Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
125
Ritrýnd grein / Peer reviewed
16 cm á lengd, en í togunum tveimur
undan Suðurströndinni var hann mest
11–12,5 cm langur. Hlutfall kynja var
ójafnt, hrygnur voru 79% fiskanna sem
kyngreindir voru en hængar 21%. Það
virðist lítið samband milli kynjahlut-
falls og lengdarflokks í þessum sýnum
(4. mynd A).
Allir brislingar sem færðir voru að
landi úr leiðöngrum í mars 2021 voru
kynþroska, nema einn sem var einungis
7,6 cm langur (4. mynd B). Hrygnur
voru mest á þroskastigi 3 og 4, hængar
á stigi 4 og 5. Alls var kvörnum safnað
til aldursgreiningar úr 21 hrygnu og 2
hængum (4. mynd C). Þar kemur fram
að brislingar sem voru 15 cm eða stærri
voru flestir fjögurra ára gamlir (einn
fimm ára), flestir úr toginu í mynni
Kollafjarðar. Minni brislingar voru nær
allir tveggja ára.
Frá mars til ágúst 2021 var sýnum
safnað úr meðafla síldfiska í rækju-
veiðum í Ísafjarðardjúpi og fengust
nokkrir tugir brislinga í þeim sýnum
(óbirt gögn). Í leiðöngrum Hafrann-
sóknastofnunar í október 2021 fengust
rúmlega 300 brislingar. Í Arnarfirði
veiddust 122 fiskar á 51–85 m dýpi, í Ísa-
fjarðardjúpi fengust 152 fiskar, flestir
á 32–68 m dýpi og við Suðurland og í
Faxaflóa alls 29 fiskar á 85–140 m dýpi
(2. mynd A, viðauki). Lengd þessara
fiska var svipuð og áður hafði sést hér
við land. Úrvinnslu gagna er ekki lokið
en skoðun á kynþroska sýndi að fisk-
arnir höfðu langflestir hrygnt um sum-
arið og fyrstu niðurstöður staðfesta að
brislingur hrygndi í Ísafjarðardjúpi
sumarið 2021 (óbirt gögn).
UMRÆÐA
Það telst til tíðinda þegar nytjafiskur
eins og brislingur tekur sér bólfestu á
nýjum hafsvæðum og stækkar þar með
útbreiðslusvæði sitt. Nokkrar nytja-
tegundir á Íslandsmiðum virðast hafa
hagnast á þeim umhverfisbreytingum
sem urðu í lok síðustu aldar og má
þar nefna ýsu (Melanogrammus aegle-
finus), gullkarfa (Sebastes norvegicus),
langlúru (Glyptocephalus cynoglossus),
þykkvalúru (Microstomus kitt), löngu
(Molva molva) og skötusel (Lophius
piscatorius) auk makríls (Scomber
scombrus).35−37 Sama má segja um ýmsar
smávaxnar suðlægar tegundir sem ekki
eru nýttar en fást í stofnmælingum.9
Ekki var þó í öllum tilfellum um stöð-
uga eða viðvarandi aukningu að ræða
og misjafnt er eftir tegundum hvenær
þeim fór að fjölga og hversu lengi sú
uppsveifla stóð. Sem dæmi má nefna
svartgómu (Helicolenus dactylopterus),
litlu brosmu (Phycis blennoides),
urrara (Eutrigla gurnardus) og loðháf
(Etmopterus spinax), sem fóru að fást
í vaxandi mæli á sunnanverðu land-
grunninu í kringum 2005 og hafa verið
algengar síðan. Trjónuhali (Coelor-
inchus caelorhincus) fékkst fyrst við
landgrunnsbrúnina árið 2009 og hefur
verið árviss síðan þótt honum fari nú
aftur fækkandi. Hið smávaxna silfurkóð
(Gadiculus thori) fékkst í miklu magni
árin 2011–2014 en sást varla fyrir eða
eftir það tímabil.
Ekki er ljóst um atburðarásina við
komu brislings á Íslandsmið. Hugsan-
legt er að brislingur hafi birst á miðunum
einhverjum árum fyrir 2017, en sú stað-
reynd að brislingur er mjög áþekkur
síld í útliti gæti hafa gert það að verkum
að tegundin uppgötvaðist seinna en
ella hér við land. Þar sem tegundin er
fremur strandlæg er ólíklegt að fyrstu
fiskarnir hafi synt hingað frá Færeyjum
eða Norðursjó. Líklegra er að egg eða
seiði sem eru sviflæg hafi rekið hingað
með hafstraumum. Aðalhafstraumarnir
milli Íslands og Skotlands eru greinar úr
Norður-Atlantshafsstraumnum og falla
til norðausturs á því svæði, en strauma-
kerfið er talsvert flóknara. Þannig falla
hafstraumar sem eiga upptök sín bæði
sunnan og norðan Færeyja norðvestur
til Íslandsmiða, einkum síðari hluta
árs.38 Í nýlegri grein um rekstefnur
sviflægra lirfa frá ýmsum svæðum í
Norðaustur-Atlantshafi kemur fram að
lirfurek geti átt sér stað frá hafsvæð-
inu milli Færeyja og Hjaltlandseyja til
sunnanverðra Íslandsmiða.39 Stofn-
gerð brislings í Atlantshafi er vel rann-
sökuð og erfðafræðileg rannsókn á
3. mynd. Heimsafli brislings
(Sprattus sprattus) eftir árum.
FAO 2021.32 – World landings
of sprat (Sprattus sprattus) by
years. FAO 2021.32
0
250
500
750
1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015
Ár / Year
A
fli
(þ
ú
s.
t
o
n
n)
/
C
at
ch
(t
h
o
u
s.
t
o
n
n
es
)