Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 41

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 41
1. tölublað 202141 Dagbjört Birgisdóttir (ha160296@unak.is) Hanna B. Valdimarsdóttir (ha120491@unak.is) Sonja Sigríður Gylfadóttir (ha180219@unak.is) Sóldís Fönn Jónsdóttir (ha180596@unak.is) Iðjuþjálfunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri. Bakgrunnur Þegar börn og ungmenni hljóta ákominn heilaskaða getur það haft áhrif á þátttöku þeirra í daglegu lífi. Því er mikilvægt að viðeigandi íhlutun sé í boði. Rannsóknir sýna að ef börn og ungmenni fá ekki viðeigandi íhlutun getur það haft alvarleg áhrif á vitræna, líkamlega og andlega þætti. Þegar unnið er með börnum og ungmennum er mikilvægt að horfa á fjölskylduna í heild. Það er því hentugt að skoða fjölskyldumiðaða nálgun í íhlutun barna. Tilgangur kortlagningaryfirlitsins er að varpa ljósi á gagnreyndar aðferðir í íhlutun sem iðjuþjálfar geta veitt börnum og ungmennum með ákominn heilaskaða. Aðferðafræði Rannsóknarspurning kortlagningaryfirlitsins var: Hvaða gögn eru til um íhlutun iðjuþjálfa fyrir börn og ungmenni með ákominn heilaskaða? Leitað var að rannsóknargreinum í sex gagnasöfnum þar sem notuð voru viðeigandi leitarskilyrði sem tengdust tilgangi yfirlitsins. Í gagnaleitinni voru rannsóknir frá árunum 2011-2021 skoðaðar. Leitin fór fram á ensku. Í upphafi leitar fundust 3.036 greinar en eftir markvissa yfirferð varð heildarfjöldinn í yfirlitinu 16. Greinar voru útilokaðar ef: 1) aðrir en börn og fjölskyldur þeirra voru þátttakendur og 2) rannsóknin fjallaði um börn með fleiri áskoranir en ákominn heilaskaða. Niðurstöður Niðurstöðum var skipt í þrjú þemu: 1) fræðsla og þjálfun með aðstoð tölvu. Í fimm rannsóknum var íhlutun með aðstoð tölvuleikja, sýndarveruleika og forritum skoðuð. 2) fræðsla og þjálfun á ólíkum vettvangi. Íhlutun fóru fram á mismunandi vettvangi meðal annars á endurhæfingarstofnun, í skóla, á sjúkrahúsi, í rannsóknarrými rannsakanda eða heima hjá þátttakanda. 3) fræðsla og þjálfun bæði með aðstoð tölvu og á ólíkum vettvangi. Fjórar rannsóknir fjölluðu um íhlutun sem fór fram bæði í tölvu og á ólíkum vettvangi. Þjálfun Vitræn færni Félags- færni Líkamleg færni Færni við iðju Fræðsla Lokaorð Upplýsingar um íhlutun iðjuþjálfa fyrir börn og ungmenni með ákominn heilaskaða eru af skornum skammti á Íslandi. Niðurstaða samantektarinnar gefur til kynna mikilvægi þess að innleiða gagnreyndar aðferðir sem hjálpa börnum og ungmennum með ákominn heilaskaða svo þau fái viðeigandi íhlutun og geti tekið þátt í samfélaginu. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á þessum málaflokki ásamt því að opna umræðuna um börn og ungmenni með ákominn heilaskaða en þörf er á frekari rannsóknum. Íhlutun iðjuþjálfa fyrir börn og ungmenni með ákominn heilaskaða Markmið rannsóknanna var að þjálfa vitræna færni, félagsfærni, líkamlega færni ásamt færni við iðju. Auk þess kom í ljós mikilvægi fræðslu. Heildarniðurstöður sýna að mestu máli skiptir að veita börnum með ákominn heilaskaða íhlutun. Með hvaða hætti íhlutunin fer fram skiptir minna máli, svo lengi sem hún samræmist þörfum og aðstæðum barnanna.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.