyrsta fótapari til að hanga með, sogskálum á
neðra borði eða þannig að límkennt efni, seytt úr kirtlum á afturend-
anum, límir gyðluna við sléttan flöt á ferjunni.9,37 Fitumítillinn smá-
vaxni Kuzinia cf. laevis (2. mynd) er ágætt dæmi um sérhæfðan far-
þega. Hann festir sig tryggilega við ferjuna á hárlitlum eða sléttum
líkamspörtum með sogskálum sem hann ber á afturhluta líkamans.
Fullorðinsstig tegundarinnar lifir í humlubúinu og er gjörólíkt flökku-
stiginu í útliti (2. mynd). Hin smávaxna tegundin á Íslandi, S. acaror-
um, notar aftur á móti sérstaka króka á fyrsta fótapari til að krækja
utan um hár á búk humlanna.42,43 Merkileg aðlögun hefur orðið
hjá þessari tegund, því að auk þess að festa sig við hár á sjálfri
humlunni nýtir hún stundum mítla eins og P. fucorum til ferjunar
í stað flugunnar. Þá festir hún sig á hár hans þegar hann er far-
þegi á flugu. Þessi hegðan er vel þekkt og nefnist á ensku hyper-
phoresy.17,23,26,30 Í rannsókn okkar sáum við þetta stundum og náð-
um af því ljósmyndum (7. mynd).
7. mynd. Tvö fullorðin kvendýr flosmítilsins Scutacarus acarorum (Prostigmata) (sjá 3. mynd)
föst á haus annars stigs gyðlu mítilsins Parasitellus fucorum sem sjálf hékk föst á búkhári
humlu. Á innfelldu myndunum sést hvernig S. acarorum krækir öflugum krókum á fremsta
fótapari utan um hár á P. fucorum-gyðlu. – Two adult Scutacarus acarorum females attached
to the head of Parasitellus fucorum deutonymph removed from a bumblebee. Example of
hyperphoretic behaviour. Claws of tarsus on leg I hold fast onto body setae of the phoretic
mite. Bjálki/scale bar = 500 µm. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson & Guðný Rut Pálsdóttir.