Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 56
Náttúrufræðingurinn 148 Ritrýnd grein / Peer reviewed ingur á útbreiðslu þessa áhugaverða krabbadýrs er mikilvæg, meðal annars í vistfræðilegu samhengi, svo sem í tengslum við fæðu fiska og fugla11,16–18 og í ljósi loftslagsbreytinga og hlýnunar vatna. Vísbendingar eru um að tegundin sé viðkvæm fyrir hlýnun.19 Skötuormar eru af fornum meiði, taldir hafa komið fram í dagsljósið fyrir um 200 milljónum ára og virðast lítið hafa breyst að lögun og útliti.20 Þeir finnast í tjörnum, stöðuvötnum og smá- lækjum umhverfis allt norðurhvelið, frá 60. til 80. gráðu norðlægrar breiddar.19 Skötuormurinn er ein af fáum heim- skautategundum sem þrífast hér á landi.21 Skötuormurinn er einær, klekst sem lirfa úr eggi á vorin, vex með ham- skiptum og nær fullri stærð síðsumars. Hann verpir eggjum allt sumarið og fram á haust, og þá drepst hann áður en vetur gengur í garð. Um líffræði skötu- orms almennt, útlit og lífshætti hér á landi er til nánari glöggvunar vísað til greinar Þóru Hrafnsdóttur og Þor- gerðar Þorleifsdóttur í þessu tölublaði,18 umfjöllunar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1996,11 greinar Árna Einarssonar í Náttúrufræðingnum árið 197910 og rits Snorra Baldurssonar, Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar.21 EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Útbreiðsla skötuorms á Íslandi var könnuð á grundvelli eigin rannsókna og gagna og með ýtarlegri leit í birtum rannsóknagreinum og -skýrslum, þar með talið samstarfsaðila í verkefninu Yfirlitskönnnun á lífríki íslenskra vatna sem Náttúrufræðistofa Kópavogs, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Veiðimálastofnun (nú: Hafrann- sóknastofnun, rannsókna- og ráðgjaf- arstofnun hafs og vatns) settu á lagg- irnar árið 1992.17,22–24 Einnig var leitað fanga í ferðaritum og frásögnum fyrri tíma, meðal annars í ritverkum Þor- valds Thoroddsens,25,26 og aflað upp- lýsinga um fund skötuorma með skrif- legum og munnlegum fyrirspurnum til almennings. Aðstandendur Yfirlitskönnunar á líf- ríki íslenskra vatna veittu góðfúslegt leyfi til að nota hluta af gögnum verk- efnisins. Um er að ræða skrá með upp- lýsingum um fæðu silunga í alls 60 stöðuvötnum. Mikið af upplýsingum um fundar- staði skötuorms og tilvist er að finna í rannsóknar- og vöktunarskýrslum í tengslum við virkjanir, einkum fiski- rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatna- sviði Blöndu og Þjórsár.27–29 Eftirgrennslan höfunda hjá almenn- ingi um fundarstaði skötuorms var gerð í því augnamiði að afla vitneskju um skötuorma sem hefði verið erfitt að fá með öðrum hætti. Fyrst voru settar fram fyrirspurnir af þessu tagi árið 1994 í dagblöðum og útvarpi og nú síðast í október 2020, einnig á Facebook. Tilkynningar frá almenningi voru misýtarlegar. Oftast voru gefin upp staðarheiti en í nokkrum tilfellum einnig hnattstaða (lengdar- og breiddar- gráða, GPS-hnit) og jafnvel loftmynd af fundarstað. Í öðrum tilfellum voru upplýsingar takmarkaðar og óáreiðan- legar, svo sem að sést hefði til skötu- orms á tilteknu landsvæði, og var slíkum tilfellum sleppt í þessari sam- antekt. Í þeim tilvikum þar sem stað- setning fundarstaðar var gefin upp á afmörkuðu landsvæði, til dæmis á heiði, var staðsetningin námunduð með hnattstöðu sem næst miðju við- komandi svæðis. Fundarstaðirnir voru skráðir með heiti vatns eða lýsingu fundarstaðar og staðhátta, landfræðilegri staðsetningu, nafni heimildarmanns, ártali fundar og tilkynningar. Ákvörðun hnattstöðu var gerð á vefsíðu Google Earth og korta- grunni Landmælinga Íslands, þar sem jafnframt var skráð hæð viðkomandi fundarstaðar yfir sjávarmáli. 3. mynd. Útbreiðsla skötuorms á Íslandi með hliðsjón af hæð (m) yfir sjávarmáli. Gögnin taka til alls 237 fundarstaða og ná yfir tímabilið 1780–2020 (sjá 1. viðauka). – Distribution of Arctic tadpole shrimp locations in Iceland (n=237) according to height a.s.l. (m) (Appendix 1). Grunngögn korts IS50V Landmælinga Íslands. Kort: Adam Hoffritz 2021 0–200 mHæð yfir sjávarmáli 201–400 m 401–600 m > 600 m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.