Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 147 Ritrýnd grein / Peer reviewed Hér ber þó að nefna skrif Helga Hallgríms- sonar um útlit og flokk- unarfræðileg einkenni skötuorms7,8 og almenna lýsingu hans á líffræði dýranna,9 sem og grein Árna Einarssonar sem byggðist á könnun hans á fæðu skötuorma í Mývatni og víðar.10 Það er svo ekki fyrr en um miðjan tíunda áratuginn að ráðist var með skipulegum hætti í rannsóknir á lifnaðarháttum og útbreiðslu skötu- orms í Veiðivötnum á árunum 1994– 1996.11 Þær rannsóknir lutu að vistfræði og lífssögu skötuorma í vötnum og tjörnum í Veiðivatnaklasanum. Meðal annars var búsvæðaval dýranna kannað og tengsl þess við umhverfisbreytur.12,13 Auk þess voru athuganir gerðar á fæðuatferli, varphegðun og eggjafram- leiðslu, meðal annars með tilraunum á rannsóknarstofu.12–15 Hér er sjónum beint að útbreiðslu skötuorms á landsvísu og er aðallega byggt á gögnum höfunda úr vettvangs- ferðum og á ýmiss konar ritheimildum, þar á meðal rannsóknarskýrslum, ásamt munnlegum upplýsingum frá þeim sem hafa rekist á dýrið og/eða hafa vitneskju frá öðrum um fundarstað. Auk þess var leitað eftir upplýsingum um fund skötu- orma á samskiptamiðlinum Facebook. Meginmarkmiðið er að draga upp heildstæða mynd af útbreiðslu skötu- orms á landinu og bregða ljósi á þær umhverfisbreytur sem helst geta skýrt búsvæðaval tegundarinnar og dreifingu hennar á landsvísu. Þekking og skiln- 1. mynd. Skötuormur úr Veiðivötnum sumarið 2018. – Arctic tadpole shrimp from Veiðivötn lake cluster in. summer 2018. Ljósmynd/Photo: Ragnar Th. Sigurðsson. 2. mynd. Skötuormur í Veiðivötnum sumarið 2020. – Arctic tadpole shrimp in Veiðivötn lake cluster in summer 2020. Ljósmynd/Photo: Wim van Egmond.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.