Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 34
Náttúrufræðingurinn 126 Ritrýnd grein / Peer reviewed 4. mynd. A. Lengdardreifing brislings (Sprattus sprattus) í þremur togum í rannsóknarleiðangri í mars 2021; í mynni Kollafjarðar (N=68), undan Landeyjasandi (N=52), og undan Rangársandi (N=225). Fjöldi mældra er uppreiknaður með heildarfjölda í viðkomandi togi. B. Lengdardreifing brislings eftir kyni og kynþroska í þremur togum í leiðangri í mars 2021. Fjöldi mældra er uppreiknaður með heildarfjölda í hverju togi. C. Aldurs- dreifing 21 brislingshrygnu sem voru aldursgreindar úr sýni frá mars 2021. Tveir hængar voru í sýninu, báðir fjögurra ára (15 og 15,5 cm langir). − A. Length distribution of sprat (Sprattus sprattus) in three tows in the groundfish survey in March 2021, one at the west coast (N=68) and two at the south coast (N=52 and 225). The number of measured fish has been corrected by the total number caught in each tow. B. Length distri- bution of sprat by sex and sexual maturity stage in three tows in the groundfish survey in March 2021. The number of measured fish has been corrected by the total number caught in each tow. C. Age distribution of 21 female sprat in the groundfish survey in March 2021. Two males were also in the sample, both four years old (15 and 15.5 cm long). Í mynni Kollafjarðar Undan Landeyjasandi Undan Rangársandi 10 12 14 16 10 12 14 16 10 12 14 16 0 20 40 60 Lengd (cm) / Length F jö ld i / N u m b er 0 5 10 15 20 25 8 10 12 14 16 Lengd (cm) / Length F jö ld i / N u m b er 0 1 2 3 4 10 12 14 16 Lengd (cm) / Length F jö ld i / N u m b er A B C Ókyngreint, stig 1 Hrygna, stig 3 Hrygna, stig 4 2 3 4 5Aldur / Age Hængur, stig 4 Hængur, stig 5 Hrygna Hængur stofngerð gæti að einhverju marki upp- lýst um uppruna brislings við Ísland. Söfnun erfðaefnis úr íslenskum brislingi hefur þegar farið fram með þennan möguleika í huga. Tíminn einn getur leitt í ljós hvort brislingur á eftir að festa sig í sessi á Íslandsmiðum, verða mikilvæg stærð í vistkerfinu og jafnvel nytjategund. Í því samhengi skiptir máli að sjávarhiti á Íslandsmiðum er víða innan þeirra marka sem telst kjörhiti fyrir klak brislings, þ.e. 6–12°C.17 Því gæti tegundin haft búsetu hér til frambúðar, ekki síst ef sjávarhiti helst hár eða heldur áfram að hækka. Hugsanlega veldur lægri sjávarhiti fyrir norðan og austan land því að ólíklegt sé að brislingur stækki útbreiðslusvæðið varanlega til þeirra svæða, að minnsta kosti enn sem komið er. Með tilkomu brislings á Íslands- mið má ætla að við mat á stofnstærð ungsíldar þurfi að taka tillit til þess að brislingur gæti einnig verið á svæðinu. Velta má fyrir sér hvort lík- legt sé að brislingur veiti einhverjum nytjategundum við landið samkeppni. Það er ólíklegt að brislingur lendi í samkeppni um hrygningarsvæði við síld eða loðnu, því að báðar þessar tegundir líma egg sín við botn en egg brislingsins eru sviflæg.18 Hins vegar virðist fæðuvali brislings svipa mjög til fæðuvals ungsíldar þannig að samkeppni um fæðu gæti átt sér stað á svæðum þar sem tegundirnar skarast.19 Stundum skarast fæðuval brislings og ungsíldar þó aðeins að hluta til, sem stafar meðal annars af því að brislingur er ekki fær um að sía fæðu úr sjónum líkt og síld, heldur er háður því að grípa einstaka fæðubita.40,41 Annars staðar í Atlantshafi getur brislingur myndað stóra stofna og því gæti frek- ari uppgangur hans haft töluverð áhrif á vistkerfi sjávar við Ísland. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að fylgjast grannt með viðkomu brislings við strendur landsins til að öðlast skilning á þeim breytingum í vistkerfi sjávar sem hann kann að valda.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.