Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 56
Náttúrufræðingurinn 148 Ritrýnd grein / Peer reviewed ingur á útbreiðslu þessa áhugaverða krabbadýrs er mikilvæg, meðal annars í vistfræðilegu samhengi, svo sem í tengslum við fæðu fiska og fugla11,16–18 og í ljósi loftslagsbreytinga og hlýnunar vatna. Vísbendingar eru um að tegundin sé viðkvæm fyrir hlýnun.19 Skötuormar eru af fornum meiði, taldir hafa komið fram í dagsljósið fyrir um 200 milljónum ára og virðast lítið hafa breyst að lögun og útliti.20 Þeir finnast í tjörnum, stöðuvötnum og smá- lækjum umhverfis allt norðurhvelið, frá 60. til 80. gráðu norðlægrar breiddar.19 Skötuormurinn er ein af fáum heim- skautategundum sem þrífast hér á landi.21 Skötuormurinn er einær, klekst sem lirfa úr eggi á vorin, vex með ham- skiptum og nær fullri stærð síðsumars. Hann verpir eggjum allt sumarið og fram á haust, og þá drepst hann áður en vetur gengur í garð. Um líffræði skötu- orms almennt, útlit og lífshætti hér á landi er til nánari glöggvunar vísað til greinar Þóru Hrafnsdóttur og Þor- gerðar Þorleifsdóttur í þessu tölublaði,18 umfjöllunar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1996,11 greinar Árna Einarssonar í Náttúrufræðingnum árið 197910 og rits Snorra Baldurssonar, Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar.21 EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Útbreiðsla skötuorms á Íslandi var könnuð á grundvelli eigin rannsókna og gagna og með ýtarlegri leit í birtum rannsóknagreinum og -skýrslum, þar með talið samstarfsaðila í verkefninu Yfirlitskönnnun á lífríki íslenskra vatna sem Náttúrufræðistofa Kópavogs, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Veiðimálastofnun (nú: Hafrann- sóknastofnun, rannsókna- og ráðgjaf- arstofnun hafs og vatns) settu á lagg- irnar árið 1992.17,22–24 Einnig var leitað fanga í ferðaritum og frásögnum fyrri tíma, meðal annars í ritverkum Þor- valds Thoroddsens,25,26 og aflað upp- lýsinga um fund skötuorma með skrif- legum og munnlegum fyrirspurnum til almennings. Aðstandendur Yfirlitskönnunar á líf- ríki íslenskra vatna veittu góðfúslegt leyfi til að nota hluta af gögnum verk- efnisins. Um er að ræða skrá með upp- lýsingum um fæðu silunga í alls 60 stöðuvötnum. Mikið af upplýsingum um fundar- staði skötuorms og tilvist er að finna í rannsóknar- og vöktunarskýrslum í tengslum við virkjanir, einkum fiski- rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatna- sviði Blöndu og Þjórsár.27–29 Eftirgrennslan höfunda hjá almenn- ingi um fundarstaði skötuorms var gerð í því augnamiði að afla vitneskju um skötuorma sem hefði verið erfitt að fá með öðrum hætti. Fyrst voru settar fram fyrirspurnir af þessu tagi árið 1994 í dagblöðum og útvarpi og nú síðast í október 2020, einnig á Facebook. Tilkynningar frá almenningi voru misýtarlegar. Oftast voru gefin upp staðarheiti en í nokkrum tilfellum einnig hnattstaða (lengdar- og breiddar- gráða, GPS-hnit) og jafnvel loftmynd af fundarstað. Í öðrum tilfellum voru upplýsingar takmarkaðar og óáreiðan- legar, svo sem að sést hefði til skötu- orms á tilteknu landsvæði, og var slíkum tilfellum sleppt í þessari sam- antekt. Í þeim tilvikum þar sem stað- setning fundarstaðar var gefin upp á afmörkuðu landsvæði, til dæmis á heiði, var staðsetningin námunduð með hnattstöðu sem næst miðju við- komandi svæðis. Fundarstaðirnir voru skráðir með heiti vatns eða lýsingu fundarstaðar og staðhátta, landfræðilegri staðsetningu, nafni heimildarmanns, ártali fundar og tilkynningar. Ákvörðun hnattstöðu var gerð á vefsíðu Google Earth og korta- grunni Landmælinga Íslands, þar sem jafnframt var skráð hæð viðkomandi fundarstaðar yfir sjávarmáli. 3. mynd. Útbreiðsla skötuorms á Íslandi með hliðsjón af hæð (m) yfir sjávarmáli. Gögnin taka til alls 237 fundarstaða og ná yfir tímabilið 1780–2020 (sjá 1. viðauka). – Distribution of Arctic tadpole shrimp locations in Iceland (n=237) according to height a.s.l. (m) (Appendix 1). Grunngögn korts IS50V Landmælinga Íslands. Kort: Adam Hoffritz 2021 0–200 mHæð yfir sjávarmáli 201–400 m 401–600 m > 600 m

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.