Skessuhorn - 05.01.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20224
Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir. Vonandi að áramótasteikin hafi runnið ljúft
niður, skaupið ekki verið til mikilla ama og grímuskyldan komið í veg fyrir
varanleg öndunarfæramein um áramót. Árið sem nú hefur kvatt fellur líklega
seint í hóp skemmtilegustu eða líflegustu ára í sögulegu samhengi. Kóvid
hefur einhvern veginn verið alltumlykjandi, beint eða óbeint. Færustu sér-
fræðingar eru þó vongóðir um að á þessu nýja ári takist að uppræta veiru-
fjandann; hjarðónæmi muni nást og þeir óþekkustu láti segjast.
Við á Skessuhorni erum nú að ljúka lengsta útgáfuhléi um árabil. Þrjár vik-
ur frá því Jólablaðið kom út. Samviskan gagnvart því er þó tiltölulega hrein
enda fengu lesendur fjórfaldan meðalskammt þarna sama dag og Stúfur var á
ferðinni. Blaðið sem nú kemur út er því að hluta til svona uppsóp nokkurra
frétta frá liðnum vikum. Einnig ýmislegt nýtt og ferskt. Meðal annars er rætt
við íbúa og sveitarstjóra um árið og nýkrýndan Vestlending ársins; harðdug-
lega konu sem skarað hefur fram úr af festu. Líklega er Kristín Þórhallsdótt-
ir næststerkust kvenna ef litið er til heimslistans. Það fylgir því óneitanlega
spenna að sjá hverjir tilnefndir eru í þessari kosningu, eða vali á einstaklingi
sem skarað hefur fram úr á liðnu ári. Ekkert síður spennandi finnst mér að sjá
hverjir landsmenn tilnefna í kosningu stóru miðlanna. Ég er innilega ánægð-
ur með að þar urðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Ragneiður Ósk
Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur hlutskörpust. Þau hafa staðið í framlínu
heilbrigðisstarfsfólks á liðnum tveimur árum og staðið sig með sóma. Þau
tileinka þessa viðurkenningu kollegum sínum hvarvetna í heilbrigðiskerfinu.
Allir hafa lagt sig fram í hvívetna og öllu þessu fólki sendi ég þakkir mínar.
Auk venjubundinna starfa við að hjúkra slösuðum og veikum hafa margir
hverjir bætt á sig verkefnum og þurfa því einfaldlega að hlaupa hraðar til að
halda ástandinu góðu.
En þegar mikið liggur við og ástandið varir lengi kemst fólk að ákveðn-
um þolmörkum. Margir hafa því sagt upp og hyggjast hverfa úr störfum sem
þeir hafa menntað sig til. Tveggja ára yfirálag er einfaldlega of mikið. Vegna
þessa fólks bind ég vonir við að nú fari að sjá fyrir endann á þessu ástandi og
mannlífið allt fari að taka á sig eðlilegri mynd. Þetta hefur nefnilega áhrif í
öllum kimum mannlífsins, beint og óbeint. Skömmu fyrir jól var ég viðstadd-
ur útskrift nemenda úr Fjölbrautaskóla Vesturlands. Föngulegur hópur var
að kveðja skólann sinn. Skólameistarinn talaði hvetjandi til útskriftarhópsins
og minnti viðstadda á að þetta væri í raun einstakur hópur. Hefði megnið af
sinni skólagöngu þurft að aðlagast svipðum aðstæðum og fangar í fjarnámi.
Nemendur hafi þó stautað sig í gegnum námið, mætt í kennslustundir fram-
an við tölvurnar heima hjá sér og þar af leiðandi ræktað lítil tengsl við jafn-
aldra sína. Þekkja kósígallann betur en útiskóna. Þessi félagslega breyting
er meiri en hægt er að leggja lengur á ungmenni undir tvítugu. Þessi hópur,
aðrir framhaldsskólanemendur og bara yfirleitt allir sem hafa orðið að venj-
ast breyttum aðstæðum vegna Kóvid, eiga þakkir skyldar.
