Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 58
Náttúrufræðingurinn 150 Ritrýnd grein / Peer reviewed nýlegar skráningar og er annað tilvikið, síðla sumars árið 2017, í senn forvitni- legt og skemmtilegt því finnandinn, Þórður Halldórsson, náði að festa á mynd lóuþræl (Calidris alpina) sem trítlaði um í annarri tjörninni og náði upp í sig skötuormi (7. mynd). Að því frátöldu eru engar beinar upplýsingar í okkar gögnum um að fuglar éti skötu- orm. Óbeinar upplýsingar eru þær einar að leifar af skötuormi fundust í mögum tveggja ungra hávellukolla sem ánetj- uðust í silungsnet í Gilsárvatni ytra á Fljótsheiði (1. viðauki).30 Leitni er í þá veru að fundarstaðirnir liggi lægra eftir því sem norðar og vestar dregur á landinu (8. og 9. mynd). Tölu- verður munur er einnig í útbreiðslu skötuorms eftir landshlutum (10. mynd, χ2 = 87,8, Ft. = 4, p<0,001). Hér ber þó að hafa í huga að söfnunarátak var ekki staðlað og fór ekki eins fram í öllum landshlutum. Liðlega þriðjungur fundarstaða (68%) er sinn hvorum megin heiða, þ.e. 33% tilvika á Norður- landi og 35% á Suðurlandi. Fágætastir eru skötuormar á Vesturlandi, 5% til- vika, þá á Vestfjörðum, 11% tilvika, og 16% tilvika á Austurlandi. Hæð fundarstaða yfir sjávarmáli er nokkuð frábrugðin milli lands- hluta (1. tafla, H = 56,974, Ft. = 4, p < 0,001) og í takti við leitnina sem kom fram við athugun lengdargráðu og breiddargráðu. Marktækur munur var á hæð fundarstaða í samanburði milli landshluta (KS = 0,372–0,846, p: <0,001–0,016) nema milli Vesturlands og Vestfjarða (KS= 0,349, p=0,289). Lægst er meðalhæðin á Vesturlandi, 357 m (104–480 m) og hæst á Austurlandi, 593 m (155–797 m). Lægsti fundarstaður skötuorms var í 7 m h.y.s., í Miklavatni í Aðaldal við Skjálfandaflóa árið 1996 (1. viðauki), en hæsti fundarstaður sem fyrr segir í Gæsavötnum á Norðaustur- landi í 913–915 m. Skötuormar og silungar Silungur kom fyrir í 74 stöðuvötnum og tveimur kvíslum (1. viðauki). Í 57 stöðu- vatnanna hafði silungur étið skötu- orm (77% tilvika), þar af í 23 grunnum vötnum (40%), 13 meðaldjúpum vötnum (23%) og 21 djúpu vatni (37%). Mikilvægi skötuorms í fæðu silunga kemur vel fram í gagnagrunni Yfir- litskönnunar á lífríki íslenskra vatna (2. viðauki). Af þeim 60 stöðuvötnum sem í var silungur fundust skötuormar í mögum þeirra í 15 vötnum (25% tilvika). Jafnan var tíðni silunga með skötuorma í maga í hverju vatni 2–25% og oftast voru 1−10 skötuormar í hverjum maga. Tvö vötn skera sig úr um skötuormaát silunga, Reyðarvatn á Hofsafrétti og Högnavatn á Þorskafjarðarheiði. Í Reyðarvatni höfðu allar 45 bleikjurnar í úrtakinu étið skötuorm, og voru flestar með 100–170 dýr í maganum, en sú sem át mest hafði gleypt 222 dýr (2. viðauki). Í Högnavatni höfðu 78% bleikjanna étið skötuorm og var fjöldi dýra í maga þeirra á bilinu 1–69. UMRÆÐA Hálendisdýr Þessi rannsókn staðfestir með skýrum hætti að skötuormurinn er fyrst og fremst hálendisdýr á Íslandi (yfir 90% í 200 m h.y.s., eða meira), og er algengastur í tjörnum og grunnum vötnum í um 400 m hæð yfir sjávar- máli eða meira. Dýrið hefur fundist í öllum landshlutum en í mismunandi mæli, mest á norðan- og sunnanverðu miðhálendinu en síst á Vesturlandi. Sér- staklega er áberandi fjarvera dýranna í fjallgarðinum á Snæfellsnesi. Þar eru tjarnir og vötn í 200−600 m h.y.s. sem dýrin virðast við fyrstu sýn geta þrifist í. Svipaða sögu er að segja á Reykjanes- skaga og Hengilssvæðinu þar sem skötu- ormur hefur ekki fundist svo við vitum til, þrátt fyrir að þar séu tjarnir og vötn í meira en 200 m hæð. Nokkrar áberandi þyrpingar má sjá í útbreiðslu skötuormsins á landsvísu, svo sem á Arnarvatnsheiði, Þorska- fjarðarheiði og Eyjabökkum, og enn fremur í Veiðivötnum og Þjórsárverum. Öll þessi landsvæði eiga það sameig- inlegt að liggja fremur hátt, í meira en 400 m h.y.s., og einkennast af ríku- legu votlendi með miklu af tjörnum og vötnum af þeirri gerð sem augljóslega hentar skötuormum. Sum svæðin, eins og Arnarvatnsheiði, Veiðivötn og Þjórs- árver, eiga það einnig sameiginlegt að vera tiltölulega vel rannsökuð því að þar hafa verið stundaðar vettvangsathug- anir og -kannanir af ýmsu tagi á alllöngu 5. mynd. Tíðni (%) fundarstaða skötuorms í tjörnum og stöðu- vötnum (n=232) eftir áætluðu meðaldýpi vatnanna (m). – Frequency of occurrence (%) of Arctic tadpole shrimp loca- tions in tarns and lakes (n=232) by estimated mean depth (m). 6. mynd. Tíðni (%) allra fundarstaða skötuorms (n=237) eftir hæð yfir sjávarmáli (m). – Frequency of occurrence (%) of Arctic tadpole shrimp locations (n=237) by altitude (m a.s.l.). < 1 m 1-3 m > 3-5m > 5 m 0-200 201-400 401-600 > 601 0 10 20 30 40 50 60 T ín ð n i ( % ) f u n d a / F re q . o f o cc u rr e n ce (% ) 0 10 20 30 40 50 60 T ín ð n i ( % ) f u n d a / F re q . o f o cc u rr e n ce (% ) Meðaldýpi vatna (m) / Mean depth (m) Hæð y.s. (m) / Height a.s.l. (m)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.