Skessuhorn - 05.01.2022, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202226
Ekkert ofbeldi á að líðast og við öll
í samfélaginu höfum áhrif. Aðdá-
unarvert er hvernig hugrökk fjöl-
skylda steig fram nýverið með sína
sögu. Jón Gautur, Guðlaug Gyða,
Hannes og Bergþóra þið eruð hetj-
ur í mínum huga fyrir hvernig þið
hafið opnað umræðuna um einelti.
Við erum þakklát fyrir fólk eins og
ykkur sem er tilbúið að ræða um
þrautir sínar svo hægt sé að læra af
og svo tryggja megi rétt viðbrögð
til framtíðar. Engin á það skilið að
vera niðurlægður, útskúfaður fé-
lagslega, pínd/ur andlega eða lík-
amlega. Slíkt kallar fram sálarkval-
ir sem geta haft áhrif á einstaklinga
fyrir lífstíð.
Umræðan undanfarið hefur vakið
mig til umhugsunar um það hvern-
ig við í samfélaginu komum fram
við hvert annað. Við á Akranesi
trúum því að við búum í heilnæmu
og góðu samfélagi. Er möguleiki að
hvert og eitt okkar geti gert betur?
Er barnið okkar hugsanlega ger-
andi með hunsun eða stríðni sem
við verðum að horfast í augu við?
Við getum trúað þolendum jafn-
vel þó gerandinn sé okkur nákom-
inn. Er ást okkar og stuðningur lyk-
illinn að því að hlúa og hjálpa ger-
andanum á rétta braut? Eru okkar
viðbrögð lykillinn í því að bæta líf
svo margra þolenda? Getum við
sýnt gott fordæmi þar sem við erum
hluti af hópi eða förum fyrir hópi
í samfélaginu okkar? Yfirmaður á
vinnustað sendir skýr skilaboð um
að ofbeldi í nokkurri mynd er ekki
liðið? Fyrirliði liðsins hvetur alltaf
til jákvæðra samskipta innan liðsins.
Getum við tekið betur á móti nýju
fólki sem flytur í bæinn okkar? Er
möguleiki að við tökum eftir nýja
nágrannanum sem var að flytja og
bjóðum hann velkominn og leggj-
um okkur fram við að honum líði
vel í samfélaginu okkar? Við höfum
öll áhrif á gæði þess bæjarfélags sem
við búum í.
Skólar og vinnustaðir eiga aldrei
að líða einelti svo allir geti notið
lífsins og fái ráðrúm til að þroska
hæfileika sína. Hlúa þarf að og
vernda þolendur og hjálpa gerend-
um til betri vegar. Ekki vantar að
Akraneskaupstaður er með verk-
ferla í eineltis-, ofbeldis og áreitni
málum. Ljóst er að við verðum að
gera mikið betur því ekki má vera
tilviljunum háð að við grípum inn
í aðstæður til að hlúa að fólki. Við
verðum að vera tilbúin að horfa
inn á við og vera tilbúin að bæta
okkur. Í ljósi umræðunnar ákvað
skóla- og frístundaráð að taka ein-
elti og forvarnir gegn einelti til um-
ræðu á fundi 7. desember síðast-
liðinn og var umræðan undanfar-
ið til umfjöllunar í bæjarstjórn 12.
desember.
Skóla- og frístundaráð leggur
áherslu á að samskipti í samfélagi
okkar séu uppbyggileg og unnið sé
með áhrifaríkum hætti að forvörn-
um gegn einelti. Skólastjórnend-
ur fóru yfir eineltisáætlun grunn-
skólanna og tilurð hennar en sam-
bærileg áætlun er í báðum skólum
og Þorpinu. Guðmunda Ólafsdóttir
framkvæmdastjóri ÍA fór yfir stöðu
mála hjá íþróttahreyfingunni og
vinnu við nýja áætlun um samskipti
og viðbrögð við einelti. Í kjölfarið
ákvað skóla- og frístundaráð að for-
gangsraða fjármagni í þróunarsjóð
næsta árs og stofna starfshóp með
fulltrúum þvert á samfélagið sem
hefur það hlutverk að rýna í styrk-
leika og tækifæri til umbóta innan
skóla- og frístundastarfs varðandi
samskipti og einelti. Endurskoða
verklag og verkferla og nýta til þess
færustu sérfræðinga í málefninu.
