Iðjuþjálfinn - 2021, Side 27

Iðjuþjálfinn - 2021, Side 27
1. tölublað 202127 Iðjuþjálfun er svo mögnuð þar sem hún á sér stað alls staðar í samfélaginu. Þegar ég útskrifaðist árið 2009 var ég opin fyrir því að vinna hvar sem er, ég trúði því þá og trúi enn að iðju- þjálfar skipti sköpum fyrir skjólstæðinga sína, hvar sem þeir eru. Starf iðjuþjálfa við Menntaskólann á Tröllaskaga hefur á undan- förnu ári tekið miklum breytingum. Starfið hefur frá ráðningu minni um mitt ár 2017 falið í sér iðjuþjálfun fatlaðra nemenda á starfsbraut skólans. Á starfsbraut eru nemendurnir jafn mis- jafnir eins og þeir eru margir. Starf mitt með nemendum hefur alltaf verið með iðju og valdeflingu nemenda að leiðarljósi, með áherslu á að vinna markvisst að þeim markmiðum sem nem- endur setja sér út frá eigin áhuga og óskum. Nemendur hafa í gegnum tíðina kennt mér heilmargt og hefur verið einstaklega lærdómsríkt að takast á við þær áskoranir sem starfið býður upp á. Nemendur á starfsbraut þurfa fjölbreytta nálgun iðjuþjálfa þar sem unnið er út frá ólíkum sjónarhornum og áherslum. Við iðjuþjálfar erum sérfræðingar í iðju, virkni og valdeflingu nemenda og með iðjugleraugunum getum við greint iðju- vanda nemenda og mætt þörfum þeirra. Nemendur á fram- haldsskólaaldri eru ekki aðeins að mennta sig til að undirbúa sig fyrir framtíðarstörf heldur eru nemendur okkar að undir- búa sig undir lífið sjálft. Því er mikilvægt að þeir séu undirbúnir fyrir allt það sem lífið mun bjóða þeim upp á. Skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, Lára Stefánsdóttir, sá möguleikana í minni menntun og bauð mér að vinna í sam- starfi við námsráðgjafa skólans í að þróa starf iðjuþjálfa innan veggja Menntaskólans á Tröllaskaga í tengslum við stoðþjón- ustu skólans. Lára sagði: „Eftir því sem ég kynntist menntun og störfum iðjuþjálfa betur sá ég hversu mikill fjársjóður er í þekk- ingu þeirra til að vinna með og aðstoða vanvirka nemendur. Vanvirkir nemendur þurfa ekki að vera, en geta verið, stirðir til náms. Þeir eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með að halda sér að verki, skipuleggja tíma sinn, vinna markvisst og hafa trú á að þeir geti náð árangri. Þeir þurfa alúð og eftirfylgni. Menntun og fagþekking iðjuþjálfa er því fjársjóður til að vera þessum nemendum innan handar, hjálpa þeim að einbeita sér að verkefnum og ná árangri. Menntun og þekking náms- og starfsráðgjafa er önnur en iðjuþjálfanna en þessar tvær stéttir hafa sameiginlegan flöt, sem styrkir stoðþjónustu skólans.“ Á vorönn 2020, nánar tiltekið í byrjun mars, kom ég aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Ég náði að koma til vinnu í venjulegu skipulagi, hitta nemendur og samstarfsfólk og skipuleggja, rétt áður en COVID-takmarkanir skullu á af fullum þunga. Stjórn- endur Menntaskólans á Tröllaskaga voru búnir að fara yfir með starfsfólki sínu allar mögulegar afleiðingar af þróun heimsfar- aldursins. Einn möguleiki var að skólum yrði lokað og nám færi allt fram á netinu og því voru kennarar búnir að undirbúa alla nemendur undir að ef sú staða kæmi upp myndi allt nám flytjast yfir á netið og í gegnum rafræn samskipti um óákveðinn tíma. Nám nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Tröllaskaga fer fram eins og allra annarra nemenda við skólann, í kennslukerf- inu Moodle með verkstjórn kennara. Allir nemendur sem hafa forsendur og getu til að vinna í tölvu stunda nám sitt daglega á þann hátt. Þegar nemendur hafa ekki forsendur til að stunda námið á þann hátt er nám þeirra aðlagað að þeirra þörfum og hefur starfsfólk brautarinnar þá notað t.d. Ipad, Osmo, Coji og önnur námsgögn við hæfi nemenda. Námið er einstaklings- miðað, skil verkefna eru fjölbreytt og nemendur eru hvattir til að nýta sem fjölbreyttastar leiðir til náms. Brautarstjóri starfs- brautarinnar, Hólmar Hákon Óðinsson, var búinn að undirbúa nemendur sína mjög vel, fara vel yfir skipulag og að áfram yrði kennt samkvæmt stundaskrá. Búið var að kenna tíma á netinu í gegnum Google Meet þó allir nemendur væru í kennslustof- unni og leyfa nemendum því að upplifa hvernig slík kennsla færi fram, hvernig þeir kæmust inn í sína kennslustofu, kveiktu á hljóði, slökktu á hljóðnema og fengju þannig tækifæri til að spyrja kennara út í allt sem þurfti. Þessi undirbúningsvinna skil- aði starfsbrautinni öruggum nemendum sem mættu vel í alla tíma og unnu sín verkefni þrátt fyrir miklar áskoranir. Mikilvægt Starf iðjuþjálfa í Menntaskólanum á Tröllaskaga á COVID-tímum Guðrún Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi í Menntaskólanum á Tröllaskaga Sérkennslustjóri í leikskólanum Leikhólum, Ólafsfirði.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.