Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 123 Ritrýnd grein / Peer reviewed 1. mynd (t.v.). Brislingur (Sprattus sprattus) (ofar) og smásíld (Clupea harengus) (neðar), báðir fiskar um 15 cm langir. Brislingurinn er fjögurra ára gamall en síldin eins árs. Brislingur er auð- greindur frá síld á þunnri kviðrönd með þunnum snarptenntum kili (stækkað svæði) og á því að rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga í stað þess að vera undir honum miðjum eins og á síld (sjá örvar). Þá er stirtlan á brislingi hlutfallslega hærri en á síld. Einnig eru kvarnir brislings (efst til vinstri) og síldar (um miðja mynd til vinstri) nokkuð ólíkar, hér sýndar mikið stækkaðar. – Sprat (Sprattus sprattus) (above) and small herring (Clupea harengus) (below), both fish around 15 cm in length. The sprat was four years old, however the herring was one year. Sprat is distinguished from herring by the strong keel of scutes (enlarged area) and that the insertion of pelvic fin is under or in front of the dorsal fin origin (see arrows). The caudal peduncle is also relatively higher. The otoliths of sprat (top left) differ from those of herring (centre left), shown here enlarged. Ljósm./Photos, fiskar/fishes: Svanhildur Egilsdóttir; kvarnir/otoliths: Guðrún Finnbogadóttir INNGANGUR Í hafinu við Ísland mætast kaldir norð- lægir hafstraumar og hlýrri straumar sunnan úr höfum. Hlutfallsleg út- breiðsla og styrkur þessara strauma er breytileg eftir árum og skiptast á köld og hlý tímabil í Norður-Atlantshafi.1 Þegar litið er til síðustu 100 ára má segja að tímabilið 1925–1964 hafi verið hlýtt, þá tóku við hafísárin 1965–1971 og síðan tímabilið 1972–1995 þar sem sjávarhiti var breytilegur eða í lægri kantinum, en frá árinu 1996 hefur verið hlýtt. Þessum breytingum í sjávarhita fylgdu ýmsar breytingar á lífríki sjávar og útbreiðslu margra sjávarlífvera, enda er hitastig talið einn af meginþáttum sem móta útbreiðslu tegunda.2,3 Nokkuð ýtarlegar upplýsingar liggja fyrir um áhrif hlýnunar sjávar upp úr 1925 á fiskistofna við Ísland4,5 og sömuleiðis um áhrif hafísáranna sem fylgdu í kjölfarið 1965–1971.6 Í kjölfar hlýnunar og sterkara innflæðis Atlants- sjávar eftir 1996 urðu miklar breytingar á magni og útbreiðslu fisktegunda við landið. Almennt má segja að magn suðlægra tegunda á landgrunninu hafi aukist en ýmsar norrænar tegundir hafi átt erfiðara uppdráttar.7−9 Þá hafa nokkrar nýjar sjávarlífverur náð fótfestu og aukinni útbreiðslu við landið. Má þar meðal annars nefna flundru (Platichthys flesus),10 sandrækju (Crangon crangon)11 og grjótkrabba (Cancer irroratus),12 en tegundirnar eru fleiri.13 Haustið 2017 bættist ný tegund við hóp þeirra fisktegunda sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögu við Ísland. Það er tegundin brislingur, Sprattus sprattus (Linnaeus, 1758), sem er mjög algengur við strendur meginlands Evrópu allt suður til Afríku.14 Síðan hafa fleiri brislingar veiðst í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar við sunnan- og vestanvert landið. Hér verður gerð grein fyrir þeim og fjallað nánar um þennan smávaxna torfufisk. LÝSING TEGUNDARINNAR Brislingur er smávaxinn uppsjávar- fiskur af síldaætt, fremur þunn- og langvaxinn líkt og síld en þó hærri um sig miðjan (1. mynd). Neðri skoltur nær lítið eitt fram fyrir efra skolt. Í efra skolti eru sjaldnast tennur á plógbeini. Aftur- brún tálknaloka er slétt, bogadregin og án nokkurra sepa, engar geislagárur eru á tálknalokum.14 Bak- og raufar- uggar eru án broddgeisla, en í bakugga eru liðgeislar 13–21 og í raufarugga eru þeir 12–23. Rætur kviðugga, sem hefur sjö (stundum átta) geisla, eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga. Litur á baki er blá- eða grænleitur, hliðar eru silfraðar, engir dökkir blettir. Á kvið- rönd er þunnur snarptenntur kjölur, ólíkt síldinni. ALMENNT UM BRISLING Útbreiðsla brislings er víðáttumikil á landgrunni Evrópu og Norður-Afríku, einkum á minna en 50 m dýpi (2. mynd B). Hún nær frá Atlantshafs- strönd Marokkós og norður í Norður- sjó að strönd suðurhluta Noregs og inn í Eystrasalt. Brislingur finnst allt í kringum Bretlandseyjar og útbreiðslu- svæðið teygir sig norður til Færeyja þar sem hann finnst í nokkru magni inni á fjörðum og víkum. Þá finnst hann í Mið- jarðarhafi, Adríahafi og Svartahafi.14 Brislingur getur náð 19 cm heildar- lengd, en uppistaðan í afla í Eystrasalti og Norðursjó þar sem brislingurinn er helst veiddur er á bilinu 11,5–14,5 cm á lengd.15 Við tíu cm lengd er um helm- ingur hrygna í Eystrasalti og Norður- sjó orðinn kynþroska (L50) en hængar ná þessu hlutfalli um níu cm langir, og eru fiskarnir þá orðnir tveggja til þriggja ára.16 Í Eystrasalti er aldurs- dreifing brislings í afla oft frá eins til sex ára, en eldri fiskar finnast í aflanum.15 Veiðarnar byggjast þó einkum á tveggja og þriggja ára fiski, en aldursdreifingin er breytileg eftir stærð árganga.17 Brislingur er torfufiskur sem heldur sig einkum á grunnsævi, oft nærri ströndum og jafnvel í árósum þar sem hann þolir vel seltulítinn sjó, en hann finnst einnig dýpra. Í Eystrasalti heldur hann sig í djúpunum á veturna en heldur síðan grynnra í fæðuleit á sumrin.18 Hann er oft við fæðuleit nálægt yfir- borði á nóttinni en dýpkar á sér á daginn. Fæðan er svo til eingöngu dýra- svif, einkum krabbaflær.19 Hins vegar er þekkt að á sumum svæðum á ákveðnum árstíma étur brislingur umtalsvert magn af eggjum nytjafiska, svo sem þorsks20 og skarkola,21 og hefur hugsan- lega áhrif á nýliðun þeirra stofna. Sjálfur er brislingur mikilvæg fæða ýmissa fiska, sjófugla og sjávarspendýra og er hann því þýðingarmikill hlekkur milli svifdýra og dýra ofar í fæðukeðjunni.22 Brislingur hrygnir mest á 10–20 m dýpi, oftast nærri ströndinni. Hann hrygnir ekki öllum hrognunum í einu, heldur skiptist hrygningin í lotur og getur staðið í nokkra daga eða jafnvel mánuði.23 Eggin eru sviflæg og kjörhiti fyrir klak er 6–12°C.17 Hrygning getur farið fram allt árið, en meginhrygningin í Eystrasalti er frá maí og fram í júlí.24,25 Við vesturströnd Skotlands fer hrygning fram í febrúar til júlí, en meginhrygn- ingin er í mars til maí.26 Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 122–131, 2021

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.