Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 30
122 Náttúrufræðingurinn Ritrýnd grein / Peer reviewed Brislingur, Sprattus sprattus (Linnaeus, 1758), ný fisktegund við Íslandsstrendur Jónbjörn Pálsson, Guðjón Már Sigurðsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Klara B. Jakobsdóttir, Nicholas Hoad, Valur Bogason og Jón Sólmundsson ÁRIÐ 2017 veiddist brislingur (Sprattus sprattus) í fyrsta sinn á Íslandsmiðum svo vitað sé. Á næstu árum fjölgaði brislingum sem veiddust við landið og í rannsóknarleiðangri í mars 2021 fengust alls 375 brislingar, einkum fyrir Suður- og Vestur- landi. Í leiðöngrum haustið 2021 fengust um 300 brislingar, nokkrir við Suðurland og í Faxaflóa en flestir í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Með auknu innflæði hlýs sjávar á Íslandsmið síðan árið 1996 hafa nýjar tegundir veiðst við Ísland og talið er líklegt að uppgangur brislings hér við land tengist hærri sjávarhita undanfarin ár. Ekki er enn vitað hvernig hann kom til Íslands en flestir brislingar sem hafa verið kynþroskagreindir hér við land voru kynþroska. Staðfest er að brislingur hrygndi við Ísland sumarið 2021 og það kann að auka líkurnar á því að þessi smávaxna fisktegund sé komin til að vera. Tíminn leiðir síðan í ljós hvort brislingur festir sig í sessi og verður mikilvæg tegund í vistkerfi Íslandsmiða.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.