Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 58
Náttúrufræðingurinn
150
Ritrýnd grein / Peer reviewed
nýlegar skráningar og er annað tilvikið,
síðla sumars árið 2017, í senn forvitni-
legt og skemmtilegt því finnandinn,
Þórður Halldórsson, náði að festa á
mynd lóuþræl (Calidris alpina) sem
trítlaði um í annarri tjörninni og náði
upp í sig skötuormi (7. mynd). Að því
frátöldu eru engar beinar upplýsingar í
okkar gögnum um að fuglar éti skötu-
orm. Óbeinar upplýsingar eru þær einar
að leifar af skötuormi fundust í mögum
tveggja ungra hávellukolla sem ánetj-
uðust í silungsnet í Gilsárvatni ytra á
Fljótsheiði (1. viðauki).30
Leitni er í þá veru að fundarstaðirnir
liggi lægra eftir því sem norðar og vestar
dregur á landinu (8. og 9. mynd). Tölu-
verður munur er einnig í útbreiðslu
skötuorms eftir landshlutum (10.
mynd, χ2 = 87,8, Ft. = 4, p<0,001). Hér
ber þó að hafa í huga að söfnunarátak
var ekki staðlað og fór ekki eins fram í
öllum landshlutum. Liðlega þriðjungur
fundarstaða (68%) er sinn hvorum
megin heiða, þ.e. 33% tilvika á Norður-
landi og 35% á Suðurlandi. Fágætastir
eru skötuormar á Vesturlandi, 5% til-
vika, þá á Vestfjörðum, 11% tilvika, og
16% tilvika á Austurlandi.
Hæð fundarstaða yfir sjávarmáli
er nokkuð frábrugðin milli lands-
hluta (1. tafla, H = 56,974, Ft. = 4, p <
0,001) og í takti við leitnina sem kom
fram við athugun lengdargráðu og
breiddargráðu. Marktækur munur
var á hæð fundarstaða í samanburði
milli landshluta (KS = 0,372–0,846, p:
<0,001–0,016) nema milli Vesturlands
og Vestfjarða (KS= 0,349, p=0,289).
Lægst er meðalhæðin á Vesturlandi, 357
m (104–480 m) og hæst á Austurlandi,
593 m (155–797 m). Lægsti fundarstaður
skötuorms var í 7 m h.y.s., í Miklavatni
í Aðaldal við Skjálfandaflóa árið 1996
(1. viðauki), en hæsti fundarstaður sem
fyrr segir í Gæsavötnum á Norðaustur-
landi í 913–915 m.
Skötuormar og silungar
Silungur kom fyrir í 74 stöðuvötnum og
tveimur kvíslum (1. viðauki). Í 57 stöðu-
vatnanna hafði silungur étið skötu-
orm (77% tilvika), þar af í 23 grunnum
vötnum (40%), 13 meðaldjúpum vötnum
(23%) og 21 djúpu vatni (37%).
Mikilvægi skötuorms í fæðu silunga
kemur vel fram í gagnagrunni Yfir-
litskönnunar á lífríki íslenskra vatna (2.
viðauki). Af þeim 60 stöðuvötnum sem
í var silungur fundust skötuormar í
mögum þeirra í 15 vötnum (25% tilvika).
Jafnan var tíðni silunga með skötuorma
í maga í hverju vatni 2–25% og oftast
voru 1−10 skötuormar í hverjum maga.
Tvö vötn skera sig úr um skötuormaát
silunga, Reyðarvatn á Hofsafrétti og
Högnavatn á Þorskafjarðarheiði. Í
Reyðarvatni höfðu allar 45 bleikjurnar í
úrtakinu étið skötuorm, og voru flestar
með 100–170 dýr í maganum, en sú sem
át mest hafði gleypt 222 dýr (2. viðauki).
Í Högnavatni höfðu 78% bleikjanna
étið skötuorm og var fjöldi dýra í maga
þeirra á bilinu 1–69.
UMRÆÐA
Hálendisdýr
Þessi rannsókn staðfestir með skýrum
hætti að skötuormurinn er fyrst og
fremst hálendisdýr á Íslandi (yfir
90% í 200 m h.y.s., eða meira), og er
algengastur í tjörnum og grunnum
vötnum í um 400 m hæð yfir sjávar-
máli eða meira. Dýrið hefur fundist í
öllum landshlutum en í mismunandi
mæli, mest á norðan- og sunnanverðu
miðhálendinu en síst á Vesturlandi. Sér-
staklega er áberandi fjarvera dýranna í
fjallgarðinum á Snæfellsnesi. Þar eru
tjarnir og vötn í 200−600 m h.y.s. sem
dýrin virðast við fyrstu sýn geta þrifist
í. Svipaða sögu er að segja á Reykjanes-
skaga og Hengilssvæðinu þar sem skötu-
ormur hefur ekki fundist svo við vitum
til, þrátt fyrir að þar séu tjarnir og vötn í
meira en 200 m hæð.
Nokkrar áberandi þyrpingar má sjá
í útbreiðslu skötuormsins á landsvísu,
svo sem á Arnarvatnsheiði, Þorska-
fjarðarheiði og Eyjabökkum, og enn
fremur í Veiðivötnum og Þjórsárverum.
Öll þessi landsvæði eiga það sameig-
inlegt að liggja fremur hátt, í meira
en 400 m h.y.s., og einkennast af ríku-
legu votlendi með miklu af tjörnum og
vötnum af þeirri gerð sem augljóslega
hentar skötuormum. Sum svæðin, eins
og Arnarvatnsheiði, Veiðivötn og Þjórs-
árver, eiga það einnig sameiginlegt að
vera tiltölulega vel rannsökuð því að þar
hafa verið stundaðar vettvangsathug-
anir og -kannanir af ýmsu tagi á alllöngu
5. mynd. Tíðni (%) fundarstaða skötuorms í tjörnum og stöðu-
vötnum (n=232) eftir áætluðu meðaldýpi vatnanna (m).
– Frequency of occurrence (%) of Arctic tadpole shrimp loca-
tions in tarns and lakes (n=232) by estimated mean depth (m).
6. mynd. Tíðni (%) allra fundarstaða skötuorms (n=237) eftir
hæð yfir sjávarmáli (m). – Frequency of occurrence (%) of
Arctic tadpole shrimp locations (n=237) by altitude (m a.s.l.).
< 1 m 1-3 m > 3-5m > 5 m 0-200 201-400 401-600 > 601
0
10
20
30
40
50
60
T
ín
ð
n
i (
%
) f
u
n
d
a
/
F
re
q
. o
f
o
cc
u
rr
e
n
ce
(%
)
0
10
20
30
40
50
60
T
ín
ð
n
i (
%
) f
u
n
d
a
/
F
re
q
. o
f
o
cc
u
rr
e
n
ce
(%
)
Meðaldýpi vatna (m) / Mean depth (m) Hæð y.s. (m) / Height a.s.l. (m)