Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 74

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 74
Náttúrufræðingurinn 166 INNGANGUR Fyrir nokkru barst íslenskum vísinda- mönnum og fróðleiksfúsum almenn- ingi bókin Silfurberg. Íslenski kristall- inn sem breytti heiminum eftir feðgana Kristján Leósson eðlisfræðing, og Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðing. Bókin er afrakstur áratugalangrar vinnu og rann- sókna Leós á silfurbergskristallinum, hlutverki hans og samhengi í vísinda- sögunni. Árið 2016 tóku Leó og Krist- ján, sonur hans, svo höndum saman við ritun bókarinnar. Leó féll því miður frá í mars árið 2020 áður en verkinu lauk að fullu en Kristján lauk við það og kom bókin út hjá Máli og menningu síðla árs. Bókin er yfirlitsrit um áhrif hins kunna silfurbergs frá Helgustöðum við Reyðarfjörð á heimssöguna í gegnum vísindin. Í bókinni er rakin saga silfur- bergskristallsins og nám hans við Helgustaði frá uppgötvun um miðja 17. öld og fram á 20. öld, eða yfir um 250 ára tímabil. Á þessum tíma kom silfur- berg við sögu mýmargra mikilvægra uppgötvana í ljósfræði og eðlisfræði, sem greint er frá í bókinni. Í loka- orðum bókarinnar er snarpt yfirlit yfir öll fræðasviðin þar sem hið íslenska Saga silfurbergsins frá Helgustöðum Ritrýni FYRIR NOKKRU barst íslenskum vísindamönnum og fróðleiksfúsum almenn- ingi bókin Silfurberg – Íslenski kristallinn sem breytti heiminuma eftir feðgana Kristján Leósson eðlisfræðing, og Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðing. Bókin er afrakstur áratugalangrar vinnu og rannsókna Leós á silfurbergskristallinum, hlutverki hans og samhengi í vísindasögunni. Árið 2016 tóku Leó og Kristján, sonur hans, svo höndum saman við ritun bókarinnar. Leó féll því miður í mars árið 2020 áður en verkinu lauk að fullu en Kristján lauk við það og kom bókin út hjá Máli og menningu síðla árs. a Kristján Leósson & Leó Kristjánsson. Silfurberg – íslenski kristallinn sem breytti heiminum. Mál og menning, Reykjavík. 286 bls. Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 166–169, 2021

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.