Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Page 13

Skessuhorn - 02.02.2022, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2022 13 Helstu verkefni: • Þjónusta við stóriðju og orkugeiran • Þjónusta við sjávarútveg og matvælaiðnað • Stálsmíði úr svörtu/ryðfríu stáli og áli • Sérsmíði og fjöldaframleiðsla • Vélaviðgerðir og vélsmíði • Rennismíði í sérsmíði og fjöldaframleiðslu • Tjakkasmíði og viðgerðir, sérsmíði og framleiðsla • Vöruhönnun, þróun og tæknileg aðstoð Mentunar og hæfniskröfur: • Iðnmentun, Vélfræðimentun og eða góð reynsla í faginu • Hæfni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í teymi • Öguð vinnubrögð og gott skipulag • Metnaður til að skila góðu verki Umsóknir óskast sendar inn í gegnum heimasíðu Hamars ehf, www.hamar.is þar sem valið er ,,Atvinna í boði” efst fyrir miðju. Upplýsingar um starfið veitir Páll Indriði Pálsson pallip@hamar.is eða í síma 660 3648 Á starfstöð Hamars á Grundartanga er boðið uppá fyrsta flokks starfsmanna aðstöðu. Boðið er upp á ferðir til og frá vinnu frá Akranesi, Borgarfirði og Reykjavík Málmiðnaðarmenn Steelworkers Við leitum að einstaklingum með fagmenntun eða starfsreynslu á sviði málm – og/eða véltækniiðnaðar á starfsstöð fyrirtækisins á Grundartanga. Nemar eru sérstaklega hvattir til að sækja um starf. Lögð er áhersla á að ráða hæft, áhugasamt og vel þjálfað fólk sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi. Það er markmið Hamars að einstaklingar sem sinna starfinu af áhuga og nýta hæfileika sína til fulls eigi raunverulega möguleika á því að byggja sig upp í starfi innan fyrirtækisins. Umhverfismat Matsáætlun í kynningu Múli vindorkugarður Qair Iceland ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats 78-95 MW vindorkugarðs í landi Hvamms í Borgarbyggð. Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin er aðgengileg á vef Skipulags- stofnunar www.skipulag.is. Framkvæmdaraðili mun kynna fram- kvæmdina á opnum streymisfundi 10. febrúar nk. kl. 20:00. Vefslóðin á streymisfundinn er www.efla.is/streymi. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. febrúar 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Garða- og Saurbæjarprestakall Sunnudagur 6. febrúar AKRANESKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 10 Guðsþjónusta kl. 11 Miðvikudagur 9. febrúar Bænastund kl. 12.15 Súpa í Vinaminni eftir stundina Opið hús í Vinaminni kl. 13.30 Barna- og unglingastarfið er hafið. Dagskrár má finna á heimasíðunni okkar. „Fangavarðafélag Íslands (FVFÍ) harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugar­ daginn 15. janúar síðastliðinn, þegar fangi réðist með hrottalegum hætti að fangavörðum með alvarlegum af­ leiðingum fyrir fangaverði. Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi að stríða. Slíkir einstaklingar eru bæði starfs­ fólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það kom­ ið upp í fangelsum að andlega veik­ ir einstaklingar ráðist á og veiti öðr­ um áverka. Bæði starfsfólki og sam­ föngum,“ segir í bréfi félagsins til hlutaðeigandi ráðherra, fangelsis­ málastjóra og Sameykis stéttarfé­ lags. Yfir lýsingin var jafnframt send fjölmiðlum. Í fyrstu grein í lögum um fulln­ ustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirk­ um hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. „Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuum­ hverfi innan fangelsanna og að all­ ur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Fangaverð­ ir hafa í langan tíma bent Fangelsis­ málastofnun (FMS) á að öryggi og aðbúnaður í fangelsum væri ábóta­ vant þar sem fjölgað hafi andlega veikum einstaklingum í fangelsum landsins. Því hafi ekki fylgt fjölgun starfsmanna né fræðsla í meðhöndl­ un slíkra einstaklinga. Jafnframt eru fangelsi landsins ekki hönnuð eða búin til að sinna slíkum einstakling­ um. Menntun og þjálfun fangavarða er í dag miðuð við að halda uppi ör­ yggi á vinnustað, eiga uppbyggileg samskipti og búa fanga til daglegs lífs eftir afplánun. Geðdeild Lands­ spítalans hefur ítrekað neitað að taka við föngum sem glíma við geðræna kvilla því að þeir eiga við áunna fíkniefnatengd geðræn veikindi að stríða. Það er skoðun fangavarða að fangelsi landsins hafi ekki þá að­ stöðu til að hjálpa þessum mönnum á þann hátt sem ætlast er til,“ segir í bréfinu. Í fangelsum landsins hefur undirmönnun verið viðvarandi í mörg ár. „FVFÍ hefur ítrekað bent FMS og Sameyki á undirmönnun, en því miður hefur þar verið talað fyrir daufum eyrum. Of fáir fanga­ verðir eru á vöktum. Með því er öryggi starfsmanna og fangelsanna stefnt í hættu. Má meðal annars nefna að á Hólmsheiði eru þrír starfsmenn á næturvakt með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættu­ legir. Einnig má nefna að þrátt fyr­ ir alvarlega atburði á Kvíabryggju er einungis einn fangavörður þar á vakt á nóttunni með 22 fanga. Við breytingar á styttingu vinnu­ viku hafi þessi undirmönnun auk­ ist þar sem ekki hafi fengist heim­ ildir til að fjölga starfsfólki eins og þörf er á. Það hefur skapað aukið álag á starfsmenn og er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðinn áberandi. FVFÍ skorar á ráðherra innanríkis og heilbrigð­ is, Fangelsismálastofnun og Sam­ eyki að stíga strax inn og leysa þá stöðu sem er til staðar í fangels­ um landsins og tryggja viðunandi mönnun og öryggi fyrir alla sem þar eru.“ mm Norska flutningaskipið Wilson Perth kom frá Njarðvík til hafn­ ar í Ólafsvík á fimmtudaginn með saltfarm. Í Ólafsvík var skipað upp um 1500 tonnum til útgerðarfyrir­ tækja í Snæfellsbæ. Þaðan fór skipið til Grundarfjarðar og loks Stykkis­ hólms í sömu erindagjörðum. Vel hefur aflast á Snæfellsnesi að undanförnu og því gengið vel á saltbirgðir hjá þeim fiskverkunar­ fyrirtækjum sem salta fisk. af Flutti salt til útgerðarstaða á Snæfellsnesi Fangaverðir lýsa þungum áhyggjum af stöðu mála

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.