Við megum heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að við sem þjóð
erum að fara vel út úr þessari heimsplágu er tiltölulega staðföst og fagleg
stjórnun. Þar á ég við bæði yfirvöld og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En þetta
er farið að taka á og mun á næstu vikum gera það áfram ef marka má nýju-
stu smittölur. Nú togast á hagsmunir atvinnulífs og þjónustugeirans. Það er
hreint ekki sjálfgefið að börn séu að hópast í skóla í dag, þegar allir vita að
virk smit úti í þjóðfélaginu eru mörg og bólusetning er handan við hornið
fyrir yngsta aldurshópinn. Sjálfur hefði ég kosið að talsmenn atvinnulífsins
hefðu verið hófstilltari þannig að ráðherra fyrirskipaði skólafrí allavega út
þessa viku. Aldrei, þá meina ég aldrei, mega peningaöfl taka yfir heilbrigða
skynsemi. Við erum komin þetta langt í baráttunni vegna þess að við höfum
hagað okkur skynsamlega og ljósið er vel sýnilegt við enda ganganna. Full-
naðar sigri munum við svo ná ennþá fyrr ef sú tíund fólks sem hafnað hefur
bóluefni endurskoðar afstöðu sína. Þá gætum við vænst þess að unga fólkið
okkar geti mætt í skólann og lífið allt taki á sig mynd sem við könnumst við,
frá því fyrir tíma Kóvid. Magnús Magnússon
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Ljósið er við enda ganganna
Nú eru framkvæmdir við Grundar-
götu 12-14 í Grundarfirði á miklu
skriði og byrjað að reisa veggi neðri
hæðar hússins. Myndarlegur krani
er kominn sem hífir einingarnar á
sinn stað. Þarna verða níu íbúðir á
frábærum stað í bænum.
tfk
Fyrsta barn ársins á Vesturlandi er
stúlka sem kom í heiminn á Akra-
nesi klukkan 22:16 á sunnudags-
kvöld, 2. janúar. Stúlkan vó 3.390
grömm og er 51 sentímetri að
lengd og hefur hún fengið nafnið
Avróra Mae og foreldrar hennar
eru Neilalin Mae Angco Gines og
Nikita Kozlov og býr fjölskyldan í
Borgarnesi. Fyrir eiga þau Neilalin
og Nikita 14 mánaða dóttur, Vivi-
anne Taisia. Avróra Mae lét sjá
sig aðeins á undan áætlun en
settur dagur var 8. janúar. For-
eldrar hennar segjast ekki hafa átt
von á að eignast fyrsta Vestlending
ársins; „en okkur leið svo ótrúlega
vel þegar við fréttum af því,“ seg-
ir Neilalin í samtali við Skessuhorn.
Avróra Mae kom í heiminn með
hraði en foreldrar hennar komu
á fæðingadeildina á Akranesi um
kl. 21:40 að kvöldi sunnudags
og var móðirin þá næstum tilbú-
in í fæðingu. „Þetta var fallegt en
á sama tíma var þetta sárt því hún
kom á innan við 45 mínútum,“ seg-
ir Neilalin og bætir við að öllum
heilsist vel.
Þegar blaðamaður Skessuhorns
ræddi við foreldrana voru þau enn
á fæðingadeildinni en stóra systir
beið spennt heima eftir því að hitta
litlu systur sína. „Hún hefur kysst
magann minn og knúsað síðan hún
vissi að hún yrði stóra systir. Ég
trúi því að þær verði nánar eins og
bestu vinkonur og nýr kafli okkar sé
að hefjast. Þetta verður spennandi í
framtíðinni,“ segir Neilalin að lok-
um. arg
Nú er ljóst að metafli kom að landi
í Grundarfirði á liðnu ári. Þetta
var reyndar ljóst fyrir nokkrum
mánuðum en alls komu um 23.700
tonn í land í Grundarfirði, en árið
2020 voru tæp 18.500 tonn sem
komu að landi. Einnig voru kom-
ur skemmtiferðaskipa 32 talsins en
árið áður kom ekkert skip vegna
Kóvid. Alls voru bókaðar 68 komur
á síðasta ári og féll því rúmur helm-
ingur þeirra út.
Hafsteinn Garðarsson hafnar-
stjóri Grundarfjarðarhafnar var að
vonum kátur er fréttaritari náði tali
af honum. „Við erum mjög sáttir
með árið sem hefur gengið afskap-
lega vel,“ segir Hafsteinn. „Nýi
hafnarkanturinn er kominn í notk-
un sem gjörbyltir aðstöðunni hérna
hjá okkur, bæði fyrir fiskiskipin og
svo skemmtiferðaskipin,“ bætir
hann við. Bókanir fyrir skemmti-
ferðaskip næsta sumar eru mjög líf-
legar og einnig fyrir sumarið 2023.
„Það er mikið líf sem fylgir þess-
um löndunum hérna sem smitast
út í samfélagið, hvort sem það eru
flutningar, löndunarþjónustan eða
afgreiðsla í versluninni,“ segir Haf-
steinn sem segist nokkuð bjartsýnn
á framhaldið. tfk
Fyrri hæðin að rísa í
nýju fjölbýlishúsi
Séð yfir
framkvæmda-
svæðið.
Fyrsti Vestlendingur ársins 2022 með foreldrum sínum. Ljósm. HVE/ hó.
Fyrsta barn ársins fæddist
á sunnudaginn
Eyþór og Hafsteinn taka hér á móti varðskipinu Þór síðasta vor.
Metár að baki hjá Grundarfjarðarhöfn
Grundarfjarðarhöfn í byrjun janúar. Heimabátarnir Sigurborg, Farsæll og Hringur
liggja við landfestar.