Markmiðið með verkefninu er að
allar stofnanir okkar búi áfram yfir
öflugum viðbragðsáætlun og verk-
færum til þess að styrkja félagsfærni
barna og ungmenna og tryggt sé að
þverfaglegt samstarf sé innan sam-
félagsins til þess að ná þessum ár-
angri.
Tökumst öll á við það verkefni
saman að ofbeldi sé ekki liðið. Tök-
um öll þátt í því verkefni að gera
samfélagið á Akranesi einstakt.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
á Akranesi.
Pennagrein
Við ætlum að gera samfélagið okkar betra
Mjög fáar áramótabrennur voru
að þessu sinni í landshlutanum. Sú
stærsta var á Breiðinni í Snæfellsbæ
á gamlárskvöld. Sjálfboðaliðar sáu
um að hlaða brennuna undir stjórn
brennustjórans Hjálmars Kristjáns-
sonar. Var þetta svokölluð „bíla-
brenna“ þar sem ekki var ætlast til
að áhorfendur hópuðust saman við
eldinn. Áhorfendur úr bílum skiptu
hundruðum. Björgunarsveitin Lífs-
björg sá um stórglæsilega flugelda-
sýningu eins og þeir hafa gert í tugi
ára. af
Íslenska stuttmyndin Rán hlaut
verðlaun fyrir bestu leikkonuna á
alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem
fram fór í Asti á Ítalíu skömmu
fyrir jól. Það var Jónína Mar-
grét Bergmann frá Háafelli Hvít-
ársíðu sem hlaut verðlaunin fyrir
leik sinn í myndinni. Rán var tek-
in upp á Vestfjörðum á vordögum
2020 skömmu eftir að fimm manna
samkomubanni var aflétt á svæðinu.
Myndin hefur verið send á nokkr-
ar kvikmyndahátíðir og uppskorið
nokkur verðlaun. „Við ákváðum að
þetta yrði síðasta hátíðin sem hún
færi á og fannst við verða að fylgja
henni þangað,“ sagði Steingrímur
Rúnar Guðmundsson, en auk hans
fóru Fjölnir Baldursson og Jón-
ína Margrét Bergmann á hátíðina í
Asti. Það var fréttavefurinn bb.is á
Vestfjörðum sem greindi frá.
Mynd Palestínumanna, Dead
Sea, hlaut fyrstu verðlaun fyrir
bestu stuttmyndina, en Rán hafn-
aði í öðru sæti í þeim flokki. mm
Þau létu ekki kuldann á sig fá þess-
ir hressu sjósundskappar þegar þau
fóru í sjóinn í fjörunni við Látravík
á Snæfellsnesi á Gamlársdag. Loft-
hitinn þennan dag var mínus fjór-
ar gráður og sjórinn í kringum núll
gráðurnar og auðvitað var pós-
að fyrir ljósmyndarann að loknu
sundi. þa
Aðkoman að salernishúsunum við
Garðalund á Akranesi var ófögur að
morgni nýársdags; búið að brjóta og
eyðileggja þar inni. Jóhann Magnús
Hafliðason birti myndir á íbúasíð-
unni og harmaði þessa skemmdar-
fýsn. Undir það taka íbúar sem tjá
sig og segja nauðsynlegt að settur
verði upp myndavélarbúnaður til
að hægt verði að hafa hendur í hári
skemmdarvarganna. Garðalund-
ur er tvímælalaust í hópi mest sóttu
staða í bæjarfélaginu og margir sem
njóta þar útivistar. mm/ Ljósm. jmh
Ítrekað unnin skemmdar-
verk á hreinlætisaðstöðu
Bílabrenna í Snæfellsbæ
Aðstandendur Ránar.
Jónína Bergmann verðlaunuð
fyrir leik sinn í Rán
Jónína Bergmann stolt með verðlaun-
in.
Árið kvatt í núll gráðum við Látravík