Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 169 Snæbjörn Guðmundsson (f. 1984) lauk BS-prófi í jarð- fræði frá Háskóla Íslands 2009 og stundaði doktorsnám við sama skóla á árunum 2009–2014. Árin 2010–2012 sá hann um kennslu í steindafræði 1. og 2. árs nema við Jarðvísindadeild HÍ. Snæbjörn hefur starfað á rann- sóknarstofu Mannvits og kennt grunnskólanemum jarðfræði í Vísindasmiðju HÍ, Háskóla unga fólksins og Háskólalestinni auk kennslu við Endurmenntun. Árið 2015 gaf hann út bókina Vegvísi um jarðfræði Ís- lands hjá Forlaginu og kom hún út í enskri þýðingu ári síðar. Frá 2020 hefur hann starfað sem jarðfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands. UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS Snæbjörn Guðmundsson Náttúruminjasafni Íslands Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík snaebjorn.gudmundsson@nmsi.is Uppdráttur og þverskurður af silfurbergsnámunni á Helgustöðum. Uppdrættirnir birtust í grein Helga H. Eiríkssonar í tímariti Verkfræðingafélags Íslands á árinu 1922. SAMANTEKT Bókin er í fallegu bandi og skreytt fjölda mynda. Margar þeirra eru af persónum og leikendum úr sögu silfurbergsins, þekktustu eðlisfræðingum vísinda- sögunnar sem hrifust af íslensku silfur- bergi, áttuðu sig á eiginleikum þess og nýttu í rannsóknum sínum. Má þar meðal annarra nefna Christiaan Huyg- ens, Isaac Newton, Michael Faraday og James Clerk Maxwell. Myndir af tækjum tengdum silfurbergsrannsóknum og eðl- isfræðilegar skýringarmyndir eru fyrir- ferðarmiklar en hlutverk þeirra er í raun fagurfræðilegt þar sem fræðilegt gildi fer vafalítið að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá lesendum utan hóps hörðustu eðlisfræðinga. Óháð hlutverki setur myndefnið allt fallegan og áhugaverðan samtíðarsvip silfurbergsrannsókna á bókina og hug lesenda. Grundvallarspurning þegar bók sem þessi kemur út er hvert erindi hennar er. Í þessu tilfelli er óhætt að segja að allt efni bókarinnar eigi erindi til lesenda og vel það. Hér er fjallað um einn allramik- ilvægasta þátt Íslandssögunnar í augum umheimsins, eitt merkasta framlag landsins til heimssögunnar. Eins og segir í inngangi bókarinnar átti silfurberg frá Íslandi „sinn þátt í að móta þau nútíma- vísindi sem hafa haft grundvallaráhrif á líf flestra jarðarbúa“. Höfundar bókar- innar rökstyðja vel þá tillögu að silfur- bergið úr Helgustaðanámu sé einn mik- ilvægasti kristall mannkynssögunnar. Erindi bókarinnar Silfurberg – Íslenski kristallinn sem breytti heiminum er ekki einungis til Íslendinga heldur ekki síður til erlendra fræðimanna og almennings, og vonandi verður bókin þýdd á erlend mál sem allra fyrst. Hér er á ferð ger- semi sem er skyldulesning fyrir áhuga- fólk um vísindasögu, náttúru og sam- hengi Íslands við umheiminn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.