Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 50
Náttúrufræðingurinn 142 4. mynd. Wim van Egmond að taka myndir af skötuormum í Skálanefstjörn í Veiðivötnum í ágúst 2019. – Wim van Egmond, artist and photo- grapher, filming and photographing Arctic tadpole shrimps in Skálanefstjörn pond, Veiðivötn lake area, August 2019. Ljósm./Photo: Þorgerður Þorleifsdóttir. Nú tók gleðin völd og Wim hófst handa við að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af skötuormum á botni tjarnarinnar (4. mynd). Hlutverk okkar greinarhöfunda var að koma auga á nýja skötuorma og hafa auga með þeim þangað til Wim vantaði nýja fyrirsætu. Með þessu móti gat hann myndað nokkurn veginn viðstöðulaust. Fljót- lega kom þó í ljós að skilyrði til mynda- töku voru óhagstæð þar sem birtan var ekki ákjósanleg og vatnsgárurnar trufl- uðu. Við þetta bættist að örðugt var að fylgja skötuormum eftir með mynda- vél á tjarnarbotni, enda eru þeir kvikir í hreyfingum og stöðugt á ferðinni. Því brugðum við á það ráð að safna nokkrum dýrum í ker með leðju af botni tjarnarinnar. Þar með var myndatakan flutt heim í skála þar sem dýrin voru mynduð í kerinu eftir að hafa fengið þar frið í nokkra stund til að aðlagast nýju umhverfi (5. mynd). Á þriðja degi lét sólin sjá sig í fyrsta sinn í ferðinni. Léttist þá heldur á okkur brúnin og við huguðum að því að mynda fleiri vatnalífverur. Í því skyni héldum við gangandi að lítilli tjörn í hraundæld sunnan við Skeifupyttlu þar sem við höfðum séð vatnabjöllur og fallegan vatnagróður tveimur dögum áður. Veður var stillt, himinninn spegl- aðist í tjörninni og í morgunkyrrðinni gafst tækifæri til að fylgjast með fádæma sundfimi tjarnatítna (Arctocorisa car- inata) og vatnabjallna (Dytiscidae). Það var með hálfum hug að við söfnuðum nokkrum þeirra til að mynda við upp- settar aðstæður innandyra seinna um daginn (6. mynd). Á botni tjarnarinnar mátti jafnframt sjá slorpunga (Nostoc), sem eru hnöttótt, hlaupkennd sambýli blágrænubaktería, og haustbrúðu (Call- itriche hermaphroditica) sem er sjaldgæf vatnaplanta.27 Þegar dagur var að kvöldi kominn, og Wim sáttur við myndefnið sem hann hafði náð, ákváðum við að halda heim daginn eftir, þó með viðkomu í Skála- nefstjörn til að svala þessari knýjandi þörf okkar allra til að gera sífellt betur, að ná ef til vill ennþá betri myndum. Til byggða héldum við að lokum með farteskið fullt af myndefni af skötu- ormum og öðrum vatnalífverum og sæl eftir dvölina í kyrrð Veiðivatna. Aðdáunarvert var að fylgjast með vinnubrögðum Wims, sjá hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið af innsæi lista- mannsins og kunnáttu ljósmyndarans, engu síður en náttúrufræðingsins, enda hafði hann kynnt sér vel skötuorma og atferli þeirra og spurt margs, og hafði auðheyrilega einnig góða þekkingu á öðrum vatnalífverum. Af mikilli hug- kvæmni og þolinmæði leysti Wim eitt vandasamasta viðfangsefni ljós- myndunar við frumstæðar aðstæður í Veiðivötnum – að ná réttri lýsingu á myndefnið, smádýr á sífelldri hreyfingu. Jafnframt var allur aukabúnaður sem Wim notaði við myndatökurnar athygl- isverður, í senn einfaldur og að hluta til heimatilbúinn (4. og 6. mynd). Við tökurnar notaði Wim nokkrar gerðir af myndavélum og aðdráttarlinsum, meðal annars vatnshelda makró-gleiðlinsu (Laowa 24 mm, f/14 2X Macro Probe) (sjá 5. mynd a) og vatnshelda mynda- vél (Olympus TG-6) til að taka myndir neðan vatnsborðs, ásamt löngustöng (e. selfie stick). LOKAORÐ Afurðir leiðangursins, að eftirvinnslu myndefnis lokinni, voru hátt á annað hundrað ljósmyndir og myndskeið af skötuormum og fleiri vatnalífverum í náttúrulegu umhverfi sínu. Mikil ánægja er með myndirnar og úr nægu að moða til útgáfu prentaðs og raf- ræns fræðsluefnis á vegum Náttúru- minjasafns Íslands. Myndefnið hefur þegar verið nýtt í fræðslu á vegum safnsins, meðal annars á Vísindavöku Rannís 2019, í innslagi um skötuorma í sjónvarpsþættinum Nýjasta tækni og vísindi á RÚV 28. september 2020 og í fræðslumola á vefsetri, fésbókarsíðu og Instagram-síðu safnsins.a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.