Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Síða 11

Skessuhorn - 05.01.2022, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 11 Hreint ál úr íslenskri orku | nordural.is Norðurál leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og ábyrgum deildarstjóra birgðahalds. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi í umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Starfsstöðin er á Grundartanga. Deildarstjóri birgðahalds Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá okkur starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál er jafnlauna­ vottað fyrirtæki og handhafi gullmerkis PwC. Starfsfólki Norðuráls bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuð­ borgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar næstkomandi. Helstu viðfangsefni: Yfirumsjón, rekstur og stýring vöruhúss og birgða halds, áætlanagerð og birgðagreining, verkefnastjórnun og gæða mál, ábyrgð á starfsmannamálum lagers, sem og þróun og um bætur verkferla. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og góð tölvufærni. Reynsla af SAP er kostur. Færni í mannlegum samskiptum. Góð greiningar­ og skipulagsfærni. Sterk öryggis­ vitund og vilji til að ná árangri. Viðkomandi þarf að geta unnið eftir ferlum. Reynsla af verkefnastjórnun eða eftirfylgni verkefna. Reynsla af vöru­ og lagerstjórnun er kostur. Jafnlaunaúttekt PwC 2020 Nánari upplýsingar veitir Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs­ sviðs, í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði er heitið. Sótt er um á nordural.is. Fasteignafélag Akraneskaupstað- ar slf. auglýsir nú eftir tilboðum í uppsteypu og ytri frágang á nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum. „Verk- ið felst í uppsteypu mannvirkis, lögnum í jörðu, fyllingu að mann- virki, tengingu við Akraneshöll, ytri frágangi, gluggum og útihurð- um, þakvirki og frágangi þaks. Um er að ræða m.a. steypa 2.750 m3, útveggjaklæðning 2.700 m2, þak- fletir 2.300 m2,“ segir í auglýs- ingunni, en skila skal verkinu eigi síðar en 28. apríl 2023. Sjá nánar auglýsingu hér í blaðinu. mm Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi fékk skömmu fyrir áramót afar rausnarlega gjöf í minningu um Óskar Þór Óskarsson á Tröðum á Mýrum, en hann lést 31. maí síð- astliðinn á sjötugasta aldursári. Sig- urbjörg Helgadóttir ekkja Óskars Þórs, dætur þeirra og fjölskyldur færðu sveitinni eina milljón króna að gjöf til styrktar húsbyggingunni við Fitja í Borgarnesi. „Styrkurinn er kærkominn og erum við þeim innilega þakklát,“ segir Elín Matt- hildur Kristinsdóttir formaður Brákar í samtali við Skessuhorn. mm Vinna við mat á umhverfisáhrif- um Holtavörðuheiðarlínu 1 er nú að hefjast. Það er liður í því að setja fram valkosti um framkvæmd verkefnisins. Búið er að leggja fram valkostaskýrslu með tillög- um um raunhæfa valkosti við lagn- ingu háspennulínunnar. Þar er far- ið yfir hugmyndir og ábendingar sem komu fram í samráðsvinnu við hagsmunaaðila og landeigend- ur. Holtavörðuheiðarlína 1 er 220 kV loftlína sem Landsnet hefur áform um að leggja frá Klafastöð- um í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, sem er um 90 km löng leið. Samkvæmt skýrslunni er línan á framkvæmdaáætlun kerfis- áætlunar Landsnets 2020-2029 og er áætlað að hefja framkvæmdir árið 2024. Skýrsluna er hægt að nálga st á vefsíðu Landsnets. Ábendingar og athugasemdir skal senda á netfang- ið landsnet@landsnet.is en frestur til þess er til 7. janúar næstkom- andi. arg Bjóða út uppsteypu nýs íþróttahúss Valkostaskýrsla um Holtavörðuheiðarlínu 1 Óskar Þór Óskarsson á heimaslóðum. Ljósm. mm. Brák afhent minningargjöf um Óskar Þór Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Brákar og fjölskyldu Óskars Þórs á Tröðum. Ljósm. Brák.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.