Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 42
Náttúrufræðingurinn 134 Einnig fundust tveir nýdauðir haus- lausir ungar á svæði sem hafði verið skoðað um hálftíma áður án þess að dauðir ungar sæjust (4. mynd). Rétt áður sáust kindur á nákvæmlega sama stað. Engar líkur eru á að fuglarnir hafi misst væng eða haus við það að fljúga á raf- magnsvíra eða girðingar enda ungarnir enn ófleygir. Hauslausu ungarnir voru sumir nýdauðir; blóð lak úr strjúpanum eða var nýstorknað. Ummerkin voru eins og vængur eða haus hefðu verið rifnir frá búknum. Flatey 2020 Kindur sáust ekki éta kríuegg í júní 2020. Hins vegar var áberandi þá tíu daga sem dvalist var í Flatey hve kríum með hreiður fækkaði mikið á sama svæði og kindur sáust éta egg og væng- stýfðir eða hauslausir ungar fundust sumarið áður. Í júlí 2020 fundust fimm vængstýfðir ungar og sjö hauslausir á sama svæði og sumarið 2019, þ.e. á Pálsvelli og í Innstabæjarmýri. Þrjú kríuhreiður voru í Steinabrekku á Flatey 5. júní 2020. Fylgst var með hreiðrunum daglega og 10. júní var eitt hreiður eftir með eggjum. Nokkrum kindum var haldið til beitar í hólfi á þessu svæði og er talið að þær hafi étið eggin úr tveimur hreiðranna. Kindurnar sáust iðulega fast við hreiðrin og létu sér fátt um finnast þegar kríurnar tóku dýfu niður að þeim og hjuggu þær jafnvel í hausinn. Flatey 2021 Í júlí 2021 fannst stakur ungi í Al- heimsmýri. Hafði hausinn verið stýfður af og var strjúpinn alblóðugur. Greini- legt var að unginn hafði verið drepinn rétt áður (5. mynd). Unginn fannst alveg við girðinguna við Pálsvöll þar sem ungar fundust afhausaðir á fyrri árum. Kindur voru stutt frá og var ekki hægt að draga aðra ályktun en að þær hefðu bitið í haus kríuungans og dregið fram af hálsinum. Flatey almennt Hér er einungis um fá stök tilvik að ræða og lítið vitað um áhrif á fuglastofna, dreifingu þeirra eða varp- árangur eftir svæðum, enda ekki sér- staklega verið að fjalla um samspil sauðfjár og fugla. Þrátt fyrir áratuga- rannsóknir á fuglum í Flatey hefur ekki áður orðið vart við kindur éta egg eða unga, meðal annars á þeim svæðum sem getið er að ofan. Sauðfé gengur um nær alla ey núorðið, meðal annars víða þar sem er æðarvarp, nema hvað túnum (nýræktum) á austurhluta eyj- unnar er haldið fjárlausum. Áður fyrr, 3. mynd. Í Flatey á Breiðafirði. Kríuungi sem búið er að bíta af hálfan vænginn. – Arctic tern chick with half of the wing cut off. Flatey in Breiðafjörður. Ljósm./Photo: Ævar Petersen, 23.07.2019. 4. mynd. Hauslausir kríuungar í Flatey á Breiðafirði. Sést í blóðugan strjúpann. – Be- headed Arctic tern chicks, with bloody neck. Flatey in Breiðafjörður. Ljósm./Photo: Ævar Petersen, 23.07.2019.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.