Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 32
Náttúrufræðingurinn 124 Ritrýnd grein / Peer reviewed Samkvæmt hefð er brislingi skipt í þrjár undirtegundir eftir útbreiðslu- svæði og meðalfjölda kjaltanna aftan kviðugga (e. postpelvic scutes), sem eru plötur úr þykkara hreistri: Sprattus sprattus sprattus í Norðursjó og Erma- sundi, Sprattus sprattus balticus í Eystrasalt og Sprattus sprattus phalerius í Svartahafi og Miðjarðarhafi.14 Rann- sóknir síðari tíma á erfðaefni brislings á útbreiðslusvæðinu hafa leitt í ljós að erfðafræðileg tengsl hinna ýmsu stofna eru flóknari en þessi þrískipting undir- tegunda gefur til kynna.27−30 Miklar veiðar eru stundaðar á bris- lingi og fer stærstur hluti aflans í mjöl og lýsi, en lítilsháttar markaður er fyrir hann til manneldis, ýmist ferskan, reyktan eða niðursoðinn. Eins og búast má við af fremur skammlífum torfufiski hafa nýliðun og afli, bæði í Norðursjó og Eystrasalti, verið sveiflukennd.31,32 Heimsafli brislings var 46 þúsund tonn árið 1950 en jókst síðan nokkuð hratt og var nær ein milljón tonn árið 1975. Eftir það fór aflinn minnkandi, var kominn niður í 220 þúsund tonn árið 1985 og ársaflinn var síðan undir 500 þúsund tonnum allt til ársins 1994 (3. mynd).32 Frá árinu 1994 hefur ársaflinn yfirleitt verið 600–700 þúsund tonn, með umtalsverðum frávikum árin 2012 og 2013. Lang stærstur hluti aflans er veiddur undan ströndum Norðvestur- Evrópu og eru Danir þar stórtækastir; veiddu um 37% heildaraflans á árunum 2010–2018.33 Þar á eftir komu Svíar með 14% og Pólverjar með 12%. BRISLINGUR VIÐ ÍSLAND Við Ísland veiddist brislingur í fyrsta sinn svo vitað sé í lok ágúst árið 2017 í leiðangri Hafrannsóknastofnunar á 20 m dýpi undan Eyjafjallasandi (2. mynd A, viðauki). Fiskurinn var 14,6 cm langur og því líklega fullorðinn og kyn- þroska. Enginn brislingur fékkst árið 2018, en haustið 2019 tók rannsóknar- maður á Hafrannsóknastofnun eftir tor- kennilegum kvörnum sem teknar höfðu verið úr smáum síldfiskum, milli 9 og 16 cm á lengd, sem veiddust í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Við nánari athugun kom í ljós að kvarnirnar voru úr tveimur brislingum. Haustið 2020 fundust síðan bris- lingar í þremur leiðöngrum Hafrann- sóknastofnunar, fyrst í byrjun sept- ember þegar einn fiskur veiddist rétt undan Hjörleifshöfða og tveir austan við Reynisdranga. Þessir fiskar voru 11–12 cm langir og veiddust á 14–29 m dýpi. Í leiðangri á Vestfjörðum um mánaðamótin september-október veiddust síðan fjórir fiskar, allir innar- lega í Ísafjarðardjúpi, og voru þeir milli 8 og 12 cm langir. Þessir fiskar veiddust á 66–83 m dýpi. Síðar um haustið veidd- ust 29 fiskar á fjórum stöðum við suður- ströndina og í Breiðafirði (2. mynd A, viðauki). Þessir fiskar voru 12−15 cm langir og veiddust á 71–135 m dýpi. Í leiðöngrum í mars 2021 veiddust alls 375 brislingar víða fyrir Vestur- og Suðurlandi, frá Patreksfjarðarflóa suður um og allt austur í Meðallandsbug. Oft- ast veiddust 1–2 brislingar í togi, en í þremur togum veiddist töluverður fjöldi. Í mynni Kollafjarðar í Faxaflóa veiddust 68 fiskar, undan Landeyjasandi 52 og undan Rangársandi fengust 225 fiskar (2. mynd A, viðauki). Alls voru 118 fiskar frystir um borð og færðir í land til nánari rannsókna. Sá brislingur sem var frystur um borð í rannsóknaskipum í mars 2021 var síðan þíddur í landi og tekinn til nánari rann- sókna. Fiskarnir voru mældir nákvæm- lega og kyn- og kynþroskagreindir. Við þá greiningu var notað sama kerfi og fyrir síld,34 og miðað við átta stig í kyn- þroska þar sem stig 3 merkir að kyn- kirtlar fylla um það bil helming kvið- arhols, stig 4 merkir að kynkirtlar fylla um það bil 2/3 af kviðarholi og stig 5 merkir að kynkirtlar fylla kviðarholið. Þá var kvörnum til aldursgreiningar safnað úr 23 brislingum. Í þeim þremur togum þar sem flestir brislingar veiddust var lengdar- dreifingin innbyrðis mjög ólík. Einkum skáru brislingarnir í mynni Kolla- fjarðar sig frá hinum tveimur stöð- unum (4. mynd A). Í mynni Kolla- fjarðar var brislingurinn aðallega 14,5– 2. mynd. A. Fundarstaðir og fjöldi brislings (Sprattus sprattus) við Ísland eftir árum til október 2021. B. Útbreiðslusvæði tegundarinnar. – A. Records and number of sprat (Sprattus sprattus) off the coast of Iceland until October 2021. B. General distribution of the species. −24 −22 −20 −18 −16 −14 Lengdargráða / Longitude Lengdargráða / Longitude 64 65 66 B re id d ar g rá ð a / L at it u d e B re id d ar g rá ð a / L at it u d e 40 50 60 70 −20 0 20 40 50 100 150 200Fjöldi / Number 2017Ár / Year 2019 2020 2021 A B
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.