Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 78
Náttúrufræðingurinn 170 Svanhildur fæddist í Hrafnsgerði í Fellum, Norður-Múlasýslu, 24. ágúst 1925, en ólst upp á Seyðisfirði og í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi 1946 fór hún til náms í grasafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Þar lauk hún magisterprófi 1953 með fléttur að sérgrein og hlaut gullpening skólans fyrir prófrit- gerð sína. Síðan var hún búsett í Danmörku, fyrst í Kaupmanna- höfn en frá 1965 í Árósum og nágrenni, kennari við háskóla á báðum stöðum. Hún var gift Gunnari Olaf Svane, prófessor í slavneskum málum. Svanhildur safnaði fléttum víða á Íslandi frá árinu 1949 til aldamóta, líka í Danmörku, Færeyjum, á Grikklandi og víðar, og samdi um þær greinar, flestar með öðrum höfundum. Safn hennar er varðveitt í Botanisk Museum í Kaupmannahöfn. Svanhildur lést á heimili sínu í Lystrup á Jótlandi 12. mars 2016, 91 árs gömul. Foreldrar Svanhildar voru Jón Sigurðsson (1903–1980), Hrafnsgerði, Fellum, síðast fulltrúi hjá Búnaðarbanka Íslands í Reykjavík, og Anna Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1901–2000) frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson frá Skeggjastöðum, bóndi í Hrafnsgerði, og síð- ari kona hans, Þuríður Hannesdóttir frá Austari-Krókum í Fnjóskadal (Flateyjardal). Hún var systir Áskels bónda þar, föður Jóhannesar kennara og jarðfræðings. Sigurður var dugnaðarbóndi, hreppstjóri, organisti við Áskirkju og virkur í félagsmálum, en varð skammlífur. Sigurður var afabróðir minn, og við Svanhildur því þremenningar. Jón og Anna voru bæði í Alþýðuskólanum á Eiðum 1919–21, og þar urðu þeirra fyrstu kynni. Anna var systir Jóns Þórarins- sonar tónskálds, sem var í sumardvöl í Hrafnsgerði um sjö ára aldur. Þau Anna og Jón tóku við búi í Hrafnsgerði 1925, með Þuríði móður hans og yngri systkinum, Hannesi og Bergljótu, en hættu búskap 1928 og fluttust til Seyðisfjarðar með börn sín tvö á unga aldri. Tók Þuríður þá aftur við búinu með yngri börnum sínum. Á Seyðisfirði veiktist Jón af lömunarveiki og gat síðan ekki stundað erfiðisvinnu. Þrautaráð þeirra hjóna var þá að flytjast til Reykjavíkur 1936. Þar gekk Jón í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi. Hann stundaði eitthvað kennslu, en fékk brátt sumarvinnu við Búnaðarbankann og nokkru síðar fullt starf sem fulltrúi bankastjóra. Hann var vel þekktur meðal við- skiptavina bankans, uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón Þórarinsson ritar: „Önnur minning mín frá þessum tíma er bundin Svanhildi, systurdóttur minni, sem þá var í frumbernsku. Hún hafði þann háttinn á að hún var tekin að syngja áður en hún talaði – þótti mér það stórmerkilegt.“1 Svanhildur var aðeins þriggja ára þegar fjölskyldan fluttist til Seyðisfjarðar, og 11 ára þegar þau fluttust til Reykjavíkur. Hún hóf barnaskólanám á Seyðisfirði og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1946. Um haustið hélt hún til náms í náttúrufræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Eflaust hefur Jóhannes frændi hennar átt þar hlut að máli, enda var hann náttúrufræðikennari Menntaskólans frá 1932 til dauðadags 1961. SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR SVANE Fyrsti íslenski fléttufræðingurinn — Minning — Svanhildur Jónsdóttir Svane. / Ljósm. Jens H. Petersen 2004. Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 170–174, 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.