Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Page 13

Skessuhorn - 05.01.2022, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 13 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög SK ES SU H O R N 2 02 2 Auglýsing um skipulag - Akraneskaupstaður Aðalskipulag Akraness 2005-2017 – Hausthúsatorg Á fundi bæjarstjórnar Akraness 9. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005- 2017 - Þjóðvegur 3, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/201. Breytingin felst í að afmarkað er nýtt 1,6 ha svæði fyrir verslun og þjónustu V15, norðan og austan við Hausthúsatorg. Útivistarstíg og reiðleið er breytt á þann veg að þeir sveigjast norður fyrir V13. Mörkum íbúðarsvæðis Íb21 er breytt lítillega. Deiliskipulag Hausthúsatorg – Þjóðvegur 3 Á fundi bæjarstjórnar Akraness 9. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hausthúsatorg. Deiliskipulagið afmarkast af gamla þjóðvegi í norðri og Akranesvegi 509 í suðri og Þjóðvegi 5 í norðaustur. Vegstæði Þjóðvegar verður breytt til að stækka núverandi lóð til norðurs. Gert er ráð fyrir eldneytisafgreiðslu ásamt dekkja og smurþjónustu. Hámarks byggingarmagn verður 2000m², heimilt er að koma fyrir búnaði fyrir eldneytissölu neðanjarðar sem ekki telst með nýtingarhlutfalli lóðar. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,125. Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is (skipulag í kynningu) frá og með 30. desember 2021 til og með 17. febrúar 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingu og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is, eigi síðar en 17. febrúar 2022. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar SK ES SU H O R N 2 02 2 Íþróttahús á Jaðarsbökkum - Uppsteypa og ytri frágangur Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. óskar eftir tilboðum í uppsteypu og ytri frágang á nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum. Verkið felst í uppsteypu mannvirkis, lögnum í jörðu, fyllingu að mannvirki, tengingu við Akraneshöll, ytri frágangi, gluggum og útihurðum, þakvirki og frágangi þaks. Um er að ræða m.a. steypa 2750 m3, útveggjaklæðning 2700 m2, þakfletir 2300 m2. Skila skal verkinu eigi síðar en 28. apríl 2023. Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá þriðjudeginum 4. janúar 2022 í gegnum útboðsvef Mannvits: https://mannvit.ajoursystem.is/. Verkið er auglýst á EES. Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 10. febrúar 2022. Opnunarfundur verður ekki opinn bjóðendum. Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Gert er ráð fyrir að loðnuhrogna- vinnsla hefjist hjá Brimi hf. á Akra- nesi í síðustu viku febrúarmánaðar og standi yfir í tvær til fjórar vikur. Ef væntingar manna ganga eftir, og í samræmi við þann upphafskvóta í loðnu sem gefinn hefur verið út, stefnir í að þessi vertíð verði ein sú stærsta í tæp 20 ár og þörf á mann- skap í vinnsluna á Akranesi gæti verið á bilinu 80 til 100 manns. Að jafnaði er unnið á vöktum allan sól- arhringinn á meðan vertíðin stend- ur yfir. Fjölbreytt störf eru í boði meðal annars við pökkun hrogna, vinnu við frystilínu, eftirlit með vélum og störf á lyftara. Dalamaðurinn Arnar Eysteins- son í Stórholti hefur haft milli- göngu um að útvega mannskap í vinnsluna síðustu ár og Skessu- horn heyrði í honum hvernig gengi að finna fólk í öll þessi störf. Arn- ar segir að það hafi gengið alveg ágætlega hingað til en þó vanti enn eitthvað af fólki. Mannskapurinn komi víða að; úr Dölum, af Snæ- fellsnesi, norðan af Ströndum og þá séu margir búsettir á Akranesi sem hafi sent inn umsóknir. „Síðustu ár hafa þetta verið um 30 sólarhrings- störf sem hafa verið í boði nema í fyrra því þá var svo lítið fryst en það bætist mikið við það núna. Oft hafa kannski verið um 70 störf sem hafa verið á blaði sem þurfti að gera skil á en nú bætast við rúmlega tíu sól- arhringsstörf að minnsta kosti.“ En hvernig kom það til að Arnar tók að sér að ráða í störf hjá Brimi á Akranesi? „Fyrsta vertíðin sem ég fór á var árið 2001. Ég var að vinna við landanir hjá Djúpakletti sem er núna í Grundarfirði en þeir voru með landanir þarna og sáu um loðnuvertíðina líka allt til 2005. Þá hættu þeir og þá hélt ég að þetta ævintýri væri búið. Síðan árið eftir var hringt í mig, ég spurður hvort ég geti reddað nokkrum köllum og það hefur undið upp á sig og ég hef séð um þetta síðan. Það var miklu erfiðara hér áður fyrr að finna fólk í vinnu, fyrir tíma samfélagsmiðlana. Þá lágum við í símanum, ef okkur datt einhver í hug einhvers staðar þá hringdum við í hann og það vatt svo upp á sig. Það var mjög lengi sami kjarninn í þessu en svo hefur kvarnast úr honum síðustu ár, bæði sökum aldurs og vegna annarra þátta.“ Arnar segir einnig að það sé í raun pláss fyrir alla í loðnufrystingunni, það þurfi auðvitað að vinna en það sé hægt að finna léttari störf inn á milli og vinnutíminn er sveigjan- legur eftir því hvað fólk vill. Arn- ar segir að í dag sé hann verkstjóri en fyrst hafi hann verið á vöktum líka: „Ég hætti kannski á vakt fjög- ur á daginn, fór að sofa klukkan níu um kvöldið og aftur á vakt um mið- nætti, það gekk ekki alveg upp til lengdar og ég er löngu hættur því.“ Arnar er sauðfjárbóndi í Stór- holti 2 í Saurbæ í Dalabyggð og er með um 600 fjár. Í fjarveru Arnars yfir vertíðina hefur kona hans, Ingveldur Guðmundsdóttir, séð um bústörfin á meðan og er fyr- ir löngu orðin vön í þeim efnum. „Konan hefur líka verið öflug að aðstoða mig að finna fólk í gegnum árin og sér um búið á meðan ég er í burtu ásamt því að vera í fullu starfi á heilsugæslustöðinni í Búðardal,“ segir Arnar að lokum. Þeir sem hafa hug á að fá vinnu við vertíðina eða vilja fá nánari upplýsingar geta sent póst á lodnu- vertid@gmail.com þar sem fram þarf að koma nafn, kennitala og símanúmer og einnig mætti taka fram hversu mikilli vinnu viðkom- andi óskar eftir. vaks Venus bundin við Akranesbryggju. Enn eru laus störf í loðnu- frystingu sem hefst í lok febrúar Hrognum pakkað til frystingar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.