Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 151 Ritrýnd grein / Peer reviewed 1. tafla. Hæð (m) fundarstaða skötuorms yfir sjávarmáli eftir landshlutum (n=237) − Height (m a.s.l.) of Arctic tadpole shrimp locations by country regions (n=237). Vesturland W-Iceland Vestfirðir Westfjords Norðurland N-Iceland Austurland E-Iceland Suðurland S-Iceland Meðaltal / Mean 357 399 447 593 530 St.sk. / SEM 37,1 18,0 25,2 19,4 14,8 Miðgildi / Median 420 420 480 628 580 Lággildi / Min 104 140 7 155 53 Hágildi / Max 480 495 915 797 683 Spönn / Range 376 355 908 642 630 n 11 25 79 39 83 tímabili. Veiðivötn eru gott dæmi um þetta. Elsta heimildin frá Veiðivötnum er frásögn Þorvalds Thoroddsens um rann- sóknarferð sína árið 1886,26 en þær sem nær okkur standa í tíma eru frá áttunda áratug síðustu aldar,31,32 þ.e. fiskirann- sóknir á vegum Veiðimálastofnunar sem síðan hafa verið allreglulegar33 og svo rannsóknir höfunda þessarar greinar.11 Ekki er útilokað að áherslur í rann- sóknum á tilteknum svæðum á landinu kunni að skekkja nokkuð mynd okkar af dreifingu skötuorms í landinu og ber að hafa það í huga. Útbreiðslumynstur skötuorms á Íslandi virðist að mörgu leyti sam- bærilegt mynstrinu í Noregi, en þar hafa töluverðar rannsóknir verið gerðar á dýrunum í gegnum tíðina.34 Á Harð- angurs-hásléttunni í Suður-Noregi, sem er við 64° norðlægrar breiddar, er útbreiðslan að miklu leyti bundin við 900–1000 m h.y.s. Hæðin minnkar eftir því sem norðar dregur, niður í um 200 m í Finnmörku í Norður-Noregi, við 70° breiddargráðu.34,35 Útbreiðsla skötuorms í Svíþjóð er með líku sniði og í Noregi; hann finnst ekki á láglendi nema allra nyrst. Þá er hann ekki lengur að finna á Írlandi eða í Skotlandi þar sem dýrin þrifust um tíma eftir að síð- ustu ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum.34,36,37 Á Svalbarða og víðar norðar- lega á norðurhveli þrífst skötuormur- inn hins vegar í fisklausum vötnum og tjörnum sem liggja mjög lágt, þ.e. í 5–15 m hæð. 38–41 Margt bendir til að hiti sé einn helsti umhverfisþátturinn sem tak- markar og mótar útbreiðslu skötuorms, jafnt hér á landi sem annars staðar á norðurhveli.19,34 Norður-suður-leitnin í útbreiðslunni er í takt við þá til- hneigingu að umhverfið verði almennt kaldara eftir því sem norðar dregur. Þá benda athuganir á skötuormi til þess að tilvist hans sé að miklu leyti komin undir hitastigi á meðan eggin eru í dvala yfir veturinn. Mjög lágt hitastig virð- ist vera nauðsynlegt fyrir þroska eggja yfir veturinn og er það hald sumra að eggin verði jafnvel að þorna og/eða frjósa til þess að sviflirfurnar klekist út þegar hlýnar og ísa leysir.34,42 Þessar vís- bendingar eru einkum studdar gögnum frá Noregi þar sem rannsóknir gefa til kynna að skötuormar þrífast sérstak- lega vel í vötnum þar sem vatnsstaðan er lág yfir veturinn og efsti hluti strand- svæðisins frýs, sem á bæði við um nátt- úruleg vötn og tjarnir og tilbúin mið- lunarlón.34,42 Dýrin festa eggin gjarnan á steina og greinar við fjöruborð og -bakka og bendir þetta til að eggin þurfi mjög lágt hitastig og jafnvel að frjósa til að þroskast áfram eftir dvalann. Eftirsótt fæða Skötuormur virðist vera eftirsótt fæða hjá bleikju og urriða. Hann finnst í silungsmögum í mörgum stöðuvötnum, aðallega þó í þeim grynnri. Skötuormsát silungs í örgrunnum vötnum sem hætt er við að botnfrjósi, eins og Reyðarvatn á Hofsafrétti er gott dæmi um, kemur þegar betur er að gáð ekki á óvart, enda þótt silungur fái ekki þrifist í slíkum vötnum allt árið um kring. Silungur hefur oft tímabundið aðgengi um ár og læki að slíkum vötnum á þeim árstímum sem nægt vatn er til staðar ófrosið, frá síðsumri og fram á haust. Mikilvægi skötuorms sem fæða silungs í stöðuvötnum hér á landi hefur áður verið staðfest að nokkru leyti, bæði í náttúrulegum vötnum17 og miðlunar- lónum.29,43,44 Rannsóknir í miðlunarlón- unum eru mjög áhugaverðar að því leyti að þær byggjast á endurteknum rann- sóknum í sama vatni, þ.e. vöktun, og veita því sýn á breytingar í tíma. Rannsóknir hér á landi staðfesta að á meðan miðlun- arlón eru ný og vistkerfin eru að jafna sig fyrstu árin eftir rof, þá er hlutdeild skötuorms í fæðu fiskanna oft umtals- verð, en minnkar svo og hverfur jafnvel, að minnsta kosti tímabundið, þegar frá líður. Slíkt mynstur er þekkt í miðlun- arlónum í Noregi og hefur verið skýrt með tilvísunum í mikla aðlögunarhæfni skötuormsins, einkum um þol eggja gagnvart hita og þurrki við að nema ný og óstöðug búsvæði. Síðan láta dýrin undan síga þegar rándýr á borð við silung ná fótfestu og halda skötuorm- inum niðri.42,45,46 Ágæt dæmi um mynstur af þessu tagi er að finna í miðlunar- lónum á Auðkúluheiði, meðal annars í Blöndulóni,29,43,47 og á vatnasviði Þjórsár, svo sem í Hrauneyjalóni, Krókslóni og Sultartangalóni.29,44,48–50

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.